Mannlíf á Búnaðarþingi 2024

Starfsfólk BÍ hverfur heim að loknu þingi. Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, og Daníel Ólafsson bera burt muni.
Á Búnaðarþingi lét Gunnar Þorgeirsson af störfum sem formaður Bændasamtaka Íslands. Hér tekur Herdís Magna Gunnarsdóttir utan um hann eftir að hann flutti sína síðustu ræðu í embætti.
Jón Helgi Helgason og Óskar Kristjánsson lyftu báðir rauðum spjöldum þegar kosið var um eina af ályktununum.
Á föstudeginum var kosið um ályktanir. Hér stóð atkvæðagreiðslan tæpt og þurfti Rebekka Rut Leifsdóttir því að telja atkvæðin.
Hafdís Sturlaugsdóttir, Halldóra Hauksdóttir, Guðfinna Harpa Árnadóttir og Ásta Flosadóttir á hátíðarkvöldverðinum.
Bændurnir Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir og Reynir Þór Jónsson gera sig klár fyrir sjónvarpsviðtal í beinni útsendingu á Stöð 2.
Starfsmenn Bændasamtakanna; Daníel Ólafsson, Hlynur Gauti Sigurðsson og Valur Þorsteinsson, mættu á hátíðarkvöldverðinn á fimmtudeginum.
Allur salurinn tók undir með Guðna Th. Jóhannessyni. Fremst standa ráðherrarnir Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Séð var til þess að búnaðarþingsfulltrúar fengju nóg að borða. Á föstudeginum var hlaðborð á hótelinu.
Á setningu Búnaðarþings mættu helstu ráðamenn þjóðarinnar.
Þingmenn og annað áhrifafólk lét sig ekki vanta á setninguna. Hér er Tómas A. Tómasson frá Flokki fólksins.
Hluti nýrrar stjórnar Bændasamtaka Íslands ræðir málin óformlega í lok Búnaðarþings.
Sigurður Þór Guðmundsson og Aðalsteinn Heiðmann Hreinsson samþykktu báðir eina af ályktunum.