Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Tillaga að breytingum á félagskerfi Bændasamtaka Íslands lögð fram á búnaðarþingi
Fréttir 3. mars 2015

Tillaga að breytingum á félagskerfi Bændasamtaka Íslands lögð fram á búnaðarþingi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nefnd sem unnið hefur að tillögum um breytingar á félagskerfi Bændasamtaka Íslands mun leggja fram tillög sína á búnaðarþingi að þessu sinni.

Einar Ófeigur Björnsson bóndi að Lóni II og stjórnarmaður BÍ sem sat í nefndinni segir að Bændasamtök Íslands standi frammi fyrir því að þurfa að breyta samþykktum sýnum og að laga þær að nýjum tímum.

„Samtökin standa frami fyrir því að allt bendir til að innheimtu búnaðargjalds til að sinna félagslegum verkefnum verði aflögð. Þetta þýðir að bændum er frjálst hvort þeir velja að vera aðilar að Bændasamtökum Íslands eða ekki og um leið hvort þeir greiði félagsgjald eður ey.

Stærsta áskorun BÍ  núna er því að sanna fyrir bændum að það borgi sig að vera aðili að samtökunum og tryggja þannig áframhaldandi fjármögnun þeirra með viðunandi hætti og það góða starf sem er unnið innan samtakanna.

Að sjálfsögðu eru deildar meiningar um hvernig ber að innheimta gjaldið og ljóst það eru ekki allir sammála um hvernig það verður gert. Í grófum dráttum er tillagan þannig að sett verði almenn skilyrði fyrir inngöngu nýrra aðildarfélaga. Þau geta fengið inngöngu í BÍ ef félagar eru að lágmarki 50 eða að samanlögð ársvelta félagsmanna er að lágmarki 500 milljónir króna.

Áfram er gert ráð fyrir að Bændasamtökin verði félagsskapur einstaklinga og lögaðila, byggð upp með aðild í gegnum aðildarfélög. Nýmæli er að gefinn verður kostur á beinni aðild sem þá fylgja takmörkuð réttindi. Boðið verði upp á þrenns konar aðild.“

Eins og búast má við munu einhverjir bændur ákveða að vera ekki aðilar að BÍ eftir breytinguna eins og gerst hefur annarstaðar þar sem svipaðar breytingar hafa átt sér stað.

Einar segist bjartsýnn á að bændur kjósi að taka þátt í starfi samtakanna áfram. „Bændasamtök Íslands munu þrátt fyrir það áfram vera hagsmunasamtök allra bænda á Íslandi og þeir sem ekki eru aðilar að þeim þrátt fyrir það njóta góðs að starfi þeirra.“

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...