Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Tillaga að breytingum á félagskerfi Bændasamtaka Íslands lögð fram á búnaðarþingi
Fréttir 3. mars 2015

Tillaga að breytingum á félagskerfi Bændasamtaka Íslands lögð fram á búnaðarþingi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nefnd sem unnið hefur að tillögum um breytingar á félagskerfi Bændasamtaka Íslands mun leggja fram tillög sína á búnaðarþingi að þessu sinni.

Einar Ófeigur Björnsson bóndi að Lóni II og stjórnarmaður BÍ sem sat í nefndinni segir að Bændasamtök Íslands standi frammi fyrir því að þurfa að breyta samþykktum sýnum og að laga þær að nýjum tímum.

„Samtökin standa frami fyrir því að allt bendir til að innheimtu búnaðargjalds til að sinna félagslegum verkefnum verði aflögð. Þetta þýðir að bændum er frjálst hvort þeir velja að vera aðilar að Bændasamtökum Íslands eða ekki og um leið hvort þeir greiði félagsgjald eður ey.

Stærsta áskorun BÍ  núna er því að sanna fyrir bændum að það borgi sig að vera aðili að samtökunum og tryggja þannig áframhaldandi fjármögnun þeirra með viðunandi hætti og það góða starf sem er unnið innan samtakanna.

Að sjálfsögðu eru deildar meiningar um hvernig ber að innheimta gjaldið og ljóst það eru ekki allir sammála um hvernig það verður gert. Í grófum dráttum er tillagan þannig að sett verði almenn skilyrði fyrir inngöngu nýrra aðildarfélaga. Þau geta fengið inngöngu í BÍ ef félagar eru að lágmarki 50 eða að samanlögð ársvelta félagsmanna er að lágmarki 500 milljónir króna.

Áfram er gert ráð fyrir að Bændasamtökin verði félagsskapur einstaklinga og lögaðila, byggð upp með aðild í gegnum aðildarfélög. Nýmæli er að gefinn verður kostur á beinni aðild sem þá fylgja takmörkuð réttindi. Boðið verði upp á þrenns konar aðild.“

Eins og búast má við munu einhverjir bændur ákveða að vera ekki aðilar að BÍ eftir breytinguna eins og gerst hefur annarstaðar þar sem svipaðar breytingar hafa átt sér stað.

Einar segist bjartsýnn á að bændur kjósi að taka þátt í starfi samtakanna áfram. „Bændasamtök Íslands munu þrátt fyrir það áfram vera hagsmunasamtök allra bænda á Íslandi og þeir sem ekki eru aðilar að þeim þrátt fyrir það njóta góðs að starfi þeirra.“

Nóg af sæði í hafrastöðinni
Fréttir 8. nóvember 2024

Nóg af sæði í hafrastöðinni

Nóg er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta sér það til að...

Eggjaskortur vegna dýravelferðar
Fréttir 8. nóvember 2024

Eggjaskortur vegna dýravelferðar

Litlar birgðir á eggjum í verslunum má rekja til umfangsmikilla breytinga sem bæ...

Hveitikynbætur alger nýlunda
Fréttir 8. nóvember 2024

Hveitikynbætur alger nýlunda

Á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands er verið að hefja vinnu að hveitikynbótum í f...

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi
Fréttir 7. nóvember 2024

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi

Japanskt fyrirtæki hyggst bæta hrísgrjónarækt við jarðarberjaframleiðslu sína á ...

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd
Fréttir 7. nóvember 2024

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd

Drög að nýjum verðlagsgrunni kúabús liggja fyrir, sem er uppfærsla á grunninum f...

Jafnvægisverð lækkar áfram
Fréttir 7. nóvember 2024

Jafnvægisverð lækkar áfram

Á markaði með greiðslumark í mjólk, haldinn 1. nóvember, myndaðist jafnvægisverð...

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi
Fréttir 7. nóvember 2024

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi

Nýtt kjúklingframleiðsluhús er á teikniborðinu á Miðskógi í Dölum, sem verður sö...

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn
Fréttir 7. nóvember 2024

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn

Áfram heldur þeim lömbum að fækka sem koma til slátrunar ár hvert. Í liðinni slá...