Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, flytur setningarræðuna.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, flytur setningarræðuna.
Mynd / smh
Fréttir 22. mars 2021

Búnaðarþing 2021 formlega sett

Höfundur: smh

Búnaðarþing 2021 hefur formlega verið sett í Súlnasal Hótel Sögu og hafa fulltrúar á þinginu tekið til starfa.

Í dag verða skýrslur úr starfsemi Bændasamtaka Íslands (BÍ) og tengdra félaga kynntar og nefndarstörf hefjast.

Á morgun verður nefndarstörfum haldið áfram og síðan mál þingsins tekin til afgreiðslu, en að þessu sinni eru þau mun færri en venjulega enda liggur stór tillaga fyrir þinginu um róttæka breytingu á félagskerfi bænda – sem felst meðal annars í sameiningu Bændasamtaka Íslands og búgreinafélaganna.

Fundur á Búnaðarþingi hófst klukkan 13:30 en gert er ráð fyrir að að fundarlok verði eftir klukkan 15, á morgun þriðjudag.

Streymt var beint frá setningarathöfn þingsins og má horfa á hana í gegnum Facebook-síðu Bændasamtaka Íslands.

Myndir frá athöfninni má nálgast í Myndasöfnunum hér á bbl.is:

Setningarathöfn Búnaðarþings 2021

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri BÍ, stýrði athöfninni sem hófst formlega á setningarræðu Gunnars Þorgeirssonar formannsins BÍ og svo fluttu forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og loks forseti Íslands ávörp.

Tónlistaratriði voru á milli ávarpa.

Rekkvartettinn flutti nokkur lög

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...