Bollastaðir, Biobú og Karólína hlutu Landbúnaðarverðlaunin 2022
Landbúnaðarverðlaunin 2022 voru veitt á setningarathöfn Búnaðarþings núna rétt fyrir hádegi. Verðlaunahafar að þessu sinni eru sauðfjárbændurnir á Bollastöðum í Blöndudal, lífrænt vottaða mjólkurvinnslan Biobú í Reykjavík og Karólína Elísabetardóttir, sauðfjárbóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð.