Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Höfundur: Prjónakveðja Stelpurnar í Handverkskúnst, www.garn.is

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafsláttinn hjá okkur frá 15. mars til 14. apríl n.k.

DROPS Design: Mynstur fa-017-bn.

Stærðir: 2 (3/4) (5/6) 7/8 (9/10) ára.

Stærð í cm: 92 (98/104) 110/116 (122/128) 134/140.

Garn: DROPS SAFRAN (fæst í Handverkskúnst). 150 (200) 200 (200) 200 g litur á mynd nr 15, plóma.

Prjónar: Hringprjónn 60-80 cm nr 4 og 60 cm nr 3 fyrir fald á pilsi – eða þá stærð sem þarf til að 21 lykkja og 28 umferðir með sléttprjóni verði 10 x 10 cm á prjóna nr 4.

Annað: Teygja: ca 50 -70 cm. Stykkið er prjónað í hring, ofan frá og niður á hringprjóna.

Uppskrift: Fitjið upp 124 (134) 144 (154) 164 lykkjur á hringprjón nr 3 með Safran. Tengið í hring og prjónið slétt 6 cm.

Næsta umferð er prjónuð þannig: Leggið uppfitjunar- kantinn aftan við prjóninn, þannig að þessi 6 cm sem hafa verið prjónaðir liggi tvöfaldir (með réttuna út).

Prjónið 1 lykkju af prjóni, JAFNFRAMT er þessi lykkja prjónuð saman við 1 lykkju frá uppfitjunarkanti, haldið svona áfram þar til eftir eru 4 lykkjur, prjónið 4 lykkjur án þess að prjóna uppfitjunarkantinn með (= gat til að þræða teygju).

Skiptið yfir á hringprjón nr 4, prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 4 lykkjur jafnt yfir. Setjið 10 prjónamerki í stykkið, með 11 (12) 13 (14) 15 lykkjur á milli (setjið prjónamerki í eina lykkju).

Prjónið síðan sléttprjón, JAFNFRAMT er aukið út um 1 lykkju (með því að slá 1 sinni uppá prjóninn), í hægri hlið við hvert prjónamerki, aukið út í annarri hverri umferð, alls 27 (33) 40 (48) 56 sinnum = 390 (460) 540 (630) 720 lykkjur – útauknu lykkjurnar eru prjónaðar snúið slétt í næstu umferð, svo að ekki myndist gat.

Á eftir síðustu útaukningu (stykkið mælist ca 22 (26) 31 (37) 42 cm) fellið laust af með sléttum lykkjum þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, ((** stingið inn hægri prjón á milli 2 fyrstu lykkja á vinstra prjóni (þ.e.a.s. á milli lykkja á prjóni, ekki í gegnum lykkjuna), sláið 1 sinni uppá hægir prjón, dragið uppsláttinn fram á milli lykkja og setjið uppsláttinn á vinstri prjón **, endurtakið frá **-** 2 sinnum til viðbótar (= 3 nýjar lykkjur á vinstri prjóni).

* Prjónið fyrstu lykkjuna á vinstri prjóni slétt, takið fyrstu lykkjuna á hægri prjóni yfir síðustu lykkjuna sem var prjónuð*)), endurtakið frá *-* alls 6 sinnum og endurtakið frá ((-)) meðfram öllu pilsinu þar til eftir er 1 lykkja, klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum síðustu lykkju.

Þræðið teygju í faldinn og saumið opið saman.

Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL