Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Tillaga að breytingum á félagskerfi Bændasamtaka Íslands lögð fram á búnaðarþingi
Fréttir 3. mars 2015

Tillaga að breytingum á félagskerfi Bændasamtaka Íslands lögð fram á búnaðarþingi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nefnd sem unnið hefur að tillögum um breytingar á félagskerfi Bændasamtaka Íslands mun leggja fram tillög sína á búnaðarþingi að þessu sinni.

Einar Ófeigur Björnsson bóndi að Lóni II og stjórnarmaður BÍ sem sat í nefndinni segir að Bændasamtök Íslands standi frammi fyrir því að þurfa að breyta samþykktum sýnum og að laga þær að nýjum tímum.

„Samtökin standa frami fyrir því að allt bendir til að innheimtu búnaðargjalds til að sinna félagslegum verkefnum verði aflögð. Þetta þýðir að bændum er frjálst hvort þeir velja að vera aðilar að Bændasamtökum Íslands eða ekki og um leið hvort þeir greiði félagsgjald eður ey.

Stærsta áskorun BÍ  núna er því að sanna fyrir bændum að það borgi sig að vera aðili að samtökunum og tryggja þannig áframhaldandi fjármögnun þeirra með viðunandi hætti og það góða starf sem er unnið innan samtakanna.

Að sjálfsögðu eru deildar meiningar um hvernig ber að innheimta gjaldið og ljóst það eru ekki allir sammála um hvernig það verður gert. Í grófum dráttum er tillagan þannig að sett verði almenn skilyrði fyrir inngöngu nýrra aðildarfélaga. Þau geta fengið inngöngu í BÍ ef félagar eru að lágmarki 50 eða að samanlögð ársvelta félagsmanna er að lágmarki 500 milljónir króna.

Áfram er gert ráð fyrir að Bændasamtökin verði félagsskapur einstaklinga og lögaðila, byggð upp með aðild í gegnum aðildarfélög. Nýmæli er að gefinn verður kostur á beinni aðild sem þá fylgja takmörkuð réttindi. Boðið verði upp á þrenns konar aðild.“

Eins og búast má við munu einhverjir bændur ákveða að vera ekki aðilar að BÍ eftir breytinguna eins og gerst hefur annarstaðar þar sem svipaðar breytingar hafa átt sér stað.

Einar segist bjartsýnn á að bændur kjósi að taka þátt í starfi samtakanna áfram. „Bændasamtök Íslands munu þrátt fyrir það áfram vera hagsmunasamtök allra bænda á Íslandi og þeir sem ekki eru aðilar að þeim þrátt fyrir það njóta góðs að starfi þeirra.“

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...