Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, setur Búnaðarþing 2020.
Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, setur Búnaðarþing 2020.
Mynd / smh
Fréttir 2. mars 2020

Setning Búnaðarþings 2020

Höfundur: smh

Búnaðarþing 2020 var sett í hádeginu í dag í Súlnasal Hótel Sögu. Þingstörf verða svo í dag og á morgun.

Meðal helstu mála sem verða til umfjöllunar þingsins eru endurskoðun félagskerfis landbúnaðarins, jafnréttismál og ný umhverfisstefna fyrir íslenskan landbúnað.

Búnaðarþing er nú haldið annað hvert ár, á móti ársfundi Bændasamtaka Íslands, en áður var Búnaðarþing haldið á hverju ári. Núverandi fyrirkomulag hófst árið 2016, en þá var ársfundur haldinn á Akureyri.

Búnaðarþing er stefnumótandi fyrir tvö ár og þar fara fram kosningar til stjórnar og í trúnaðarmannastöður.

Setningarathöfninni var streymt í gegnum Facebook-síðu Bændasamtaka Íslands og þar má horfa og hlusta á upptöku af henni, meðal annars ræður Guðrúnar S. Tryggvadóttur, formanns Bændasamtaka Íslands, Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Haraldar Benediktssonar, alþingismanns sem flutti hátíðarræðu.

Myndir frá setningunni nú í hádeginu. Myndir / smh

 

Dagskrá Búnaðarþings 2020

MÁNUDAGUR 2. MARS

10.30

  • Fundur hefst í búnaðarþingi
  • Skýrslur formanns og framkvæmdastjóra
  • Reikningar BÍ og fjárhagsáætlun
  • Afkoma dótturfélaga

12.00

  • Setningarathöfn í Súlnasal og hádegisverður

13.30

  • Þingi framhaldið
  • Umræður um skýrslur og reikninga.
  • Almennar umræður

15.15-15.30

  • Kaffihlé

15.30

  • Umræðum framhaldið

16.30

  • Nefndastörf hefjast

ÞRIÐJUDAGUR 3. MARS

8.30

  • Nefndastörf - nefndir haga verkum eftir þörfum

10.00

  • Fundur í búnaðarþingi 
  • Mál frá nefndum

12.00

  • Hádegisverður í boði Lífeyrissjóðs bænda

13.00

  • Fundur í búnaðarþingi – kosningar
  • Mál frá þeim nefndum sem ekki voru komin áður

15.30

  • Kaffihlé og hlé til nefndastarfa eftir þörfum

17.00

  • Lokafundur í búnaðarþingi
Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f