Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Framsýnn landbúnaður á Búnaðarþingi 2022
Fréttir 30. mars 2022

Framsýnn landbúnaður á Búnaðarþingi 2022

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búnaðarþing Bændasamtaka Ísland verður sett á Hótel Natura, klukkan 11:00, fimmtudaginn 31. mars, með setningarræðu Gunnars Þorgeirssonar formanns samtakanna.

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson flytur ávarp ásamt Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð, utanríkisráðherra.

Vonast eftir alvöru umræðum um fæðuöryggi

Yfirskrift Búnaðarþingsins er Framsýnn landbúnaður sem endurspeglar þá vegferð Bændasamtakanna með sameinuðum samtökum allra búgreina í landbúnaði. Að lokinni setningu hefjast nefndarstörf, hjá 63 kjörnum fulltrúum bænda inn á þingið, sem halda áfram föstudaginn 1. apríl.

„Efst á baugi á þinginu verður stefnumörkun Bændasamtakanna og fjármögnun samtakanna til frambúðar. Við vonumst hins vegar einnig eftir alvöru umræðum um fæðuöryggi í kjölfar erinda frá ráðamönnum þjóðarinnar. Aðgerðir til skamms og lengri tíma fyrir landbúnað sem undirstöðuatvinnugrein íslenskrar þjóðar eru nauðsynlegar,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna.

Fjölmiðlar eru boðnir velkomnir á setningu Búnaðarþings. Vegna fjöldatakmarkana eru þeir sem vilja mæta og fylgjast með setningu þingsins eða fá frekari upplýsingar bent á setja sig í samband við Erlu Hjördísi Gunnarsdóttur samskiptastjóra í síma 694 4420 eða á netfangið ehg@bondi.is. 

 

Skylt efni: Búnaðarþing

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f