Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins var opnaður um miðjan mánuð undir merkjum Vonarskarðs ehf.
Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins var opnaður um miðjan mánuð undir merkjum Vonarskarðs ehf.
Mynd / J. Plenio
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að markmiði að auka gagnsæi í raforkuviðskiptum.

Raforkukauphöllin, fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins, var opnuð fyrr í mánuðinum. Sér Vonarskarð ehf. um rekstur hennar sem á sér allnokkurn aðdraganda en fékk leyfi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins til starfsemi skömmu fyrir sl. áramót. Níu aðilar eru í kauphöllinni í byrjun. Orkustofnun hefur eftirlit með því að fyrirtækið fullnægi þeim lagaskilyrðum sem gilda um rekstur raforkumarkaðarins. Framkvæmdastjóri Vonarskarðs er Björgvin Skúli Sigurðsson.

Landsvirkjun er ekki þátttakandi í raforkukauphöllinni að sinni, þrátt fyrir að framleiða um 70% allrar íslenskrar raforku, og segir Landsvirkjun það vera vegna slæmrar vatnsstöðu á hálendinu og verði möguleg þátttaka endurmetin í maí. Önnur orkufyrirtæki landsins eru þátttakendur á markaðnum frá upphafi, að sögn forsvarsmanns Vonarskarðs.

Ekki aðeins eigi raforkukauphöllin að auka gagnsæi heldur jafnframt að einfalda innkaup á rafmagni, sérstaklega fyrir opinber fyrirtæki og stofnanir sem hafi hingað til þurft að bjóða út raforkukaup sín til að uppfylla kröfur laga. Með tilkomu raforkumarkaðarins geti þessir aðilar keypt rafmagn af markaðnum í staðinn.

Segir Vonarskarð raforkukauphöll vera eðlilega þróun á raforkumarkaði og raunar löngu tímabært að Ísland stökkvi á þann vagn. Gegnsærra verði hvert sé verð raforku hverju sinni og áhætta færð milli aðila með skýrari hætti en áður tengt raforkusölu fram í tímann.

Skylt efni: Raforkukauphöll

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...