Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Níu kindur hafa fundist með hina mögulega verndandi arfgerð T137
Mynd / RML
Fréttir 8. mars 2022

Níu kindur hafa fundist með hina mögulega verndandi arfgerð T137

Höfundur: smh

Áfram finnast kindur með arfgerð sem er talin verndandi gegn riðu í sauðfé. Fyrir skemmstu fundust þrjár til viðbótar á Sveinsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu með arfgerðina T137, við þær sex sem hafa áður fundist.

Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá Rágjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), greinir frá tíðindunum á vef RML. Hann segir þar að þar með sé vitað um níu lifandi gripi með þessa arfgerð hér á landi. Sex kindur á Sveinsstöðum og þrjár á bænum Straumi í Hróarstungu.

Áhugaverð fjarskyld Sveinsstaðakind

„Tvær af þessum Sveinsstaðakindum eru náskyldar þeim kindum sem áður voru greindar þar á bæ með arfgerðina. Þriðja kindin er hins vegar fremur fjarskyld, sem er áhugavert og jafnframt mjög jákvætt að finna fleiri ættarlínur sem með T137,“ segir Eyþór.

Eftirfarandi kindur fundust nú með T137 og hér fylgja upplýsingar Eyþórs um forelda þeirra:

  • Tombóla 15-115 F: Stæltur 14-702 frá Sveinsstöðum M: 08-821 frá Sveinsstöðum
  • Trygglind 17-107 F: Skratti 16-733 frá Sveinsstöðum M: Tignarleg 14-010 frá Sveinsstöðum (Ber T137).
  • Tara 20-059 F: Kristján 18-711 frá Sveinsstöðum M: 17-107 Trygglind frá Sveinsstöðum (Ber T137)

Samhliða leitinni að T137 er einnig leitað að ARR-arfgerðinni, sem er alþjóðlega viðurkennd verndandi arfgerð. Níu kindur hafa fundist með þá arfgerð og allar í Þernunesi í Reyðarfirði.

Vonast er til að fleiri kindur finnist með þessar arfgerðir, þegar fleiri niðurstöður fara að berast úr átaksverkefni RML í arfgerðargreiningum á íslensku sauðfé sem stendur nú yfir og er það umfangsmesta í sögu sauðfjárræktar á Íslandi. 

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi
Fréttir 13. maí 2022

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi

Sandkoli og hryggleysingjar
Fréttir 13. maí 2022

Sandkoli og hryggleysingjar

Atvinnuveganefnd hefur til umfjöllunar frumvarp þar sem fjallað er um veiðistjór...

Tryggir félagslegan stuðning við bændur
Fréttir 12. maí 2022

Tryggir félagslegan stuðning við bændur

Tryggir félagslegan stuðning við bændur Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og ...

Góð grásleppuveiði en verð er of lágt
Fréttir 12. maí 2022

Góð grásleppuveiði en verð er of lágt

Veiðar á grásleppu hafa gengið þokkalega það sem af er yfir­standandi vertíð. Al...