Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Uppfærsla á stefnumörkun
Fréttir 4. apríl 2023

Uppfærsla á stefnumörkun

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Búnaðarþing var haldið dagana 30.–31. mars sl. Starfsnefndir þingsins unnu þar að uppfærslu á stefnumörkun samtakanna sem samþykkt var á Búnaðarþingi 2022.

Fimm starfsnefndir unnu að uppfærslum á málaflokkum stefnumörkunarinnar. Meðal helstu ályktana má nefna að samþykkt var að fela stjórn Bændasamtaka Íslands að taka þátt í stofnun heildarsamtaka í landbúnaði með Samtökum fyrirtækja í landbúnaði.

Ályktað var um velferð bænda og dýra. Þörf sé á að koma á fót afleysingakerfi fyrir bændur, því skortur á slíkum úrræðum geti leitt til þess að bændur gangi of nærri sér, bæði andlega og líkamlega. Varðandi dýravelferð var ályktað á þá leið að mikilvægasta forsenda þess að sátt ríki í samfélaginu um að nýta dýraafurðir til matvælaframleiðslu sé að velferð dýranna sé tryggð af þeim sem um þau annast og að eftirlit með því sé trúverðugt, virkt og gegnsætt.

Þá er í ályktunum mælst til þess að neytendur á Íslandi hafi möguleika á upplýstu vali þegar kemur að upprunamerkingum matvæla. Eru matvælaframleiðlendur hvattir til að upprunamerkja tilbúna rétti og unnar kjötvörur þótt þeim sé það ekki skylt samkvæmt reglugerð og að innlendir framleiðendur sameinist um eitt upprunamerki sem fari á sem flest matvæli.

Sjá nánar á bls. 2, 4 og 7 í Bændablaðinu sem kom út í dag

Skylt efni: Búnaðarþing

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...