Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Höfundur: Anne Biehl Hansen

Stærðir: S M L XL

Yfirvídd: 94 100 111 121

Efni:Þingborgarlopi
450-450-500-550 g í aðallit.
150 g mynsturlitur 1
100 g mynsturliur 2
Ef notaður er annar lopi en mælt er með verður að gæta að prjónfestu, grófleiki kann að vera annar.
Sokkaprjónar 4 og 5 mm
Hringprjónar 4 mm 40 og 80 cm langir
Hringprjónar 5 mm 40, 60 og 80 cm langir

Prjónfesta: 14 l og 23 umf í sléttu prjóni = 10 x 10 cm Önnur prjónastærð getur hentað, allt eftir því hvort prjónað er fast eða laust, finnið það út með því að prjóna prufu. aPrjónað er úr plötulopanum tvöföldum.

Bolur: Fitjið upp með mynsturlit 1, 130-140-155-170 l á 80 sm hringprjón, prj stroff í hring 6-8 sm 1 slétta og 1 brugðna, eða aðra stroffgerð að eigin vali. Skipt yfir á 80 sm 5 mm hringprjón. Prjónað slétt uns bolur mælist 38-46 sm. (Mælið viðkomandi og metið bolsídd.)

Ermar:

Fitjið upp 30-35-40-40 l á 4 mm sokkaprjóna, prjónið stroff í hring 6-8 sm.

Skiptið yfir á 5 mm sokkaprjóna þegar stroffi er lokið og aukið strax um 2 lykkjur undir miðri ermi, (1 lykkju eftir fyrstu lykkju og 1 lykkju fyrir síðustu lykkju í umferð).

Endurtakið útaukningu 8-8-8-9 x upp ermi, með u.þ.b. 8 umferðum á milli, þar til 48-53-58-60 l eru á prjóninum.

Skiptið yfir á 5 mm stutta hringprjóninn á u.þ.b. miðri ermi. Gott er að nota prjónamerki til að merkja þar sem aukið er út. Prjónið uns ermi mælist 44-52 sm. (Mælið handlegg og metið hve ermin á að vera löng)

Axlastykki:

Sameinið nú bol og ermar á 5 mm 80 sm langa hringprjóninn. Setjið 5-5-5-6 síðustu l og 5-5-5-6 fyrstu l á báðum ermum á prjónanælu. Setjið 10-10-11-12 af bol á prjónanælu þar sem umferð byrjar vinstra megin á bol.

Prjónið fyrri ermina við bolinn 38-43-48-48 lykkjur, prjónið næstu 55-60-67-73 lykkjur af bol og setjið næstu 10-10-11-12 lykkjur á hjálparprjón.

Prjónið seinni ermina við og gerið eins og með hana. Prjónið síðan 55-60-68-73 lykkjur af bol, þá eru 186- 206-230-242 lykkjur á prjóninum.

Áður en mynstur er prjónað þarf að taka úr 1 lykkju í stærð S og M til að mynstur stemmi og í stærð XL þarf að taka úr 2 l á undan mynstri.

Prj mynstur eftir teikningu. Notið styttri hringprjóna eftir því sem lykkjum fækkar. Þegar mynstri lýkur er tekið úr aukalega þar til 64-72 l eru eftir á prjóninum.

Þá er skipt á 40 sm 4 mm hringprjóninn og prjónað 10-12 sm stroff, fellt laust af.

Brjótið kragann inn fyrir og saumið niður. Eins er hægt að hafa annað lag á kraga, t.d. prjóna 5 umferðir stroff og 5 umferðir slétt, þá rúllast hann aðeins niður og nær ekki eins upp í hálsinn eins og hin gerðin. Gangið vel frá öllum endum og lykkjið saman undir höndum.

Þvottur: Þvoið flíkina í volgu vatni með góðri ullarsápu eða sjampói. Skolið vel og vindið svo í hálfa mínútu í þvottavél. Mikilvægt er að vélin fari strax að vinda, (þær eru misjafnar að þessu leyti) en sé ekki að veltast með flíkina fyrst, þá getur hún þófnað. Leggið peysuna á handklæði til þerris.

Hönnun: Anne Biehl Hansen
Útfærsla uppskriftar: Margrét Jónsdóttir

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.

Grifflur fyrir frjálsa fingur
Hannyrðahornið 11. júní 2024

Grifflur fyrir frjálsa fingur

Stærðir: S M L Efni: 60 gr tvöfaldur lopi frá Þingborg eða Ístex. Sokkaprjónar 3...

Billy Jean
Hannyrðahornið 28. maí 2024

Billy Jean

Prjónaður toppur úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað í hring í stroffprjóni, neða...

Önnu-peysa
Hannyrðahornið 15. maí 2024

Önnu-peysa

Stærðir: S M L XL Yfirvídd: 94 100 111 12

Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is...