Katrín Jakobsdóttir, með Aðalbjörgu Ásgeirsdóttur og Eyvindi Ágústssyni, handhöfum landbúnaðarverðlaunanna.
Katrín Jakobsdóttir, með Aðalbjörgu Ásgeirsdóttur og Eyvindi Ágústssyni, handhöfum landbúnaðarverðlaunanna.
Mynd / Róbert Arnar
Fréttir 5. apríl 2024

Bændurnir á Stóru- Mörk verðlaunaðir

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Aðalbjörg Ásgeirsdóttir og Eyvindur Ágústsson, bændurnir á Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum, hlutu landbúnaðarverðlaunin árið 2024.

Verðlaunin hljóta þau fyrir framúrskarandi árangur við innleiðingu loftslagsvænna búskaparhátta. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, afhenti þeim viðurkenningu í tilefni af því á Búnaðarþingi. 

Þau hafa verið þátttakendur í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður frá árinu 2020. Þau hafa meðal annars unnið markvisst að því að minnka notkun tilbúins áburðar án þess að það komi niður á magni og gæðum uppskeru. Það hafa þau gert með markvissri endurræktun túna, réttum sláttutíma og með því að sá niturbindandi fóðursmára með öðrum grastegundum. Þau stunda öflugt landgræðslustarf á illa grónu landi og er markmið þeirra að endurheimta birkiskóg á Merkurnesi. Aðalbjörg og Eyvindur, ásamt foreldrum Aðalbjargar, hlutu landgræðsluverðlaunin árið 2021.

Aðalbjörg og Eyvindur hafa verið í búskap á Stóru-Mörk frá 2010 þar sem þau eru með rúmlega hundrað og tuttugu kýr og framleiða þau tæpa milljón lítra mjólkur á ári. Kýrnar þeirra voru með hæstu meðalafurðir á landinu í fyrra, eða 8.903 kílógrömm mjólkur eftir hverja árskú. Þar að auki eru þau með nautgripi til kjötframleiðslu, sauðfé og stunda ferðaþjónustu. 

Verðlaunagripurinn sem þau Aðalbjörg og Eyvindur hlutu er eftir Matthías Rúnar Sigurðsson myndhöggvara og ber heitið þykkblöðungur. Verkið er höggið úr íslensku grágrýti sem á uppruna sinn að rekja til vesturbæjar Reykjavíkur.

Þessi frétt er leiðrétt útgáfa á frétt sem birtist upphaflega í prentútgáfu Bændablaðsins 21. mars síðastliðinn.

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...