mánudagur, 19. apríl 2021 kl. 00:00

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda

Aðalfundur LS verður haldinn dagana 19.-20. apríl. Stefnt er að því að fundurinn verði staðarfundur, en ef takmarkanir vegna kórónuveirunnar verða enn í gildi verður fundurinn haldinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Fyrirhugað var að halda fundinn dagana 29-30. mars en ákveðið var að fresta fundi um þrjár vikur og vonast eftir því að búið verði að rýmka á samkomutakmörkunum þegar kemur að fundinum. Upplýsingar um fundinn verða aðgengilegar á vefsíðu LS, www.saudfe.is