Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Framsýnn landbúnaður á Búnaðarþingi 2022
Fréttir 30. mars 2022

Framsýnn landbúnaður á Búnaðarþingi 2022

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búnaðarþing Bændasamtaka Ísland verður sett á Hótel Natura, klukkan 11:00, fimmtudaginn 31. mars, með setningarræðu Gunnars Þorgeirssonar formanns samtakanna.

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson flytur ávarp ásamt Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð, utanríkisráðherra.

Vonast eftir alvöru umræðum um fæðuöryggi

Yfirskrift Búnaðarþingsins er Framsýnn landbúnaður sem endurspeglar þá vegferð Bændasamtakanna með sameinuðum samtökum allra búgreina í landbúnaði. Að lokinni setningu hefjast nefndarstörf, hjá 63 kjörnum fulltrúum bænda inn á þingið, sem halda áfram föstudaginn 1. apríl.

„Efst á baugi á þinginu verður stefnumörkun Bændasamtakanna og fjármögnun samtakanna til frambúðar. Við vonumst hins vegar einnig eftir alvöru umræðum um fæðuöryggi í kjölfar erinda frá ráðamönnum þjóðarinnar. Aðgerðir til skamms og lengri tíma fyrir landbúnað sem undirstöðuatvinnugrein íslenskrar þjóðar eru nauðsynlegar,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna.

Fjölmiðlar eru boðnir velkomnir á setningu Búnaðarþings. Vegna fjöldatakmarkana eru þeir sem vilja mæta og fylgjast með setningu þingsins eða fá frekari upplýsingar bent á setja sig í samband við Erlu Hjördísi Gunnarsdóttur samskiptastjóra í síma 694 4420 eða á netfangið ehg@bondi.is. 

 

Skylt efni: Búnaðarþing

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...