Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Framsýnn landbúnaður á Búnaðarþingi 2022
Fréttir 30. mars 2022

Framsýnn landbúnaður á Búnaðarþingi 2022

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búnaðarþing Bændasamtaka Ísland verður sett á Hótel Natura, klukkan 11:00, fimmtudaginn 31. mars, með setningarræðu Gunnars Þorgeirssonar formanns samtakanna.

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson flytur ávarp ásamt Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð, utanríkisráðherra.

Vonast eftir alvöru umræðum um fæðuöryggi

Yfirskrift Búnaðarþingsins er Framsýnn landbúnaður sem endurspeglar þá vegferð Bændasamtakanna með sameinuðum samtökum allra búgreina í landbúnaði. Að lokinni setningu hefjast nefndarstörf, hjá 63 kjörnum fulltrúum bænda inn á þingið, sem halda áfram föstudaginn 1. apríl.

„Efst á baugi á þinginu verður stefnumörkun Bændasamtakanna og fjármögnun samtakanna til frambúðar. Við vonumst hins vegar einnig eftir alvöru umræðum um fæðuöryggi í kjölfar erinda frá ráðamönnum þjóðarinnar. Aðgerðir til skamms og lengri tíma fyrir landbúnað sem undirstöðuatvinnugrein íslenskrar þjóðar eru nauðsynlegar,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna.

Fjölmiðlar eru boðnir velkomnir á setningu Búnaðarþings. Vegna fjöldatakmarkana eru þeir sem vilja mæta og fylgjast með setningu þingsins eða fá frekari upplýsingar bent á setja sig í samband við Erlu Hjördísi Gunnarsdóttur samskiptastjóra í síma 694 4420 eða á netfangið ehg@bondi.is. 

 

Skylt efni: Búnaðarþing

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...