Efni til sýnatöku; töng, hylkin klár í númeraröð og sýnatökublað.
Efni til sýnatöku; töng, hylkin klár í númeraröð og sýnatökublað.
Mynd / Aðsend
Á faglegum nótum 22. apríl 2024

Riðuarfgerðargreiningar – hagnýt atriði fyrir sauðburð

Höfundur: Eyþór Einarsson, ráðunautur á búfjárræktarsviði

Mikilvægur liður í innleiðingu verndandi arfgerða í sauðfjárstofninn er markvissar arfgerðargreiningar til að fylgja eftir notkun gripa sem bera verndandi (V) og mögulega verndandi (MV) arfgerðir.

Eyþór Einarsson.

Nú stefnir í að umfang arfgerðagreininga verði meira en nokkrum sinnum áður í íslenskri sauðfjárrækt. Skýringin á því er sú að í vetur voru notaðir mjög víða hrútar sem bera V eða MV arfgerðir og góð þátttaka var í sæðingum þar sem langmest var sætt með ARR hrútum.

Nánast allir ARR hrútar og megnið af þeim sem bera MV arfgerðir eru arfblendnir og því er eina leiðin til þess að vita hvort lömbin sem fæðast undan þeim hafði hreppt hnossið er að arfgerðargreina þau. Hér fylgja upplýsingar um nokkur praktísk atriði.

Greining sýna, verð og niðurgreiðslur

Sýni á vegum RML eru greind hjá Íslenskri erfðagreiningu. Heildarkostnaður við hvert sýni (greining, hylki, umsýsla) er 1.600 kr. + vsk. Matvælaráðuneytið mun styðja við verkefnið, til að hvetja til markvissrar ræktunar fyrir verndandi arfgerðum. Styrkir á hvert sýni úr gripum sem eru afkvæmi ARR gripa verða 1.300 kr. og á afkvæmi MV gripa 650 kr. Þá verða greiningar á öllum ásettum hrútum niðurgreiddar um 1.300 kr.

Verð til bænda eru því:
Afkvæmi ARR gripa: 300 kr. + vsk.
Afkvæmi MV gripa: 950 kr. + vsk.
Allir ásettir hrútar haustið 2024: 300 kr. + vsk.
Önnur sýni: 1.600 kr. + vsk.

Verndandi arfgerðir teljast hér allar arfgerðir sem innihalda ARR. Mögulega verndandi arfgerðir eru þær sem innihalda breytileikana T137, C151 og H154.

Styrkirnir verða dregnir frá greiningarkostnaði þegar verkefnið verður gert upp í lok árs og verður þá miðað við upplýsingar í Fjárvís 13. desember, en þá ætti að liggja fyrir hvaða hrútar voru settir á.

Styrkupphæð er birt með fyrirvara um að heildarupphæðin sem er eyrnamerkt verkefninu dugi en áætlanir gera ráð fyrir umfangsmiklum sýnatökum og almennri þátttöku í verkefninu. Verður því að teljast ólíklegt að til þess komi að styrkirnir lækki.

Pantanir

Hylki vegna sýnatöku og tangir er hægt að panta í gegnum heimasíðu RML. Á heimasíðunni er hnappur sem leiðir menn inn í netverslun þar sem hylkin eru nú pöntuð. Hvert hylki er selt á 300 kr. + vsk. og mun sú upphæð dragast af sýnatökukostnaði. Þannig að þegar búið er að kaupa hylkið standa eftir 1.300 kr. + vsk. Eigi bændur hylki frá fyrra ári er hægt að nota þau.

Líkt og kynnt hefur verið, var einungis hægt að óska eftir því að sækja hylki á starfsstöð ef pantað væri fyrir 7. apríl, verða því hylkin sem pöntuð eru á næstu vikum send með pósti.

Úr hvaða lömbum þarf að taka sýni?

Áður en pantað er þurfa bændur að leggja niður fyrir sér umfangið. Þeir sem munu eiga meira af lömbum með V og MV arfgerðir en nýtast til ásetnings gætu því þurft að takmarka eitthvað sýnatökuna, en óþarfi er að greina lömb sem fyrirsjáanlegt er að verði sláturlömb. Þar sem notaðir hafa verið arfblendnir hrútar og því „vinningslíkurnar“ 50% að lambið beri V eða MV arfgerð gæti þumalputtareglan verið að sýnatökuþörfin verði rúmlega tvisvar sinnum sá fjöldi lamba sem setja skal á eða selja. Líklegt er að flestar gimbrar sem bera V eða MV nýtist til ásetnings en ljóst er að ekki verða allir hrútar settir á.

Áherslurnar ættu því að felast í því að taka sýni úr sæðingalömbunum, álitlegum ásetningslömbum sem gætu borið V eða MV arfgerðir og sérstaklega að reyna að ná úr öllum lömbum sem gætu verið arfhrein V/V eða MV/MV eða arfblendin V/ MV. Mikill akkur er í því að koma upp hrútum sem fyrst sem bera tvö „græn flögg“ og á áhættusvæðum ætti annað flaggið að vera dökkgrænt (gripurinn beri a.m.k. eina ARR samsætu).

Framkvæmd sýnatöku
  • Sýnisemtakaáúrlömbumívorer best að taka jafnóðum og markað er. Þar sem sýnið er tekið með töng sem skilur eftir gat í eyranu, er upplagt að setja lambanúmerið í „sýnatökugatið“. Hylkjunum fylgja sýnatökublöð (sem einnig verður hægt að prenta út úr Fjárvís). Lambanúmerið er svo skráð hjá viðkomandi sýnanúmeri á sýnatökublaðinu.
  • Mælt er með því að raða sýnahylkjunum upp í númeraröð (t.d. festa þau upp á vír) fyrir sauðburð. Það mun flýta fyrir skráningu og minnka villuhættu.
  • Ekki er útséð með það hvort náist að uppfæra haustbókina fyrir komandi haust og því er óvíst hvort riðuflöggin birtist í bókinni í haust. Því gæti verið gott, þegar vorbókin er skráð, að merkja í athugasemd að búið sé að taka DNA úr lambinu þannig að það komi í athugasemd haustbókarinnar
  • Til að niðurstöður komi inn á gripina í Fjárvís þarf að vera búið að forskrá sýnanúmerin á viðkomandi gripi. Bændur þurfa því að skrá vorbókina fyrst og svo forskrá sýnin á gripina. Þetta þekkja þeir sem þegar hafa sent inn sýni og skráð í Fjárvís. Fyrir þá sem þurfa að skrá mörg sýni getur verið heppilegt að forskrá þau með því að lesa inn exelskjal með upplýsingum um sýnanúmer, lambanúmer og fæðingarár (undir forskráningu er farið í „innlestur sýna á grip“).
  • Hylkin má geyma úti í fjárhúsum. Eftir að búið er að taka sýnið þola þau bæði frost og nokkurn hita, en hins vegar er best þegar verið er að safna þeim saman yfir lengri tíma að geyma þau í ísskáp eða svölum stað þar sem ekki eru miklar hitasveiflur.
Að senda sýnin

Þegar sýnatöku er lokið í vor er best að senda sýnin strax til greiningar. Ívorerlagtuppmeðaðsýniaf Norður- og Vesturlandi sé skilað inn á starfsstöð RML á Hvanneyri og sýni af Suður- og Austurlandi sé skilað inn á starfsstöð RML í Reykjavík. Nánari upplýsingar er að finna á fylgiblöðum með hylkjunum. Með hylkjunum þarf að fylgja sýnatökublaðið en þau eru varðveitt hjá RML. Best er því að bóndinn sé búinn að forskrá sýnin þegar hann sendir þau frá sér, að öðrum kosti taki menn afrit/mynd af sýnatökublaðinu.

Eigi menn eftir hylki sem á t.d. að nota í haust, geta þeir prentað út sýnatökublað með þeim hylkjum sem til eru á lager búsins. En hér eftir verða hylkin sem afhent eru bónda skráð á búið í Fjárvís og því munu bændur geta fylgst með því inn í Fjárvís hvað þeir eiga af ónotuðum hylkjum.

Þar sem búist er við að mikið magn sýna komi inn að loknum sauðburði er ekki hægt að reikna með að niðurstöður fari að berast inn í Fjárvís fyrr en líður á sumarið en allar niðurstöður ættu þó að vera komnar fyrir haustið.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...