Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Uppfærsla á stefnumörkun
Fréttir 4. apríl 2023

Uppfærsla á stefnumörkun

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Búnaðarþing var haldið dagana 30.–31. mars sl. Starfsnefndir þingsins unnu þar að uppfærslu á stefnumörkun samtakanna sem samþykkt var á Búnaðarþingi 2022.

Fimm starfsnefndir unnu að uppfærslum á málaflokkum stefnumörkunarinnar. Meðal helstu ályktana má nefna að samþykkt var að fela stjórn Bændasamtaka Íslands að taka þátt í stofnun heildarsamtaka í landbúnaði með Samtökum fyrirtækja í landbúnaði.

Ályktað var um velferð bænda og dýra. Þörf sé á að koma á fót afleysingakerfi fyrir bændur, því skortur á slíkum úrræðum geti leitt til þess að bændur gangi of nærri sér, bæði andlega og líkamlega. Varðandi dýravelferð var ályktað á þá leið að mikilvægasta forsenda þess að sátt ríki í samfélaginu um að nýta dýraafurðir til matvælaframleiðslu sé að velferð dýranna sé tryggð af þeim sem um þau annast og að eftirlit með því sé trúverðugt, virkt og gegnsætt.

Þá er í ályktunum mælst til þess að neytendur á Íslandi hafi möguleika á upplýstu vali þegar kemur að upprunamerkingum matvæla. Eru matvælaframleiðlendur hvattir til að upprunamerkja tilbúna rétti og unnar kjötvörur þótt þeim sé það ekki skylt samkvæmt reglugerð og að innlendir framleiðendur sameinist um eitt upprunamerki sem fari á sem flest matvæli.

Sjá nánar á bls. 2, 4 og 7 í Bændablaðinu sem kom út í dag

Skylt efni: Búnaðarþing

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...