Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá Búnaðarþingi 2020.
Frá Búnaðarþingi 2020.
Mynd / HKr.
Skoðun 11. mars 2021

Sameinumst um mikilvæg verkefni

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands

Búnaðarþing verður haldið 22. og 23. mars næstkomandi þar sem félagskerfið verður meginstefið á þinginu. Það fer óneitanlega um okkur hér varðandi þau COVID-19 smit sem eru að greinast í samfélaginu. Við stefnum ótrauð á staðarþing þar sem okkur finnst nauðsynlegt að fara yfir málefni landbúnaðarins í góðu samtali við búnaðarþingsfulltrúa.

Boðað er til þingsins með öllum fyrirvörum um takmarkanir og byggjum við undirbúninginn á núgildandi reglugerð um takmarkanir á samkomum sem gildir til 17. mars næstkomandi. Við biðjum alla að fylgjast vel með ef einhverjar breytingar verða eftir þann 17., hvort sem er til frekari takmarkana eða rýmkunar. Á grunni núgildandi fyrirkomulags þá munu þingfulltrúar fá afhentar leiðbeiningar um fyrirkomulag og sætaskipan og er nauðsynlegt fyrir okkur að gæta vel að persónulegum sóttvörnum.

Mælaborð landbúnaðarins

Ráðuneyti landbúnaðarins hefur kynnt fyrir Bændasamtökunum fyrstu drög að mælaborði landbúnaðarins og það verður að segjast að verkefnið lofar góðu. Þetta er málefni og verkfæri sem hefur verið áhersluatriði undanfarinna ára að fá þessar upplýsingar samanteknar á einum stað. Það er ástæða til að koma á framfæri hrósi til ráðuneytisins með þessa framsetningu sem nýtast mun öllum sem starfa að málefnum landbúnaðarins. Ég treysti því að þetta verði opnað með viðhöfn þegar búið verður að fylla inn í fleiri glugga í mælaborðinu.

Landbúnaðarháskólinn

Eftir tveggja ára samtal og viðræður er starfsnám í garðyrkju óskrifað blað, þó hefur verið tekin ákvörðun um að færa starfsmenntanámið til Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem er jákvætt. En aðstaðan á Reykjum á að vera á hendi Landbúnaðarháskólans, þar sem helst á ekki að hleypa grunnnáminu að með sína starfsemi, samkvæmt nýrri þarfagreiningu LbhÍ. Við í garðyrkjunni höfum nálgast málefni námsins af mikilli yfirvegun síðastliðin tvö ár og vilja til að leita sátta, en nú er mælirinn fullur. Enn og aftur skal horft til þess að LbhÍ þurfi alla aðstöðuna á Reykjum fyrir sína rannsóknarstarfsemi. Við höfnum ekki rannsóknum en teljum skynsamlegt skref að byrja á grunnnáminu svo einhverjir verði til að framleiða og skapa verðmætin á grundvelli allra rannsóknanna. Ef fer fram sem horfir verður væntanlega ekkert grunnnám á Reykjum. Ég er líka hugsi yfir því hvert Landbúnaðarháskólinn stefnir á grundvelli frumframleiðslunnar í landbúnaði. Nú skrifa fræðimenn greinar og skýrslur um ofbeit á Íslandi sem sé svo umfangsmikil og umtalsverð að eina lausnin liggi hreinlega í því að fella allan bústofn. Væri ekki nær að skólinn og þeirra starfsmenn væru með uppbyggilegar leiðbeiningar til bænda hvernig betur mætti fara heldur en að mála þá sem skúrka náttúrunnar? Við verðum að auka veg og vanda þessarar menntastofnunar í stað þess að nota hann í pólitískum áróðri gegn bændum þar sem engan stuðning og leiðbeiningar er að fá til þeirra mikilvægu verkefna sem við þurfum öll í sameiningu að takast á við.

Skylt efni: Búnaðarþing

Náttúrulegir óvinir meindýra – Hetjur skógarins?
Skoðun 3. október 2025

Náttúrulegir óvinir meindýra – Hetjur skógarins?

Náttúrulegir óvinir meindýra eru hópur lífvera sem eiga það sameiginlegt að næra...

 Kregðubólusetningar - val eða vitleysa
Skoðun 3. október 2025

Kregðubólusetningar - val eða vitleysa

Kregða þýðir sá sem étur lítið.  Kregðusýkillinn telst til s.k. berfryminga (Myc...

Ósýnilegi burðarásinn í öryggismálum þjóðarinnar
Skoðun 3. október 2025

Ósýnilegi burðarásinn í öryggismálum þjóðarinnar

Við hugsum oft um almannavarnir sem viðbragð við náttúruhamförum, farsóttum eða ...

Varðveisla erfðaauðlinda
Skoðun 2. október 2025

Varðveisla erfðaauðlinda

Búfé og plöntur hafa fylgt manninum í um 10.000 ár eða frá þeim tíma sem maðurin...

Sterkir innviðir — sterkt samfélag
Skoðun 2. október 2025

Sterkir innviðir — sterkt samfélag

Í nýliðnum ágúst átti ég milliliðalaust samtal við íbúa og sveitarstjórnarfólk á...

Hernaðurinn gegn Hamarsdal
Skoðun 2. október 2025

Hernaðurinn gegn Hamarsdal

Góðir lesendur. Heggur sá er hlífa skyldi.  Ég fordæmi ákvörðun umhverfisráðherr...

Íslensk skógrækt í alþjóðlegu samhengi
Skoðun 1. október 2025

Íslensk skógrækt í alþjóðlegu samhengi

Dagana 9.–11. september fóru tveir fulltrúar Skógardeildar Bændasamtaka Íslands ...

Gætum að geðheilsunni
Skoðun 29. september 2025

Gætum að geðheilsunni

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f