Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jón Kr. Ólafsson hvetur fólk eindregið til þess að sækja tónlistarsafnið heim á komandi vori og sumri enda ekki víst hve lengi það stendur til viðbótar.
Jón Kr. Ólafsson hvetur fólk eindregið til þess að sækja tónlistarsafnið heim á komandi vori og sumri enda ekki víst hve lengi það stendur til viðbótar.
Mynd / Einkaeign
Menning 5. apríl 2024

Melódíur minninganna

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Safnið er staðsett á Reynimel, heimili Jóns á Bíldudal, og þar má finna margar gersemar tónlistarsögunnar. Árið 1962 gekk hann til liðs við hljómsveitina Facon og söng m.a. hið vinsæla lag „Ég er frjáls“ sem allir kannast við.

Fagurkerinn Jón hefur næmt auga fyrir tónlistinni svo og listum, auk þess að vera mikill ferðalangur. Hér er hann í óperuhúsinu Scala á Ítalíu.

Í framhaldinu stóð Jón á sviði Hótels Borgar og á Hótel Sögu ásamt tónlistarfólki á borð við Ragnar Bjarnason og Ellý Vilhjálms, Hauk Morthens svo lfáir séu nefndir, en söngferill Jóns spannar yfir 60 ár.

Tónlistarsafnið Melódíur minninganna kveikir með gestum sínum elda og töfra tónlistarinnar. Þarna blasir við hugsjónastarf Jóns, sem setur taktinn fyrir því hvernig einstaklingur getur upp á sitt einsdæmi gætt mikilvægra menningarverðmæta án opinbers fjárstuðnings, þó ekki vaði hann í seðlum sjálfur. Fá gestir að líta augum ýmsa tónlistartengda muni gullára síðustu aldar auk aragrúa hljómplatna, öllu vel uppstilltu og aðgengilegu sem unun er á að líta.

Mætti segja að tilvera tónlistarsafnsins á Bíldudal sé áminning þess efnis, áskorun til þeirra sem ættu að telja það mikilvægt að varðveita sögu okkar Íslendinga – að líta til þeirra sem með ástríðu gæta menningarinnar og leggja þeim lið. 

Hægt er að sækja tónlistarsafnið heim alla daga að Tjarnarbraut, Reynimel, á Bíldudal, hvenær sem hentar. Til viðbótar má ná í Jón í símum 456 2186 /847 2542. Jón hvetur fólk eindregið til þess að mæta á komandi vori og sumri enda ekki víst hve safnið stendur lengi til viðbótar.

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...