Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ályktað um afkomuvanda bænda
Fréttir 20. nóvember 2023

Ályktað um afkomuvanda bænda

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Aukabúnaðarþing var haldið með fjarfundarfyrirkomulagi á þriðjudaginn. Á dagskrá voru fáein mál; meðal annars var samþykkt ályktun um afkomu­vanda bænda, þar sem áhyggjum er lýst af horfum í fæðuframleiðslu þjóðarinnar.

Þá var tillaga frá stjórn Bænda­samtaka Íslands samþykkt, um að vísa tillögu um sameiningu Búgreina­ og Búnaðarþinga frá síðasta Búnaðarþingi til umræðu á Búgreinaþingi í febrúar á næsta ári. Í greinargerð með tillögunni segir að búgreinadeildir telji sig þurfa að eiga nánara samtal við sína félagsmenn um málið áður en slík breyting geti tekið gildi.

Í ályktuninni um afkomuvandann segir: „Við verðum að tryggja sjálfsaflahlutfall í fæðuframleiðslu íslensku þjóðarinnar. Fæðuöryggi Íslands verður ekki uppfyllt með öðru en framleiðslu hér á landi án tillits til staðsetningar. Án bænda er fæðusjálfstæði þjóðar teflt í tvísýnu.“

Komi tafarlaust til móts við bráðavanda

Hún er sett fram í þremur liðum. Í fyrsta lagi er kallað eftir því að stjórnvöld komi tafarlaust til móts við bráðavanda í íslenskum landbúnaði þannig að tryggja megi afkomu og starfsskilyrði atvinnugreinarinnar. Þá er lögð áhersla á brýna þörf þess að stjórnvöld setjist að samningaborðinu þar sem staða búvörusamninga er metin og næstu skref ákveðin. Ítrekað hafi verið bent á að samkvæmt búvörulögum skuli ávallt tryggja nægilegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu, og að kjör þeirra sem landbúnað stunda skuli vera í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta. Hvorugt sé uppfyllt í dag.

Verklag og regluverk tolla verði yfirfarið

Loks áréttar aukabúnaðarþing mikil­ vægi þess að verklag og regluverk um tolla á Íslandi verði yfirfarið með tilliti til bæði eftirlits og gjalda. Staðfest sé að eftirlit með innfluttum landbúnaðarvörum sé verulega ábótavant, sér í lagi varðandi magn­tolla samkvæmt tollskrá.

Þá lýsti Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, því yfir í lok þinghaldsins að hann hygðist gefa kost á sér til endurkjörs á Búnaðarþingi sem haldið verður á næsta ári.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...