Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Níu kindur hafa fundist með hina mögulega verndandi arfgerð T137
Mynd / RML
Fréttir 8. mars 2022

Níu kindur hafa fundist með hina mögulega verndandi arfgerð T137

Höfundur: smh

Áfram finnast kindur með arfgerð sem er talin verndandi gegn riðu í sauðfé. Fyrir skemmstu fundust þrjár til viðbótar á Sveinsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu með arfgerðina T137, við þær sex sem hafa áður fundist.

Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá Rágjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), greinir frá tíðindunum á vef RML. Hann segir þar að þar með sé vitað um níu lifandi gripi með þessa arfgerð hér á landi. Sex kindur á Sveinsstöðum og þrjár á bænum Straumi í Hróarstungu.

Áhugaverð fjarskyld Sveinsstaðakind

„Tvær af þessum Sveinsstaðakindum eru náskyldar þeim kindum sem áður voru greindar þar á bæ með arfgerðina. Þriðja kindin er hins vegar fremur fjarskyld, sem er áhugavert og jafnframt mjög jákvætt að finna fleiri ættarlínur sem með T137,“ segir Eyþór.

Eftirfarandi kindur fundust nú með T137 og hér fylgja upplýsingar Eyþórs um forelda þeirra:

  • Tombóla 15-115 F: Stæltur 14-702 frá Sveinsstöðum M: 08-821 frá Sveinsstöðum
  • Trygglind 17-107 F: Skratti 16-733 frá Sveinsstöðum M: Tignarleg 14-010 frá Sveinsstöðum (Ber T137).
  • Tara 20-059 F: Kristján 18-711 frá Sveinsstöðum M: 17-107 Trygglind frá Sveinsstöðum (Ber T137)

Samhliða leitinni að T137 er einnig leitað að ARR-arfgerðinni, sem er alþjóðlega viðurkennd verndandi arfgerð. Níu kindur hafa fundist með þá arfgerð og allar í Þernunesi í Reyðarfirði.

Vonast er til að fleiri kindur finnist með þessar arfgerðir, þegar fleiri niðurstöður fara að berast úr átaksverkefni RML í arfgerðargreiningum á íslensku sauðfé sem stendur nú yfir og er það umfangsmesta í sögu sauðfjárræktar á Íslandi. 

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...

Heildarlög um loftslagsmál
Fréttir 12. júní 2025

Heildarlög um loftslagsmál

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um loftslagsmál hefur verið birt í Samrá...

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk
Fréttir 12. júní 2025

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði samvinnufélagið Auðhumlu af kröfum einkahlutaféla...

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður
Fréttir 12. júní 2025

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður

Í nýrri skýrslu um svæðisbundinn stuðning í íslenskum landbúnaði er nokkrum mögu...