Mold ert þú hlaut viðurkenningu Hagþenkis
Menning 2. apríl 2024

Mold ert þú hlaut viðurkenningu Hagþenkis

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Ólafur G. Arnalds, prófessor emeritus við Landbúnaðarháskóla Íslands, hlaut á dögunum Viðurkenningu Hagþenkis fyrir bók sína Mold ert þú – jarðvegur og íslensk náttúra.

Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Viðurkenning Hagþenkis felst í sérstöku viðurkenningarskjali og verðlaunafé sem nemur 1,5 m.kr. Segir í umsögn dómnefndar að ritið sé stórvirki á sviði náttúru- og umhverfisfræði, með áherslu á sérstöðu íslensks jarðvegs. Fjallað sé ítarlega um mikilvægi moldarinnar í vistkerfum þurrlendis, með ríkulegum gögnum og myndefni.

Ólafur sagði við móttöku viðurkenningarinnar að stórkostlegt væri að hljóta hana við lok formlegrar starfsævi, það yljaði um hjartarætur. Jafnframt að „ákaflega mikilvægt er að vísindamenn setji fram staðreyndir á skiljanlegu máli – forsendurnar – og taki þátt í að móta samfélagið. Þekking náttúrufræðinga verður æ mikilvægari eftir því sem gengur á náttúruauðlindir jarðar. Tæpitunga getur verið skaðleg – og ekki síst þegar kemur að kerfishruni manna og vistkerfa á jörðinni nú á tímum,“ sagði hann.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...