Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Höfundur: Margrét Jónsdóttir

Ein stærð, fullorðins

Efni:

100 g tvíband úr lambsull spunnið í Uppspuna fyrir Þingborg. Eins má nota 100 g Dóru-band (Þingborgarband), sem er tvíband úr lambsull. Það fæst einnig jurtalitað. Einnig má blanda saman 100 g einföldum lopa og 25 g Lovestory einbandi frá Helene Magnusson.

Allt þetta band og lopinn fæst í Ullarversluninni Þingborg. Svo má nota hvaða band sem er, sem passer við þá prjónfestu sem gefin er upp.

Prjónastærð:

Hringprjónar 3.5mm og 4 mm, 40 eða 50 sm langir
Sokkaprjónar 4 mm

Prjónfesta:

21 lykkja og 27 umferðir = 10 sm

Húfan:

Fitjið upp 112 lykkjur á minni hring- prjóninn. Prjónið stroff, 1 slétta lykkju og eina brugðna 8-10 umferðir.

Eins er hægt að hafa aðra gerð af stroffi: Prjónið 2 lykkjur brugðnar og 2 lykkjur sléttar 14 umferðir. Prjónið eina umferð með sléttu prjóni og síðan 14 umferðir í viðbót stroff. Slétta umferðin er fyrir uppábrotið á stroffinu.

Skiptið yfir á stærri prjóninn. Prjónið nú eftir mynsturblaði. Mynstrið endurtekur sig sjö sinnum. 

Úrtaka:

Takið úr samkvæmt mynsturblaði og notið sokkaprjónana þegar lykkjum hefur fækkað það mikið að ekki er lengur hægt að nota hringprjóninn. Þegar prjóninu er lokið slítið frá og skiljið eftir 40 sm langan spotta.

Notið stóra saumnál og þræðið bandið í gegnum innri kaðallykkjurnar (sjá mynd), geymið hinar lykkjurnar á prjónunum á meðan. Þræðið síðan í gegnum ytri lykkjurnar, herðið aðeins og gangið svo vel frá endanum að innanverðu.

Með þessari aðferð við frágang verður falleg stjarna í toppnum á húfunni.

Gangið frá hinum endanum. Þvoið húfuna í volgu vatni með mildri sápu, skolið og kreistið vatnið úr og leggið til þerris.

Skylt efni: húfa

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.

Grifflur fyrir frjálsa fingur
Hannyrðahornið 11. júní 2024

Grifflur fyrir frjálsa fingur

Stærðir: S M L Efni: 60 gr tvöfaldur lopi frá Þingborg eða Ístex. Sokkaprjónar 3...

Billy Jean
Hannyrðahornið 28. maí 2024

Billy Jean

Prjónaður toppur úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað í hring í stroffprjóni, neða...

Önnu-peysa
Hannyrðahornið 15. maí 2024

Önnu-peysa

Stærðir: S M L XL Yfirvídd: 94 100 111 12

Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is...