Andrea Jónsdóttir: Hangikjöt með orabaunum, rauðkáli, kartöflum og hvítum jafningi og líka kartöflumús ef maður nær og nennir að gera og græja hana. Ofnbakaður silungur kemur líka til greina (alveg hætt í laxinum af augljósum ástæðum). En það verður allta
Auður Sjöfn Ólafsdóttir: Mér finnst kalkúnn bestur en mig langar að prófa hamborgarhrygg! Svo man ég best eftir á gamlárskvöld þegar litli bróðir minn var eins árs en þá fékk hann gat á hausinn og mamma og systir pabba fóru með hann á bráðamóttökuna.
Ásgeir Trausti Einarsson: Bara mjög klassískt, hangikjöt og uppstúfur, grænar baunir, laufabrauð og malt og appelsín með. Svo er heimagerði ísinn sem mamma gerir það besta sem ég veit um.
Jökull Harryson: Rjúpa er uppáhaldsjólamaturinn minn og besta jólaminningin mín er þegar Tinna og Brooks voru hjá okkur og ég fékk róbótinn.
Kolbeinn Óskar Bjarnason: Rjúpa og ís eru klassík í jólamatinn.
Kristjana Stefánsdóttir: Jólaminningarnar sem mér þykir vænst um urðu til eftir að ég eignaðist hann Lúkas minn og upplifði jólin í gegnum augu barnsins. Hvað varðar jólamatinn er ég alltaf til í að prófa eitthvað nýtt en annars er ég voðalega mikil meðlæ
Snorri Atlas Ólafsson: Kalkúnn er uppáhaldið mitt og svo humarinn sem er á gamlárskvöld. Eiginlega á ég svo alltaf góðar minningar frá því að opna alla pakkana sem ég fæ.
Úlfur Harryson: Rjúpur eru besti jólamaturinn! Skemmtilegasta jólaminningin er svo eiginlega síðan í fyrra þegar við byggðum risa snjóhús í garðinum heima hjá ömmu og afa á Stokkseyri.
Æsa Írina Frost: Mér finnst nú eiginlega best að borða pasta á jólunum!