Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Framsýnn landbúnaður á Búnaðarþingi 2022
Fréttir 30. mars 2022

Framsýnn landbúnaður á Búnaðarþingi 2022

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búnaðarþing Bændasamtaka Ísland verður sett á Hótel Natura, klukkan 11:00, fimmtudaginn 31. mars, með setningarræðu Gunnars Þorgeirssonar formanns samtakanna.

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson flytur ávarp ásamt Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð, utanríkisráðherra.

Vonast eftir alvöru umræðum um fæðuöryggi

Yfirskrift Búnaðarþingsins er Framsýnn landbúnaður sem endurspeglar þá vegferð Bændasamtakanna með sameinuðum samtökum allra búgreina í landbúnaði. Að lokinni setningu hefjast nefndarstörf, hjá 63 kjörnum fulltrúum bænda inn á þingið, sem halda áfram föstudaginn 1. apríl.

„Efst á baugi á þinginu verður stefnumörkun Bændasamtakanna og fjármögnun samtakanna til frambúðar. Við vonumst hins vegar einnig eftir alvöru umræðum um fæðuöryggi í kjölfar erinda frá ráðamönnum þjóðarinnar. Aðgerðir til skamms og lengri tíma fyrir landbúnað sem undirstöðuatvinnugrein íslenskrar þjóðar eru nauðsynlegar,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna.

Fjölmiðlar eru boðnir velkomnir á setningu Búnaðarþings. Vegna fjöldatakmarkana eru þeir sem vilja mæta og fylgjast með setningu þingsins eða fá frekari upplýsingar bent á setja sig í samband við Erlu Hjördísi Gunnarsdóttur samskiptastjóra í síma 694 4420 eða á netfangið ehg@bondi.is. 

 

Skylt efni: Búnaðarþing

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...