Sumardagurinn fyrsti

Á Hvanneyri er hafin vinna við að dreifa lífrænum áburði á tún og engi. Mynd / Egill Gunnarsson
Á Reykjum á Skeiðum eru bændur farnir að bera skít á völlinn. Hér er unnið með tveimur skítadreifurum til að ná sem mestum afköstum. Mynd / Bjarni Rúnarsson
Ekki voru mikil merki um vorkomu í Víðidalstungu í Vestur- Húnavatnssýslu fyrir nokkrum dögum. Mynd / Sigríður Ólafsdóttir
Vorið virðist vera á næsta leiti á Presthólum í Norður-Þingeyjarsýslu. Hér fylgist fjölskyldan með þjálfun smalahunds. Mynd / Alda Jónsdóttir
Á Halldórsstöðum í Eyjafjarðarsveit eru 600 kindur komnar að burði. Hér skoða Kristján Hreinn og Rósa Guðrún Ragnarsbörn lambakóngana sem mættu á undan áætlun. Mynd / Bjarney Guðbjörnsdóttir
Á Reykjum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði heldur þessi holdakýr, ásamt nokkrum kálfum, ótrauð áfram sinni beit þrátt fyrir hráslagalegt veður. Mynd / Dagur Torfason
Í Botni í Súgandafirði eru enn háir skaflar og gott færi til að fara á vélsleða. Mynd / Helga Guðný Kristjánsdóttir
Í Árnesi í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði brast á með norðan skafrenningi þegar stóð til að keyra út skít. Mynd/Arnar Már Sigurðarson
Nú eru nokkrar kindur bornar á Hákonarstöðum á Jökuldal. Hér glímir óvæntur þrílembingur við slappleika og þá er eitt ráðið að hlýja honum með hárblásara. Mynd / Halla Eiríksdóttir