Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins var opnaður um miðjan mánuð undir merkjum Vonarskarðs ehf.
Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins var opnaður um miðjan mánuð undir merkjum Vonarskarðs ehf.
Mynd / J. Plenio
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að markmiði að auka gagnsæi í raforkuviðskiptum.

Raforkukauphöllin, fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins, var opnuð fyrr í mánuðinum. Sér Vonarskarð ehf. um rekstur hennar sem á sér allnokkurn aðdraganda en fékk leyfi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins til starfsemi skömmu fyrir sl. áramót. Níu aðilar eru í kauphöllinni í byrjun. Orkustofnun hefur eftirlit með því að fyrirtækið fullnægi þeim lagaskilyrðum sem gilda um rekstur raforkumarkaðarins. Framkvæmdastjóri Vonarskarðs er Björgvin Skúli Sigurðsson.

Landsvirkjun er ekki þátttakandi í raforkukauphöllinni að sinni, þrátt fyrir að framleiða um 70% allrar íslenskrar raforku, og segir Landsvirkjun það vera vegna slæmrar vatnsstöðu á hálendinu og verði möguleg þátttaka endurmetin í maí. Önnur orkufyrirtæki landsins eru þátttakendur á markaðnum frá upphafi, að sögn forsvarsmanns Vonarskarðs.

Ekki aðeins eigi raforkukauphöllin að auka gagnsæi heldur jafnframt að einfalda innkaup á rafmagni, sérstaklega fyrir opinber fyrirtæki og stofnanir sem hafi hingað til þurft að bjóða út raforkukaup sín til að uppfylla kröfur laga. Með tilkomu raforkumarkaðarins geti þessir aðilar keypt rafmagn af markaðnum í staðinn.

Segir Vonarskarð raforkukauphöll vera eðlilega þróun á raforkumarkaði og raunar löngu tímabært að Ísland stökkvi á þann vagn. Gegnsærra verði hvert sé verð raforku hverju sinni og áhætta færð milli aðila með skýrari hætti en áður tengt raforkusölu fram í tímann.

Skylt efni: Raforkukauphöll

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur
Fréttir 30. janúar 2026

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur

Evrópusambandið og Indland hafa lokið tuttugu ára samningaviðræðum um víðtækan f...

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...