Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, setur Búnaðarþing 2020.
Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, setur Búnaðarþing 2020.
Mynd / smh
Fréttir 2. mars 2020

Setning Búnaðarþings 2020

Höfundur: smh

Búnaðarþing 2020 var sett í hádeginu í dag í Súlnasal Hótel Sögu. Þingstörf verða svo í dag og á morgun.

Meðal helstu mála sem verða til umfjöllunar þingsins eru endurskoðun félagskerfis landbúnaðarins, jafnréttismál og ný umhverfisstefna fyrir íslenskan landbúnað.

Búnaðarþing er nú haldið annað hvert ár, á móti ársfundi Bændasamtaka Íslands, en áður var Búnaðarþing haldið á hverju ári. Núverandi fyrirkomulag hófst árið 2016, en þá var ársfundur haldinn á Akureyri.

Búnaðarþing er stefnumótandi fyrir tvö ár og þar fara fram kosningar til stjórnar og í trúnaðarmannastöður.

Setningarathöfninni var streymt í gegnum Facebook-síðu Bændasamtaka Íslands og þar má horfa og hlusta á upptöku af henni, meðal annars ræður Guðrúnar S. Tryggvadóttur, formanns Bændasamtaka Íslands, Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Haraldar Benediktssonar, alþingismanns sem flutti hátíðarræðu.

Myndir frá setningunni nú í hádeginu. Myndir / smh

 

Dagskrá Búnaðarþings 2020

MÁNUDAGUR 2. MARS

10.30

  • Fundur hefst í búnaðarþingi
  • Skýrslur formanns og framkvæmdastjóra
  • Reikningar BÍ og fjárhagsáætlun
  • Afkoma dótturfélaga

12.00

  • Setningarathöfn í Súlnasal og hádegisverður

13.30

  • Þingi framhaldið
  • Umræður um skýrslur og reikninga.
  • Almennar umræður

15.15-15.30

  • Kaffihlé

15.30

  • Umræðum framhaldið

16.30

  • Nefndastörf hefjast

ÞRIÐJUDAGUR 3. MARS

8.30

  • Nefndastörf - nefndir haga verkum eftir þörfum

10.00

  • Fundur í búnaðarþingi 
  • Mál frá nefndum

12.00

  • Hádegisverður í boði Lífeyrissjóðs bænda

13.00

  • Fundur í búnaðarþingi – kosningar
  • Mál frá þeim nefndum sem ekki voru komin áður

15.30

  • Kaffihlé og hlé til nefndastarfa eftir þörfum

17.00

  • Lokafundur í búnaðarþingi
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...