Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Félagsmenn tryggðir
Fréttir 4. apríl 2023

Félagsmenn tryggðir

Höfundur: Ástvaldur Lárusson og Guðrún Hulda Pálsdóttir

Allir félagmenn Bændasamtaka Íslands á aldrinum 18-74 ára eru tryggðir með tímabundna afleysingu í allt að sex mánuði, verði þeir ófærir til starfa af völdum slyss eða sjúkdóms, samkvæmt nýjum samningi BÍ og Sjóvár.

Skilyrði bótaréttar er að félagsmaður hafi verið óvinnufær að lágmarki 50 prósent í minnst þrjá mánuði, en engar bætur fást fyrir fyrsta mánuðinn. Mánaðarleg upphæð er 350 þúsund krónur til þeirra sem eru algerlega óstarfhæfir og greiðast bætur í hámark sex mánuði á bótatímanum. Bændasamtök Íslands halda skrá utan um vátryggða félagsmenn sem eru 2.463 talsins.

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri BÍ, segir hóptrygginguna tímamóta- samning og eitt skref í átt að því að koma á heildstæðri og öflugri afleysingaþjónustu fyrir bændur. „Ýmsar fyrirmyndir er að finna frá
löndunum í kringum okkur, t.a.m. frá Finnlandi og Noregi, en þess má geta að sjúkra- og afleysingaþjónusta hefur verið hluti af norskum landbúnaði frá árinu 1991 og er ætlað að tryggja afleysingaþjónustu þegar veikindi eða slys ber að höndum. Óþarft er að fara mörgum orðum um mikilvægi innlendrar landbúnaðarframleiðslu með vísan til fæðuöryggis þjóðar, en í öllum málflutningi um starfsskilyrði bænda er þó tilefni til þess að árétta um mikilvægi þess að styrkja stoðir fæðuöryggis og áfallaþol samfélagsins. Er framboð skipulagðrar afleysingaþjónustu við bændur mikilvægur þáttur í því verkefni, en nýliðun í greininni gengur hægt og meðalaldur félagsmanna BÍ er um 57 ár.“ Hóptryggingin tók gildi þann 1. apríl sl. Starfsmenn BÍ upplýsa félagsmenn nánar um tilvist og efni 
vátryggingarinnar og þá skilmála sem um hana gilda.

Skylt efni: Búnaðarþing

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...