Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frá kokkakeppninni á Food and Fun í fyrra.
Frá kokkakeppninni á Food and Fun í fyrra.
Mynd / smh
Fréttir 27. febrúar 2015

Food and Fun, Matarmarkaður og Búnaðarþing

Höfundur: smh
Matarhátíðin Food and Fun 2015 hófst á miðvikudag síðastliðinn. Hátíðin er nú haldin í 14. sinn og taka 20 veitingahús þátt að þessu sinni sem er met.
 
Þátttakendalisti erlendu gestamatreiðslumannanna er nú sem áður stjörnum prýddur, en þeir hafa hver um sig sett saman einn matseðil með alíslensku hráefni fyrir sinn veitingastað sem gildir alla dagana frá 25. febrúar til 1. mars. Verður sama verð á matseðlum allra staðanna, eða 8.500 krónur. Sjá frekar um veitingastaðina sem taka þátt á vefnum foodandfun.is.
 
Líkt og í fyrra verður matreiðslukeppni gestaþátttakenda hápunktur hátíðarinnar, en hún fer fram í Hörpu þann 1. mars. Þá keppa matreiðslumeistararnir erlendu í matreiðslu á þriggja rétta máltíð sem hefur verð sett saman eingöngu úr íslensku hráefni. Dagana fram að lokakeppninni verður dómnefnd að störfum og velur bestu matreiðslumennina til að keppa í Hörpu.
 
Fjölþætt matvælahátíð
 
Á meðan Food and fun-hátíðin stendur yfir munu ýmsir dagskrárliðir verða í gangi samhliða undir verkefni sem hefur fengið heitið Matvælalandið Ísland. Um er að ræða samstarfsverkefni Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Landssambands smábátaeigenda, Faxaflóahafna og HB Granda. 
 
Eins og í fyrra opnar Matar­markaður Búrsins laugardaginn 28. febrúar klukkan 11 í Hörpu og er opinn til klukkan 17. Þar munu nálægt 50 smáframleiðendur víðs vegar af landinu kynna og selja afurðir sínar. Meðal nýjunga á markaðnum má nefna kálfakjöt frá Hundastapa, lífrænt vottuðu bændurnir í Engi koma í fyrsta sinn með grænmeti, afurðir frá sláturhúsinu í Seglbúðum, korngrís frá Laxárdal og grafið hrossafillé og tvíreykt hangikjöt frá Hrólfsstaðahelli.
 
Efnt verði til skoðunarferðar með ráðherrum ásamt fulltrúum Matvælalandsins Íslands og fjölmiðlafólki um sýningarsvæðið, en að sögn Baldvins Jónssonar, eins af skipuleggjendum hátíðarinnar, er gert ráð fyrir að um 25.000 manns heimsæki hátíðina þennan dag, sem er sá fjöldi sem kom á síðasta ári. Ferðin hefst með heimsókn í Norðurljósasal þar sem þeir 20 veitingastaðir sem tóku þátt í Food and Fun gefa að smakka af ljúffengum íslenskum réttum. Á sama stað fer fram keppnin um nafnbótina Food and Fun Chef of the Year 2015.
 
Sami opnunartími er á Matar­markaði Búrsins á sunnudeginum en þá fer líka fram setningarathöfn Búnaðarþings í Silfurbergi og hefst klukkan 12.30. Vélasalar verða með kynningu á tækjum sínum og tólum um þessa helgi, auk annarra fyrirtækja í landbúnaði sem kynna starfsemi sína. Þá verður Grillvagn sauðfjárbænda rjúkandi heitur fyrir utan Hörpuna þar sem meðlimir í Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna grilla gómsætt lambakjöt ofan í gesti og gangandi. Á sunnudeginum fer líka fram úrslitakeppnin um nafnbótina Matreiðslumaður Íslands.
Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu
Fréttir 9. desember 2022

Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggur til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á b...

Jólaskógarnir opnir á aðventunni
Fréttir 9. desember 2022

Jólaskógarnir opnir á aðventunni

Á aðventunni opna jólaskógar skógræktarfélaganna í landinu fyrir þeim sem vilja ...

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Fréttir 8. desember 2022

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri

Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum
Fréttir 8. desember 2022

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum

Matvælastofnun hefur lagt stjórn­valdssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljón kró...

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þ...

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti
Fréttir 7. desember 2022

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt se...

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...