Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jón Kr. Ólafsson hvetur fólk eindregið til þess að sækja tónlistarsafnið heim á komandi vori og sumri enda ekki víst hve lengi það stendur til viðbótar.
Jón Kr. Ólafsson hvetur fólk eindregið til þess að sækja tónlistarsafnið heim á komandi vori og sumri enda ekki víst hve lengi það stendur til viðbótar.
Mynd / Einkaeign
Menning 5. apríl 2024

Melódíur minninganna

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Safnið er staðsett á Reynimel, heimili Jóns á Bíldudal, og þar má finna margar gersemar tónlistarsögunnar. Árið 1962 gekk hann til liðs við hljómsveitina Facon og söng m.a. hið vinsæla lag „Ég er frjáls“ sem allir kannast við.

Fagurkerinn Jón hefur næmt auga fyrir tónlistinni svo og listum, auk þess að vera mikill ferðalangur. Hér er hann í óperuhúsinu Scala á Ítalíu.

Í framhaldinu stóð Jón á sviði Hótels Borgar og á Hótel Sögu ásamt tónlistarfólki á borð við Ragnar Bjarnason og Ellý Vilhjálms, Hauk Morthens svo lfáir séu nefndir, en söngferill Jóns spannar yfir 60 ár.

Tónlistarsafnið Melódíur minninganna kveikir með gestum sínum elda og töfra tónlistarinnar. Þarna blasir við hugsjónastarf Jóns, sem setur taktinn fyrir því hvernig einstaklingur getur upp á sitt einsdæmi gætt mikilvægra menningarverðmæta án opinbers fjárstuðnings, þó ekki vaði hann í seðlum sjálfur. Fá gestir að líta augum ýmsa tónlistartengda muni gullára síðustu aldar auk aragrúa hljómplatna, öllu vel uppstilltu og aðgengilegu sem unun er á að líta.

Mætti segja að tilvera tónlistarsafnsins á Bíldudal sé áminning þess efnis, áskorun til þeirra sem ættu að telja það mikilvægt að varðveita sögu okkar Íslendinga – að líta til þeirra sem með ástríðu gæta menningarinnar og leggja þeim lið. 

Hægt er að sækja tónlistarsafnið heim alla daga að Tjarnarbraut, Reynimel, á Bíldudal, hvenær sem hentar. Til viðbótar má ná í Jón í símum 456 2186 /847 2542. Jón hvetur fólk eindregið til þess að mæta á komandi vori og sumri enda ekki víst hve safnið stendur lengi til viðbótar.

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...