Mannlíf á Búnaðarþingi
Æðsta samkoma Bændasamtaka Íslands er Búnaðarþing. Í ár stóð það yfir frá fimmtudegi til föstudags 14. og 15. mars á Hótel Natura í Reykjavík. Á það mættu 63 búnaðarþingsfulltrúar úr öllum búgreinum.
Forseti Íslands og forsætisráðherra héldu erindi á setningu þingsins á fimtudeginum og voru aðrir ráðherrar og þingmenn á meðal gesta. Fyrri dagurinn fór síðan í nefndarstörf og var haldið til hátíðarkvöldverðar í lok dags. Föstudagurinn fór í afgreiðslu mála og kosningu í nýja stjórn Bændasamtakanna.