Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Mold ert þú hlaut viðurkenningu Hagþenkis
Menning 2. apríl 2024

Mold ert þú hlaut viðurkenningu Hagþenkis

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Ólafur G. Arnalds, prófessor emeritus við Landbúnaðarháskóla Íslands, hlaut á dögunum Viðurkenningu Hagþenkis fyrir bók sína Mold ert þú – jarðvegur og íslensk náttúra.

Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Viðurkenning Hagþenkis felst í sérstöku viðurkenningarskjali og verðlaunafé sem nemur 1,5 m.kr. Segir í umsögn dómnefndar að ritið sé stórvirki á sviði náttúru- og umhverfisfræði, með áherslu á sérstöðu íslensks jarðvegs. Fjallað sé ítarlega um mikilvægi moldarinnar í vistkerfum þurrlendis, með ríkulegum gögnum og myndefni.

Ólafur sagði við móttöku viðurkenningarinnar að stórkostlegt væri að hljóta hana við lok formlegrar starfsævi, það yljaði um hjartarætur. Jafnframt að „ákaflega mikilvægt er að vísindamenn setji fram staðreyndir á skiljanlegu máli – forsendurnar – og taki þátt í að móta samfélagið. Þekking náttúrufræðinga verður æ mikilvægari eftir því sem gengur á náttúruauðlindir jarðar. Tæpitunga getur verið skaðleg – og ekki síst þegar kemur að kerfishruni manna og vistkerfa á jörðinni nú á tímum,“ sagði hann.

Saltfiskur fyrir fjóra
Líf og starf 23. maí 2024

Saltfiskur fyrir fjóra

Saltaður þorskur er mjög vinsæll hjá þjóðum Suður-Evrópu og tengist þar um slóði...

Hjón hlutu samfélagsverðlaun
Líf og starf 22. maí 2024

Hjón hlutu samfélagsverðlaun

Samfélagsverðlaun Skagafjarðar voru veitt í níunda sinn við setningu Sæluviku Sk...

Þarfasti þjónninn
Líf og starf 22. maí 2024

Þarfasti þjónninn

Bændablaðið fékk til prufu rafmagnaða útgáfu af minnsta Weidemann skotbómulyftar...

Friðrik, Bjarki og Helga Ragna hlutu garðyrkjuverðlaun
Líf og starf 21. maí 2024

Friðrik, Bjarki og Helga Ragna hlutu garðyrkjuverðlaun

Garðyrkjuverðlaun voru veitt á hinni árlegu hátíðarathöfn Garðyrkjuskólans á sum...

Skáldið, framsóknarmaðurinn og fimm granda meldingin
Líf og starf 20. maí 2024

Skáldið, framsóknarmaðurinn og fimm granda meldingin

Þeir voru ekki margir sem komust í slemmu með spil austur-vestur á Kjördæmamótin...

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí
Líf og starf 16. maí 2024

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí

Vatnsberinn hefur í mörgu að snúast þessa dagana en er þó frekar skýr í kollinum...

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...