Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, flytur setningarræðuna.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, flytur setningarræðuna.
Mynd / smh
Fréttir 22. mars 2021

Búnaðarþing 2021 formlega sett

Höfundur: smh

Búnaðarþing 2021 hefur formlega verið sett í Súlnasal Hótel Sögu og hafa fulltrúar á þinginu tekið til starfa.

Í dag verða skýrslur úr starfsemi Bændasamtaka Íslands (BÍ) og tengdra félaga kynntar og nefndarstörf hefjast.

Á morgun verður nefndarstörfum haldið áfram og síðan mál þingsins tekin til afgreiðslu, en að þessu sinni eru þau mun færri en venjulega enda liggur stór tillaga fyrir þinginu um róttæka breytingu á félagskerfi bænda – sem felst meðal annars í sameiningu Bændasamtaka Íslands og búgreinafélaganna.

Fundur á Búnaðarþingi hófst klukkan 13:30 en gert er ráð fyrir að að fundarlok verði eftir klukkan 15, á morgun þriðjudag.

Streymt var beint frá setningarathöfn þingsins og má horfa á hana í gegnum Facebook-síðu Bændasamtaka Íslands.

Myndir frá athöfninni má nálgast í Myndasöfnunum hér á bbl.is:

Setningarathöfn Búnaðarþings 2021

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri BÍ, stýrði athöfninni sem hófst formlega á setningarræðu Gunnars Þorgeirssonar formannsins BÍ og svo fluttu forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og loks forseti Íslands ávörp.

Tónlistaratriði voru á milli ávarpa.

Rekkvartettinn flutti nokkur lög

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...