Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Ályktað um afkomuvanda bænda
Fréttir 20. nóvember 2023

Ályktað um afkomuvanda bænda

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Aukabúnaðarþing var haldið með fjarfundarfyrirkomulagi á þriðjudaginn. Á dagskrá voru fáein mál; meðal annars var samþykkt ályktun um afkomu­vanda bænda, þar sem áhyggjum er lýst af horfum í fæðuframleiðslu þjóðarinnar.

Þá var tillaga frá stjórn Bænda­samtaka Íslands samþykkt, um að vísa tillögu um sameiningu Búgreina­ og Búnaðarþinga frá síðasta Búnaðarþingi til umræðu á Búgreinaþingi í febrúar á næsta ári. Í greinargerð með tillögunni segir að búgreinadeildir telji sig þurfa að eiga nánara samtal við sína félagsmenn um málið áður en slík breyting geti tekið gildi.

Í ályktuninni um afkomuvandann segir: „Við verðum að tryggja sjálfsaflahlutfall í fæðuframleiðslu íslensku þjóðarinnar. Fæðuöryggi Íslands verður ekki uppfyllt með öðru en framleiðslu hér á landi án tillits til staðsetningar. Án bænda er fæðusjálfstæði þjóðar teflt í tvísýnu.“

Komi tafarlaust til móts við bráðavanda

Hún er sett fram í þremur liðum. Í fyrsta lagi er kallað eftir því að stjórnvöld komi tafarlaust til móts við bráðavanda í íslenskum landbúnaði þannig að tryggja megi afkomu og starfsskilyrði atvinnugreinarinnar. Þá er lögð áhersla á brýna þörf þess að stjórnvöld setjist að samningaborðinu þar sem staða búvörusamninga er metin og næstu skref ákveðin. Ítrekað hafi verið bent á að samkvæmt búvörulögum skuli ávallt tryggja nægilegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu, og að kjör þeirra sem landbúnað stunda skuli vera í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta. Hvorugt sé uppfyllt í dag.

Verklag og regluverk tolla verði yfirfarið

Loks áréttar aukabúnaðarþing mikil­ vægi þess að verklag og regluverk um tolla á Íslandi verði yfirfarið með tilliti til bæði eftirlits og gjalda. Staðfest sé að eftirlit með innfluttum landbúnaðarvörum sé verulega ábótavant, sér í lagi varðandi magn­tolla samkvæmt tollskrá.

Þá lýsti Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, því yfir í lok þinghaldsins að hann hygðist gefa kost á sér til endurkjörs á Búnaðarþingi sem haldið verður á næsta ári.

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni
Fréttir 5. nóvember 2024

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni

Matís tekur þátt í Evrópuverkefni um skráningu örvera í matvælum og framleiðsluu...

Melrakki rannsakaður í krók og kring
Fréttir 4. nóvember 2024

Melrakki rannsakaður í krók og kring

Nú stendur yfir rannsókn á stofngerð íslensku tófunnar og stöðu hennar á þremur ...

Samvinna fremur en samkeppni
Fréttir 4. nóvember 2024

Samvinna fremur en samkeppni

Rétt neðan við afleggjara Landeyjahafnarvegar stendur reisulegt hús með gömlu ís...

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs
Fréttir 1. nóvember 2024

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg. Markmið henn...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 1. nóvember 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Verður forstjóri til áramóta
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hrin...

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...