Sigurvegarar í A-flokki voru Maríus Halldórsson í 1. og 2. sæti með Rosa og Mílu sem fengu 101 stig hvort, og í 3. sæti Elísabet Gunnarsdóttir með Ripley sem hlaut 89 stig.
Sigurvegarar í Unghundaflokki voru Rune Brumoen og Lynn í 1. sæti með 65 stig, Tíbrá Halldórsdóttir og Svala í 2. sæti með 63 stig og í 3. sæti voru Trausti Óskarsson og Alpha með 8 stig.
Í B-flokki varð Tíbrá Halldórsdóttir hlutskörpust, með Flís sem fékk 58 stig.
Marzibil Erlendsdóttir, Dalatanga, sveiflar smalastafnum með tilþrifum á túninu á Eyrarlandi og fjárhundurinn er lafmóður af hlaupunum. Mynd / Gunnar Gunnarsson
Rune Brumoen frá Ásunnarstöðum í Breiðdal sýnir hér snilldartakta ásamt fjárhundinum Lynn. Mynd / Gunnar Gunnarsson
Blessaðar skjáturnar reyndu að þrjóskast við og standa sem fastast en góður fjárhundur lætur það ekki á sig fá og hættir ekki fyrr en fé er komið þangað sem fyrir er sett. Mynd / Gunnar Gunnarsson