Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir frá Grímsstöðum í Reykholtsdal með sitt Grímsstaðaket, en þau eru með eigið sláturhús og kjötvinnslu heima.
Karólína í Hvammshlíð í Skagabyggð kom með ostaframleiðslu sína, en hún framleiðir úr kúamjólk og notar krydd og villtar jurtir í ostagerðina.
Konfekt og handverksís úr sauðamjólk úr smiðju Sauðagulls. Ann-Marie Schlutz á Egilsstöðum í Fljótsdal kynnir hér vörur sínar.
Merete Rabølle á Hrauni á Skaga var með ýmsar kjötvörur úr eigin framleiðslu.
Rúnalist er vörumerki Sigrúnar Helgu Indriðadóttur, handverkskonu og bónda á Stórhóli í Skagafirði.
Vörulína Jóhönnu B. Þorvaldsdóttur, geitabónda á Háafelli í Hvítársíðu, er myndarleg; geitapylsur, geitaostar, sápur, sultur og síróp svo dæmis séu tekin.
Guðrún Sigurjónsdóttir, sauðfjárbóndi á Glitstöðum í Norðurárdal, er hér með gærur sem eru seldar undir merkjum Brákareyjar en vinnsla á þeim fer fram hjá Sláturhúsi Vesturlands, þar sem einnig er handverksframleiðsla á kjöti.