Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þorgrímur Einar Guðbjartsson og Helga Elínborg Guðmundsdóttir frá Erpsstöðum í Dalabyggð.
Þorgrímur Einar Guðbjartsson og Helga Elínborg Guðmundsdóttir frá Erpsstöðum í Dalabyggð.
Mynd / Helga Dögg
Fréttir 4. apríl 2023

Erpsstaðabændur hljóta landbúnaðarverðlaunin

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælaráðherra afhenti Helgu Elínborg Guðmundsdóttur og Þorgrími Einari Guðbjartssyni landbúnaðarverðlaunin í ár. Þetta er í 25. skipti sem ráðherra landbúnaðarmála veitir verðlaunin frá 1997.

Í ár var í fyrsta skiptið óskað eftir tilnefningum til verðlaunanna og bárust sex talsins. Óskað var eftir tilnefningum um bændabýli, önnur landbúnaðarfyrirtæki eða félög sem talin eru hafa verið á einhvern hátt til fyrirmyndar í íslenskum landbúnaði á næstliðnu ári. Við valið var litið til þátta eins og frumkvöðlastarfs, nýjunga í starfsháttum eða annars árangurs sem gæti verið öðrum til fyrirmyndar í landbúnaði, svo sem á sviði umhverfisstjórnunar, loftslagsmála, ræktunarstarfs og annarra þátta í starfseminni. Helga Elínborg og Þorgrímur Einar hafa búið á Erpsstöðum í Dalabyggð í 25 ár. Í ræðu sinni sagði Svandís Svavarsdóttir þau hafa alla tíð ástundað búskap sinn af forsjá og áhuga. „Á þessum árum hafa þau eflt búið verulega, aukið ræktað land, fjölgað kúm og framleiðslu afurða. Auk þess hafa þau stundað fjölbreytta starfsemi á bænum. Má þar nefna að þau voru meðal fyrstu bænda sem gerðu samning við Vesturlandsskóga um skógrækt á bændabýlum. Árið 2008 var byggt nýtt fjós og hófst þá heimavinnsla afurða árið eftir. Á Erpsstöðum er nú tekið á móti þúsundum ferðamanna á ári hverju sem geta kynnt sér íslenskan landbúnað og bragðað á vörum sem framleiddar eru á bænum undir vörumerkinu Rjómabúið á Erpsstöðum. Hjónin hafa einnig um árabil tekið á móti nemum í starfsnám frá landbúnaðarskólum í Evrópu.“

Verðlaunagripinn í ár hannaði Unndór Egill Jónsson. Verkið er gert úr íslensku kræklóttu birki og evrópskri hnotu.

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...