Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Hér erum við
Mynd / smh
Skoðun 7. apríl 2022

Hér erum við

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands - gunnar@bondi.is

Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands var sett á Hótel Natura sl. fimmtudag, undir yfirskriftinni Framsýnn land­búnaður sem endurspeglar þá vegferð Bændasamtakanna og atvinnugreinarinnar um framtíð landbúnaðarins með fyrsta Búnaðarþingi sameinaðra samtaka allra búgreina í landbúnaði.

Í fyrsta sinn í nærri 60 ára sögu Bændasamtakanna og forvera þess, var Búnaðarþing ekki haldið í Bændahöllinni. Sú staða kom þó ekki í veg fyrir gott og málefnalegt þing, enda var af nægum verkefnum að taka.

Grundvöllur byggðar um landið

Íslenskur landbúnaður er grundvöllur byggðar um landið og fjölbreyttra atvinnutækifæra. Atvinnustarfsemin og búseta í sveitum kallar á að við séum samstíga og framsýn. Bændur, líkt og aðrir þegnar þessa lands, vilja góðar samgöngur, fjarskipti, öruggt flutningskerfi raforku. Bændur vilja jafnframt vera samstíga inn í framtíðina í umhverfis- og loftslagsmálum, og um menntun, rannsóknir og starfsskilyrði atvinnugreinarinnar. Því voru það ákveðin tímamót að í fyrsta sinn var á þinginu mótuð heildarstefnumörkun fyrir samtökin sem mun gera stjórnvöldum kleift að hafa til hliðsjónar í sínum störfum og verkefnum. Stefnumörkunin verður afgreidd formlega á stjórnarfundi nýrrar stjórnar þann 19. apríl næstkomandi og verður í kjölfarið sett á heimasíðu samtakanna.

Efst á baugi á þinginu og sem var einnig til umræðu var fjármögnun sam­takanna til frambúðar en það var ljóst að búnaðar­þingsfulltrúar voru metnaðarfullir gagnvart sínum samtökum. Þannig var samþykkt ályktun um svokallaða aðra stoð samtakanna, þ.e. að skapa formlegan samstarfsvettvang BÍ og fyrirtækja í landbúnaði með það að markmiði að sameinast um sameiginleg verkefni, s.s. hagtölusöfnun fyrir landbún­aðinn og önnur verkefni sem varða starfsskilyrði atvinnugreinarinnar.

Þá voru einnig miklar og góðar um­ræður um fæðuöryggi í kjölfar erinda frá ráðamönnum þjóðarinnar en þingið var afar vel sótt en um 130 manns mættu. Þá var ánægjulegt að sjá hversu margir þingmenn gáfu sér tíma til þess að mæta á þingsetningu og sérstaklega ánægjulegt var að sjá ný andlit úr stjórnkerfinu, m.a. fulltrúa þjóðaröryggisráðs Íslands. En Búnaðarþing samþykkti að beina því til stjórnar að beita sér fyrir því að í umræðu um fæðuöryggi yrði tekið til skoðunar að auka kornbirgðir í landinu og stuðla að aukinni innlendri kornrækt. Markmiðið með tillögunni væri að tryggja nægan aðgang að korni í landinu og að horft yrði til þess að styrkja innviði kornræktar á landinu með þau meginmarkmið að efla framleiðslugetu og framleiðsluvilja bænda. 

Fræðslufundur í aðdraganda þings

Á Búnaðarþingi hefur það verið leitt hversu lítið svigrúm og tími er fyrir fræðsluerindi um rannsóknir. Því var það afskaplega ánægjulegt að sjá að á örskömmum tíma sammæltust Matís, BÍ, RML og Landbúnaðarháskólinn um að halda stefnumót um verðmætaaukningu og nýsköpun í landbúnaði og var fundurinn afskaplega vel sóttur en hátt í sextíu manns sóttu fundinn á Hótel Natura sem haldinn var í aðdraganda Búnaðarþings og um tuttugu manns fylgdust með á streymi á Facebook-síðu Bændasamtakanna. Erindin voru afar áhugaverð og enn áhugaverðari voru samræðurnar sem fundarmenn áttu um úrgang og nýtingu aukaafurða, kornrækt og repjurækt, lífrænan úrgang, grasprótein og tækifærin í biodísel. Núna mun hópurinn sem stóð að stefnumótinu hittast og vinna úr niðurstöðum, en það er mikill draumur hjá mér að þessi sömu aðilar geti staðið að stærri viðburði – árlegri ráðstefnu um landbúnaðarmál, þróun og tækifærin til framtíðar.

Fyrirsjáanleiki er lykillinn

Hér á landi þurfa starfsskilyrði landbúnaðar að vera sambærileg og í nágrannalöndunum. Því þarf að auka svigrúm innlendra framleiðenda landbúnaðarvara innan þess ramma sem EES-aðildin heimilar.

Staðan núna er sú að það þýðir ekki að tala um framleiðsluöryggi ef framleiðsluviljinn er ekki til staðar. Öllum skal tryggð lágmarkslaun í landinu en það fer ekki saman hljóð og mynd ef fólk í búskap og matvælaframleiðslu ná ekki endum saman við þá starfsemi sem það þarf að sinna og við þær kröfur sem stjórnvöld setja á greinina.

Stjórnvöld verða því að tryggja fyrir­sjáanleika og skapa landbúnaðinum sanngjörn og eðlileg starfsskilyrði. Á sveitar­stjórnarstiginu þurfa sveitarfélög að tryggja að besta ræktunarlandið sé nýtt til ræktunar eða framleiðslu matvæla, en eins og horfur blasa við þá viljum við sjá raunverulegar lausnir núna. Við neitum að barma okkur heldur ætlum við að starfa í samstarfi við stjórnvöld um að leita lausna. – Hér erum við – áfram íslenskur landbúnaður!

Orkukreppan hófst strax á árinu 2019
Skoðun 16. janúar 2023

Orkukreppan hófst strax á árinu 2019

Árið 2022 var sögulegt, eftir tveggja ára baráttu við Covid-19 sjúkdóminn, sem e...

Biðin er ótæk
Skoðun 1. desember 2022

Biðin er ótæk

Nú liggur fyrir að þróun áburðarverðs á heimsmarkaðsverði hefur verið heldur á u...

Orkustefna ESB innleidd á Íslandi
Skoðun 24. nóvember 2022

Orkustefna ESB innleidd á Íslandi

Við undirritun EES-samningsins 1992 byggði samstarf ESB á ákveðnum sáttmálum.

Forvarnir og viðbrögð vegna gróðurelda
Skoðun 21. júní 2022

Forvarnir og viðbrögð vegna gróðurelda

Mikið er rætt um breytt veðurfar um þessar mundir og eru allar líkur á því að...

Traust og „chill“
Skoðun 20. júní 2022

Traust og „chill“

Það hlýtur að heyra til undantekninga að landbúnaðarmiðaður prentmiðill sé sa...

Grafalvarleg staða kjötframleiðslu
Skoðun 9. júní 2022

Grafalvarleg staða kjötframleiðslu

Margt fellur með íslenskri kjötframleiðslu, landgæði, vatn, skilningur neytend...

Tækifæri og áskoranir í virðiskeðju íslenska eldislaxins
Skoðun 1. júní 2022

Tækifæri og áskoranir í virðiskeðju íslenska eldislaxins

Síðastliðinn áratug hafa áskoranir laxeldisgreinarinnar á Íslandi breyst að því ...

Nagandi afkomuótti
Skoðun 23. maí 2022

Nagandi afkomuótti

Öllum sem fylgjast með ástandi heimsmála og samfélagsins hlýtur að vera ljóst að...