Frænkurnar Una Björt Valgarðsdóttir og Viktoría Huld Hannesdóttir léku listir sínar á gæðingunum Öglu frá Ási 2 og Þin frá Enni.
Páll Bragi Hólmarsson sýndi Vísi frá Kagaðarhóli við mjög góðar undirtektir.
Ellert, hinn einstaki, frá Baldurshaga með knapa sínum, Hönnu Rún Ingibergsdóttur. Ellert var fyrsti íslenski hesturinn í heiminum til að bera ýruskjótta litinn.
Steinn frá Stíghúsi og Þorgeir Ólafsson skörtuðu svörtu og hvítu til heiðurs KR-ingum og hljómaði stuðningslag félagsins í hljóðkerfinu. Ræktandi Steins, Stígur, er mikill KR-ingur og hafði lengi dreymt um að koma fram með hest frá sér í KR-litunum
Heiðurshestur sýningarinnar var Spuni frá Vesturkoti. Fyrir hans hönd mættu afkvæmi hans, Guttormur frá Dallandi, Herkúles frá Vesturkoti, Ísbjörg frá Blesastöðum og Kamma frá Margrétarhofi.
Sigurlið Meistaradeildar í hestaíþróttum, lið Hestvits/Árbakka, voru með atriði. Hér eru þau Glódís Rún Sigurðardóttir og Pierre Sandsten Hoyos á gráum gæðingum, Breka frá Austurási og Tristani frá Stekkhólum.