Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, ávarpar gesti við
opnun Búnaðarþings.
Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, ávarpar gesti við opnun Búnaðarþings.
Mynd / ál
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi starfsári Bændasamtaka Íslands.

Helst ber að nefna fimm atriði sem horfa skuli sérstaklega til við gerð nýrra búvörusamninga. Þessir samningar eru gerðir milli íslenska ríkisins og Bændasamtaka Íslands. Nýir samningar eiga að taka gildi 1. janúar 2027 þegar núverandi samningar renna út.

Í fyrsta lagi vill Búnaðarþing tryggja nægt fjármagn til að efla landbúnaðarframleiðslu til samræmis við landbúnaðarstefnu. Sú stefna þarf að vera með mælanleg markmið um hversu mikið eigi að framleiða af vöru innanlands.

Tollvernd hluti starfsskilyrða

Í öðru lagi er lögð áhersla á að tollvernd sé hluti af starfsskilyrðum landbúnaðar og að efla þurfi eftirlit með innflutningi landbúnaðarvara. Jafnframt þurfi að tryggja að upprunamerking sé skýr fyrir neytendur. Í þriðja lagi vill Búnaðarþing að í nýjum búvörusamningum verði útfærðar hagkvæmar lánaleiðir til fjárfestinga og tryggðir séu fjárfestingastyrkir fyrir allar búgreinar. Enn fremur eigi að endurskoða umhverfi nýliðunar í landbúnaði.

Í fjórða lagi kallar Búnaðarþing eftir endurskoðun á tryggingamálum bænda með heildstæðum hætti, með það að markmiði að auka tryggingarvernd, fyrirsjáanleika og skilvirkni við uppgjör á tjónum í landbúnaði. Að lokum leggur Búnaðarþingið áherslu á að í búvörusamningum sé tryggð afleysingaþjónusta fyrir bændur samanber fyrirkomulag í nágrannalöndum okkar.

Vilja endurskoða heimaslátrun og -vinnslu

Búnaðarþing beindi því til stjórnar Bændasamtaka Íslands að fara fram á við atvinnuvegaráðuneytið að sett yrði af stað vinna við endurskoðun reglugerðar um slátrun í litlum sauðfjárog geitasláturhúsum með það markmið að bæta úr vanköntum og víkka reglugerðina þannig að hún nái einnig yfir slátrun stórgripa.

Í rökstuðningi kemur fram að með því að einfalda reglugerðina um lítil sláturhús á lögbýlum og veita skýrari leiðbeiningar yrði framleiðsla og sala beint frá býli auðveldari. Slíkt myndi meðal annars auka framboð og fjölbreytni á innanlandsmarkaði, veita afurðastöðvum aðhald varðandi þjónustu og verð og draga úr áhrifum undanþáguákvæða afurðastöðva frá samkeppnislögum.

Mikilvægt aðgengi að orku

Búnaðarþingið ályktaði um mikilvægi þess að auka aðgengi íslensks landbúnaðar að nægri orku á sanngjörnu verði. Forgangsröðun á orku til landbúnaðar sé hluti af fæðu- og þjóðaröryggi. Jafnframt sé áreiðanlegt flutningskerfi raforku nauðsynlegt fyrir jafnræði milli byggða og stöðugleika í landbúnaði og nauðsynlegt sé að jafna dreifikostnað milli þéttbýlis og dreifbýlis. Í rökstuðningi segir að bætt raforkuframboð dragi úr þörf á innflutningi.

Skylt efni: Búnaðarþing

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...