Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, setur Búnaðarþing 2020.
Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, setur Búnaðarþing 2020.
Mynd / smh
Fréttir 2. mars 2020

Setning Búnaðarþings 2020

Höfundur: smh

Búnaðarþing 2020 var sett í hádeginu í dag í Súlnasal Hótel Sögu. Þingstörf verða svo í dag og á morgun.

Meðal helstu mála sem verða til umfjöllunar þingsins eru endurskoðun félagskerfis landbúnaðarins, jafnréttismál og ný umhverfisstefna fyrir íslenskan landbúnað.

Búnaðarþing er nú haldið annað hvert ár, á móti ársfundi Bændasamtaka Íslands, en áður var Búnaðarþing haldið á hverju ári. Núverandi fyrirkomulag hófst árið 2016, en þá var ársfundur haldinn á Akureyri.

Búnaðarþing er stefnumótandi fyrir tvö ár og þar fara fram kosningar til stjórnar og í trúnaðarmannastöður.

Setningarathöfninni var streymt í gegnum Facebook-síðu Bændasamtaka Íslands og þar má horfa og hlusta á upptöku af henni, meðal annars ræður Guðrúnar S. Tryggvadóttur, formanns Bændasamtaka Íslands, Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Haraldar Benediktssonar, alþingismanns sem flutti hátíðarræðu.

Myndir frá setningunni nú í hádeginu. Myndir / smh

 

Dagskrá Búnaðarþings 2020

MÁNUDAGUR 2. MARS

10.30

  • Fundur hefst í búnaðarþingi
  • Skýrslur formanns og framkvæmdastjóra
  • Reikningar BÍ og fjárhagsáætlun
  • Afkoma dótturfélaga

12.00

  • Setningarathöfn í Súlnasal og hádegisverður

13.30

  • Þingi framhaldið
  • Umræður um skýrslur og reikninga.
  • Almennar umræður

15.15-15.30

  • Kaffihlé

15.30

  • Umræðum framhaldið

16.30

  • Nefndastörf hefjast

ÞRIÐJUDAGUR 3. MARS

8.30

  • Nefndastörf - nefndir haga verkum eftir þörfum

10.00

  • Fundur í búnaðarþingi 
  • Mál frá nefndum

12.00

  • Hádegisverður í boði Lífeyrissjóðs bænda

13.00

  • Fundur í búnaðarþingi – kosningar
  • Mál frá þeim nefndum sem ekki voru komin áður

15.30

  • Kaffihlé og hlé til nefndastarfa eftir þörfum

17.00

  • Lokafundur í búnaðarþingi
Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...