Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Það er auðvelt að grilla lax
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 23. júní 2020

Það er auðvelt að grilla lax

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Það er hægur leikur að grilla lax, svo framarlega sem fylgt er nokkrum einföldum skrefum.  
 
Grillið heilt flak eða bita af laxi á roðinu. Gott að bæta kryddi, gljáa eða sósu eins og hver vill.
 
Grillaður lax
Hráefni
  • 1 stk. laxaflak, með roði
  • 2 msk. olía
  • 1/2 tsk. fínt sjávarsalt
  • 1/4 tsk. nýmalaður svartur pipar
  • 4 sítrónubátar
 
Aðferð
Verið viss um að grillið sé hreint.
 
Nuddið grillgrindina með þunnu lagi af olíu, hálf matskeið ætti að vera nóg. Hitið grillið, annaðhvort með kolum, eða á gasgrilli að miðlungs hita. Heitt grill kemur í veg fyrir að fiskurinn festist of mikið við grindina meðan hann grillast.
 
Penslið grillgrindina aftur með annarri hálfri matskeið af olíu.
 
Penslið laxinn með rest af olíunni og stráið salti og pipar yfir.
 
Penslið laxaflökin eða bitana með kryddi að eigin vali, til dæmis dilli, BBQ-sósu eða sesamolíu.
 
Setjið laxinn með roðhliðina niður á grillið og lokið. Eldið ótruflað þar til laxinn byrjar að losa sig frá fitunni (á roðinu) eða þar til hann er nær eldaður í gegn. Margir vilja hafa laxinn bleikan í miðju eins og graflax (sem er alltaf borðaður hrár eða sushi sem er líka hrátt) en aðrir ekki, þetta tekur um það bil 5 til 10 mínútur fyrir flest flök eða bita. Leyfið fisknum að grillast í 5 til 10 mínútur í viðbót fyrir þykkt flak. Notið spaða til að fjarlægja fiskinn af grillinu.
 
Berið fram grillaðan lax strax. Bjóddu upp á sítrónubát svo fólk geti kreist yfir laxinn sinn ferskan sítrónusafa eða berið fram með skreytingu að eigin vali (ferskar kryddjurtir eru flott og bragðgott skraut).
Ef laxinn er ekki með neitt roð, getið þið notað álfilmu sem er nokkrum sentimetrum stærri en laxastykkið sem á að elda. Smyrjið hana samt sem áður með fitu. Eldið laxinn á álfilmunni á grillinu, þarf ekki að snúa, bara loka svo hitinn komist rólega í gegnum bitann!
 
Ef þið eruð með heilan lax er frábært að heilgrilla hann, fylltan með jurtum og sítrónum, penslaður með olíu – en þarf að vefja í álpappír svo hann festist ekki við.
 
 
Sítrónu- og jurtakjúklingur á pönnu eða grilli
 
Það er aðeins eitt sem ég þoli verr en þurran kjúkling; þurran og bragðlausan kjúkling. 
Auðveld sítrónumarinering mun koma í veg fyrir slíkt, því sýran tryggir að kjúklingurinn verður góður og safaríkur.
 
Berið fram með kartöflumús eða ristuðum kartöflum – eða salati með ristuðum tómötum.
 
Hráefni
  • 2 msk. af ferskum sítrónusafa 
  • – um ½ stór sítróna
  • 2 tsk. hakkað ferskt eða 1 tsk þurrkað timjan
  • 1 tsk. þurrkað oregano
  • 2 msk. Dijon sinnep
  • 2 tsk. hvítlauksduft
  • ¼ bolli ólífuolía
  • ½ teskeið af salti og svörtum pipar
  • 4-6 beinlausar kjúklingabringur eða lundir sem eru fljóteldaðar
Setjið sítrónusafa, kryddjurtir, sinnep, krydd og olíu í stóran, lokanlegan plastpoka. Lokaðu pokanum, hristu síðan og hrærðu til að blanda öllu saman. Látið þetta marinerast klukkustund, eða yfir nótt.
 
Setjið pönnu með ólífuolíu yfir miðlungs háan hita. Þegar pannan er heit, látið eitthvað af umfram marineringunni úr kjúklingnum á pönnuna. Eldið í u.þ.b. 2–3 mínútur á hvorri hlið, eða þar til þær eru orðnar fallega brúnaðar og eldaðar í gegn.
 
Lækkið hitann í miðlungshita ef kjúklingurinn brúnast of hratt. Setjið lok á pönnuna meðan á eldun stendur til að halda kjúklingnum rökum. Látið þær hvíla í nokkrar mínútur.
 
Njótið!
 
Á grilli er best að nota álpappír til að hella safanum í fyrir gljáann á kjúklinginn. 
 
Ef kjúklingalundir finnast ekki getið þið notað þessa marineringu fyrir kjúklingabringur, kjúklingalæri – og jafnvel svínakjöt!
 
Piparosta-grísapasta
Matarkrókurinn 21. ágúst 2024

Piparosta-grísapasta

Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grill...

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja
Matarkrókurinn 29. júlí 2024

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja

Hásumar á Íslandinu fagra, á góðum degi, sólin skín jafnvel, kannski er ekki háv...

Stórkarlasteik
Matarkrókurinn 5. júlí 2024

Stórkarlasteik

Nú fara jafnvel eldavélafælnustu karlpungar landsins að taka sér stöðu við grill...

Reykt svín og remúlaði
Matarkrókurinn 6. júní 2024

Reykt svín og remúlaði

Munurinn á heitreyktum og kaldreyktum mat er heilmikill.

Eitthvað ofan á brauð
Matarkrókurinn 10. maí 2024

Eitthvað ofan á brauð

Ef smjör er ekki eitt af sjö undrum veraldar þá hlýtur það að vera númer átta. N...

Hryggur um páskana
Matarkrókurinn 26. mars 2024

Hryggur um páskana

Það er nánast samofið páskunum að borða lambakjöt af einhverju tagi. Læri, hrygg...

Rasmus og Sven gera bollur
Matarkrókurinn 18. mars 2024

Rasmus og Sven gera bollur

Hakkréttir eru fín leið til að metta marga og vinsæll valkostur á heimilum lands...

Tvistað við ofurstann
Matarkrókurinn 4. mars 2024

Tvistað við ofurstann

Djúpsteiktur kjúklingur, sem flestir þekkja í gegnum ofursta nokkurn frá Kentuck...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Bændur selja Búsæld
13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun