Stemning á þorrablótum

Aðalbjörn Tryggvason og Guðmundur Stefánsson standa vaktina á fordrykkjavaktinni á þorrablótinu í Hrísey. Um 150 gestir voru á blótinu og var nefndin íklædd glimmergöllum.
Heimir Ásgeirsson og Flosi Kristinsson á þorrablóti Grýtubakkahrepps. Sá síðarnefndi var aldursforseti blótsins, en Flosi er 94 ára gamall og er bóndi í Höfða.
Sandra Kovačević á þorrablótinu í Aratungu. Einkunnarorð blótsins voru: Allt er svo æðislegt í Bláskógabyggð – engin leiðindi, bara gaman.
Bryndís Malmo og Ingvi Þorfinnsson á þorrablótinu í Aratungu í Bláskógabyggð. Þau voru valin prinsessa og prins einhleypra á miðjum aldri. Á þessu blóti var Barbie myndin þemað í skemmtiatriðunum og í myndabásnum.
Á þorrablótinu á Rimum í Svarfaðardal. Félagarnir og jafnaldrarnir Helgi Guðbergsson, Alfreð V. Þórólfsson og Hlini J. Gíslason hafa haft það fyrir hefð að láta taka mynd af sér þegar ballið er búið og fólk býr sig til heimferðar.Á blótinu var Barbie þema
Þorrablót Kvenfélags Kjósarhrepps í Félagsgarði. F.v.: Emil Þorvaldsson, Pimpernel Verwijnen, Ernst Verwijnen, Hafþór Finnbogason, Ólöf Ó. Guðmundsd., Svanborg Magnúsd., Hjalti F. Guðmundsson, Unnur S. Sigurðard., Ivanka van Kuringen og Andrea Guðmundsd.