Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Verðlaunahafarnir ásamt Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Verðlaunahafarnir ásamt Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Mynd / smh
Fréttir 2. mars 2020

Espiflöt og Garði veitt landbúnaðarverðlaunin 2020

Höfundur: smh

Landbúnaðarverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á setningu Búnaðarþings 2020. Að þessu sinni komu þau í hlut garðyrkjustöðvarinnar Espiflatar í Reykholti í Biskupstungum og kúabúsins Garðs í Eyjafirði.

Ráðherra landbúnaðarmála hefur veitt landbúnaðarverðlaun frá árinu 1997. Hugmyndin að baki verðlaununum er að veita bændum og býlum sem á einn eða annan máta vekja athygli og eru til fyrirmyndar í íslenskum landbúnaði, viðurkenningar og hvatningarverðlaun.

Heiða Pálrún Leifsdóttir þakkar fyrir verðlaunin og fyrir aftan hana standa þau Axel Sæland, Áslaug Sveinbjarnardóttir,  Sveinn A. Sæland og Kristján Þór Júlíusson. Myndir / smh

Mikið úrval blómategunda og litaafbrigða

Í umsögn um Espiflöt, vegna veitingu verðlaunanna, kemur fram að fjölskyldan sem þar býr hafi rekið þar garðyrkjustöð frá 1948, þegar hjónin Eiríkur og Hulda Sæland fluttust úr Hafnarfirði og settust að í Reykholti til að stofna garðyrkjubýli. „Þau drógu sig í hlé árið 1998 eftir 50 ára búsetu og farsælt starf. Hjónin Sveinn A. Sæland og Áslaug Sveinbjarnardóttir, sem komu inn í reksturinn árið 1977 eignuðust þá stöðuna að fullu og ráku hana undir nafninu Espiflöt ehf. Árið 2006 flutti sonurinn, Axel Sæland og kona hans, Heiða Pálrún Leifsdóttir, á Espiflöt og komu smám saman inn í reksturinn. Hinn 1. maí 2013 eignuðust þau ráðandi hlut í stöðinni.

Fram undir 1965 var eingöngu ræktað grænmeti á Espiflöt en á árunum 1965-1977 var þar blönduð ræktun blóma og grænmetis. Síðar tók stöðin að sérhæfa sig í ræktun afskorinna blóma og er í dag einn stærsti einstaki framleiðandi blóma hér á landi, með mikið úrval tegunda og litaafbrigða. Blóm eru ræktuð undir fullri vaxtarlýsingu þannig að framleiðslan er mjög jöfn yfir allt árið. Á Espiflöt er áhersla lögð á vistvæna nálgun í öllum þáttum framleiðslunnar. Síðastliðin 17 ár hafa nær eingöngu verið notaðar lífrænar varnir til að halda niðri meindýrum. Á Espiflöt hefur einnig verið unnið að því markmiði að hreinsa og endurnýta allt vatn sem fer í gegnum stöðuna.

Á Espiflöt hefur metnaður verið lagður í að framleiða blóm af bestu gæðum og í góðu úrvali. Litið er til framþróunar og að tileinka sér tæknilegar nýjungar sem miða að vinna að framangreindum markmiðum.

Á Espiflöt hefur verið byggð upp glæsileg starfsemi sem er til fyrirmyndar í íslenskum landbúnaði,“ segir í umsögninni.

Ásdís Einarsdóttir, Aðalsteinn Hallgrímsson, Sesselja Barðdal og Kristján Þór Júlíusson.

Garður byggt sem nýbýli

Garður í Eyjafirði var byggt sem nýbýli af Hallgrími Aðalsteinssyni og Magneu Garðarsdóttur árið 1955. Fyrst var byggt íbúðarhús og síðan fjós og hlaða. „Engin tún voru á landinu og var ráðist í að brjóta land og rækta tún. Strax var hafist handa við að stækka bústofninn, kúnum fjölgað og útbúin aðstaða fyrir kindur í hlöðu. Árið 1980 tóku synir þeirra, Aðalsteinn og Garðar Hallgrímssynir og fjölskyldur þeirra við búinu. Þeir unnu að frekari uppbyggingu á bænum, fjölguðu nautgripum og buðu upp á landbúnaðarverktöku fyrir bændur í Eyjafirði. Auk þess hefur töluverð kornrækt verið stunduð á bænum í fjölda ára og snemma var byrjað á kartöflurækt,“ segir í umsögninni um Garð.

Kaffi Kú á fjósaloftinu

„Árið 2007 var tekið í notkun nýtt og glæsilegt lausagöngufjós. Það er 2.100 fermetrar að stærð og búið mikilli tækni. Um leið og fjósið var reist vakti það mikla athygli bæði fyrir að vera stærsta fjósbygging landsins og sú tæknivæddasta. Aðstaða í fjósinu er til fyrirmyndar og má nefna að dýralæknakostnaður hefur snarlækkað, dýrunum líður vel og vinnuaðstæður eru góðar.

Árið 2011 var opnað kaffihús sem heitir Kaffi Kú í á fjósaloftinu. Sonur Aðalsteins, Einar Örn og kona hans Sesselja Barðdal reka veitingastaðinn. Kaffi Kú tekur 60 manns í sæti og þar er hægt að fylgjast með 300 kúm og hálfum í afslöppuðu umhverfi þar sem kýrnar liggja á dýnum, fara í nudd og láta mjólka sig þegar þær vilja. Gefst gestum þannig tækifæri til að kynna sér störf bóndans og hvernig mjólkurframleiðslan fer fram í fullkomlega sjálfvirku fjósi. Árið 2019 heimsótti 30.000 gestir Kaffi Kú.

Á Garði er rekin fyrirmyndarstarfsemi þar sem tækniþróun hefur verið nýtt í því augnamiði auka verðmætasköpun og bæta velferð dýra. Þá hafa bændur á Garði gefið almenningi gott tækifæri til að kynnast betur íslenskum landbúnaði,“ segir ennfremur í umsögninni.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...