Mynd 1. Samhengið á milli afurðasemi (ltr/árskú) og framleiðslukostnaðar á þátttökubúum árið 2022.
Mynd 1. Samhengið á milli afurðasemi (ltr/árskú) og framleiðslukostnaðar á þátttökubúum árið 2022.
Á faglegum nótum 24. apríl 2024

Bústjórn og fjármagnskostnaður hafa áhrif á afkomu kúabúa

Höfundur: Kristján Óttar Eymundsson og María Svanþrúður Jónsdóttir, ráðunautar á rekstrar- og umhverfissviði.

Skýrsla um rekstur kúabúa 2020-2022 kom út í vikunni. Hún endurspeglar afkomu 174-176 kúabúa árin 2020-2022 sem í heildina lögðu inn um 41-45% af landsframleiðslu mjólkur, vaxandi eftir árum.

Þessi bú eru með 61 árskú að meðaltali árið 2022, en meðalbúið á landsvísu taldist þá með 51 árskú. Meðalframlegðarstig búanna lækkaði úr 53,3% árið 2020 í 49,7% árið 2022 og munaði þar mestu um mikla hækkun aðfanga, sérstaklega áburðar, fóðurs, olíu og þjónustu.

Ýmislegt áhugavert kemur fram í skýrslunni. Skoðað var samhengi afurðasemi og framleiðslukostnaðar en þar munar ríflega 30 kr/ltr milli afurðahæstu og afurðalægstu búanna og er greinilegt að hér geta verið sóknarfæri í rekstri.

Einnig er munur í framleiðslukostnaði búanna þegar hann er settur í samhengi við heyjaða hektara á hverja árskú. Hér er tækifæri fólgið í því að lágmarka umfang heyjaðra hektara/árskú og gera sem best við túnin. Það endurspeglar mikilvægi þess að horfa einnig á ræktarlandið sem sínar „mjólkurkýr“ og hámarka gæði og uppskeru af hverjum hektara.

Fjármagnskostnaður íþyngjandi

Skuldsetning þátttökubúanna hefur vaxið verulega á árunum 2020-2022 og skulda umrædd bú um 23,7 milljarða króna í árslok 2022. Jákvæðu fréttirnar eru að skuldahlutfallið hefur samt farið lækkandi milli ára vegna aukinnar heildarveltu búanna og er um 1,6 í árslok 2022. Fjármagnsliðir voru þá að jafnaði um 13% af heildarveltu, eða um 27,8 kr/ltr. Mikill munur er á búum eftir skuldaflokkum þar sem fjármagnskostnaður skuldsettasta hópsins er 53,9 kr/ltr að meðaltali, eða um 29% af heildarveltu búanna.

Ljóst er að áhrif sprettgreiðslna á afkomu kúabúa 2022 voru mjög jákvæð til viðbótar við hækkun á afurðaverði í mjólk.

Um þetta og margt fleira er fjallað í umræddri skýrslu, sem hægt er að finna á heimasíðu RML. Þegar er hafin gagnaöflun fyrir rekstrarárið 2023 og stefnt að birtingu bráðabirgðauppgjörs í byrjun sumars. Nú sem ætíð er bændum á þátttökubúunum þakkað kærlega fyrir þátttökuna og traustið sem okkur er sýnt og nýir þátttakendur eru ávallt velkomnir.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...