Mold ert þú hlaut viðurkenningu Hagþenkis
Menning 2. apríl 2024

Mold ert þú hlaut viðurkenningu Hagþenkis

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Ólafur G. Arnalds, prófessor emeritus við Landbúnaðarháskóla Íslands, hlaut á dögunum Viðurkenningu Hagþenkis fyrir bók sína Mold ert þú – jarðvegur og íslensk náttúra.

Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Viðurkenning Hagþenkis felst í sérstöku viðurkenningarskjali og verðlaunafé sem nemur 1,5 m.kr. Segir í umsögn dómnefndar að ritið sé stórvirki á sviði náttúru- og umhverfisfræði, með áherslu á sérstöðu íslensks jarðvegs. Fjallað sé ítarlega um mikilvægi moldarinnar í vistkerfum þurrlendis, með ríkulegum gögnum og myndefni.

Ólafur sagði við móttöku viðurkenningarinnar að stórkostlegt væri að hljóta hana við lok formlegrar starfsævi, það yljaði um hjartarætur. Jafnframt að „ákaflega mikilvægt er að vísindamenn setji fram staðreyndir á skiljanlegu máli – forsendurnar – og taki þátt í að móta samfélagið. Þekking náttúrufræðinga verður æ mikilvægari eftir því sem gengur á náttúruauðlindir jarðar. Tæpitunga getur verið skaðleg – og ekki síst þegar kemur að kerfishruni manna og vistkerfa á jörðinni nú á tímum,“ sagði hann.

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...