Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Katrín Jakobsdóttir, með Aðalbjörgu Ásgeirsdóttur og Eyvindi Ágústssyni, handhöfum landbúnaðarverðlaunanna.
Katrín Jakobsdóttir, með Aðalbjörgu Ásgeirsdóttur og Eyvindi Ágústssyni, handhöfum landbúnaðarverðlaunanna.
Mynd / Róbert Arnar
Fréttir 5. apríl 2024

Bændurnir á Stóru- Mörk verðlaunaðir

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Aðalbjörg Ásgeirsdóttir og Eyvindur Ágústsson, bændurnir á Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum, hlutu landbúnaðarverðlaunin árið 2024.

Verðlaunin hljóta þau fyrir framúrskarandi árangur við innleiðingu loftslagsvænna búskaparhátta. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, afhenti þeim viðurkenningu í tilefni af því á Búnaðarþingi. 

Þau hafa verið þátttakendur í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður frá árinu 2020. Þau hafa meðal annars unnið markvisst að því að minnka notkun tilbúins áburðar án þess að það komi niður á magni og gæðum uppskeru. Það hafa þau gert með markvissri endurræktun túna, réttum sláttutíma og með því að sá niturbindandi fóðursmára með öðrum grastegundum. Þau stunda öflugt landgræðslustarf á illa grónu landi og er markmið þeirra að endurheimta birkiskóg á Merkurnesi. Aðalbjörg og Eyvindur, ásamt foreldrum Aðalbjargar, hlutu landgræðsluverðlaunin árið 2021.

Aðalbjörg og Eyvindur hafa verið í búskap á Stóru-Mörk frá 2010 þar sem þau eru með rúmlega hundrað og tuttugu kýr og framleiða þau tæpa milljón lítra mjólkur á ári. Kýrnar þeirra voru með hæstu meðalafurðir á landinu í fyrra, eða 8.903 kílógrömm mjólkur eftir hverja árskú. Þar að auki eru þau með nautgripi til kjötframleiðslu, sauðfé og stunda ferðaþjónustu. 

Verðlaunagripurinn sem þau Aðalbjörg og Eyvindur hlutu er eftir Matthías Rúnar Sigurðsson myndhöggvara og ber heitið þykkblöðungur. Verkið er höggið úr íslensku grágrýti sem á uppruna sinn að rekja til vesturbæjar Reykjavíkur.

Þessi frétt er leiðrétt útgáfa á frétt sem birtist upphaflega í prentútgáfu Bændablaðsins 21. mars síðastliðinn.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...