Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Svandís Svavarsdóttir ávarpaði Búnaðarþing.
Svandís Svavarsdóttir ávarpaði Búnaðarþing.
Mynd / Helga Dögg
Fréttir 5. apríl 2023

Krafturinn og frumkvæðið þarf að koma frá bændum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Búnaðarþing var haldið dagana 30. og 31. mars síðastliðinn. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ávarpaði þingið við setningu þess. Hún sagði fyrsta starfsár matvælaráðuneytisins hafa styrkt hana í þeirri trú að framtíðin væri björt fyrir íslenskan landbúnað, þrátt fyrir áskoranir í matvælakeðjunni.

„Tækifærin munu hins vegar ekki raungerast af sjálfu sér, það þarf skýra sýn og markviss skref,“ sagði hún en að því hefur verið unnið síðan matvælaráðuneytið var sett á fót.

„Það skiptir miklu máli þegar annars vegar er lykilatvinnugrein, eins og sú sem hér er undir, að framtíðarsýnin sé skýrari svo fyrirsjáanleikinn sé meiri. Við finnum ýmis markmið á víð og dreif í lögum, ýmsar reglur um landbúnað, alls konar markmiðsákvæði í búvörusamningum en þessa heildstæðu sýn höfum við ekki haft hingað til,“ sagði Svandís og vísaði þar með til landbúnaðarstefnu sem nýlega var dreift á Alþingi sem á að taka saman markmiðin á einn stað.

Unnið hefur verið að því að skapa skilyrði fyrir aukinni kornrækt á Íslandi, sagði Svandís. „Enda er það forsenda fyrir auknu fæðuöryggi þjóðarinnar.“ Vegna þessa hefur ríkisstjórnin kynnt fjármálaáætlun þar sem framlög til landbúnaðar verða aukin um tvo milljarða króna á fjórum árum til þess að hrinda í framkvæmd aðgerðaáætlun um aukna kornrækt. Hún sagði að byltingarkennd tækni í kynbótum yrði nýtt til að hraða erfðaframförum og myndi Landbúnaðarháskólinn, í samstarfi við erlenda sérfræðinga, aðlaga bygg og hveiti að íslenskum aðstæðum hraðar en hefur verið mögulegt hingað til.

„Forsendan fyrir því að við getum í sameiningu skapað bætt skilyrði fyrir landbúnaðinn er frumkvæði bænda til framfara. Krafturinn og frumkvæðið þarf að koma frá bændum. Þetta á við í öllum búgreinum, og sérstaklega um þau ykkar sem hyggja á að taka þátt í að byggja upp kornsamlög, en að mörgu þarf að hyggja á næstu mánuðum til þess að vera reiðubúin til að sækja um styrki fyrir kornþurrkstöðvar á næsta ári og árum. Það getur enginn gert það nema þið.“

Lagði áherslu á upprunamerkingar

Ráðherra sagðist ekki sjá fyrir sér neinar kúvendingar á búvörusamningum við þá endurskoðun sem er nú fyrir dyrum. Hún sagði mikilvægt að stuðningkerfin hvettu til fjárfestinga, frekar en að binda fjármagn. Með því væri stuðlað að því að við gerðum hlutina betur. Hún sagðist vilja horfa til einföldunar á kerfinu með gagnsæi og skýrleika í búvörusamningum.

Svandís kom inn á stór tíðindi í baráttunni gegn riðu í sauðfjárrækt, en síðasta vetur fundust erfðavísar sem veita vernd gegn þessum vágesti. Þar með séu komin fyrirheit um lokasigur gegn riðunni. Lambakjötið fékk nýlega upprunavottun frá Evrópusambandinu. „Þannig skipar dilkakjötið okkar sér í hóp með Búrgundarvínum, parmaskinkum og ótal fleiri landbúnaðarvörum í hæsta gæðaflokki.“ Ráðherra sagði mikilvægt að afurðafyrirtæki veittu nákvæmar upplýsingar um uppruna afurða, til þess að neytendur gætu tekið upplýstar ákvarðanir.

Hún sagði þörf á að setja meiri kraft í upprunamerkinguna „Íslenskt staðfest“ til þess að vernda orðspor innlendra matvæla.

Kúabændur innleiddu erfðamengisúrval í mjólkurkúm á síðasta ári og sagði Svandís markviss skref hafa verið tekin með því til að auka samkeppnishæfni kúabænda, á sama tíma og hægt væri að standa vörð um erfðaauðlindir innlendra búfjárstofna.

Verkefnin voru að stórum hluta fjármögnuð af kúabændum sjálfum, sem ráðherra sagði vera til marks um þann kraft og framsýni sem býr í greininni.

Skylt efni: Búnaðarþing

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...