Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Níu kindur hafa fundist með hina mögulega verndandi arfgerð T137
Mynd / RML
Fréttir 8. mars 2022

Níu kindur hafa fundist með hina mögulega verndandi arfgerð T137

Höfundur: smh

Áfram finnast kindur með arfgerð sem er talin verndandi gegn riðu í sauðfé. Fyrir skemmstu fundust þrjár til viðbótar á Sveinsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu með arfgerðina T137, við þær sex sem hafa áður fundist.

Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá Rágjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), greinir frá tíðindunum á vef RML. Hann segir þar að þar með sé vitað um níu lifandi gripi með þessa arfgerð hér á landi. Sex kindur á Sveinsstöðum og þrjár á bænum Straumi í Hróarstungu.

Áhugaverð fjarskyld Sveinsstaðakind

„Tvær af þessum Sveinsstaðakindum eru náskyldar þeim kindum sem áður voru greindar þar á bæ með arfgerðina. Þriðja kindin er hins vegar fremur fjarskyld, sem er áhugavert og jafnframt mjög jákvætt að finna fleiri ættarlínur sem með T137,“ segir Eyþór.

Eftirfarandi kindur fundust nú með T137 og hér fylgja upplýsingar Eyþórs um forelda þeirra:

  • Tombóla 15-115 F: Stæltur 14-702 frá Sveinsstöðum M: 08-821 frá Sveinsstöðum
  • Trygglind 17-107 F: Skratti 16-733 frá Sveinsstöðum M: Tignarleg 14-010 frá Sveinsstöðum (Ber T137).
  • Tara 20-059 F: Kristján 18-711 frá Sveinsstöðum M: 17-107 Trygglind frá Sveinsstöðum (Ber T137)

Samhliða leitinni að T137 er einnig leitað að ARR-arfgerðinni, sem er alþjóðlega viðurkennd verndandi arfgerð. Níu kindur hafa fundist með þá arfgerð og allar í Þernunesi í Reyðarfirði.

Vonast er til að fleiri kindur finnist með þessar arfgerðir, þegar fleiri niðurstöður fara að berast úr átaksverkefni RML í arfgerðargreiningum á íslensku sauðfé sem stendur nú yfir og er það umfangsmesta í sögu sauðfjárræktar á Íslandi. 

Samstaða framleiðenda afar mikilvæg
Fréttir 9. júní 2023

Samstaða framleiðenda afar mikilvæg

Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitfjárbóndi á Háafelli í Hvítársíðu, var kjör...

Flutningur nautgripa yfir varnarlínur
Fréttir 9. júní 2023

Flutningur nautgripa yfir varnarlínur

Nokkuð hefur borið á misskilningi eftir að reglum um flutning nautgripa yfir var...

Kornræktendur fá fyrirframgreiðslu
Fréttir 9. júní 2023

Kornræktendur fá fyrirframgreiðslu

Opnað var fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur þann 1. júní sl.

Þrír handhafar landgræðsluverðlauna
Fréttir 9. júní 2023

Þrír handhafar landgræðsluverðlauna

Októ Einarsson, Skógræktarfélag Kópavogs og ferðaþjónustufyrirtækið Midgard eru ...

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi
Fréttir 8. júní 2023

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi

Fjárveitingar til viðhalds á tveimur varnarlínum sauðfjársjúkdóma milli Miðfjarð...

Nýr lausapenni
Fréttir 8. júní 2023

Nýr lausapenni

Umfangsmeira Bændablað kallar á mannafla og er Þórdís Anna Gylfadóttir nýr liðsf...

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts
Fréttir 8. júní 2023

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts

Samdráttur í nautakjötsframleiðslu nú er afleiðing lægra afurðaverðs árið 2021 a...

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá
Fréttir 8. júní 2023

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá

Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind...