Málin rædd á jafningjagrundvelli
Nýafstaðið Umhverfisþing varð frjór jarðvegur samtals og hugmynda þar sem rætt var um heilsu hafsins, líffræðilega fjölbreytni og loftslagmál.
Nýafstaðið Umhverfisþing varð frjór jarðvegur samtals og hugmynda þar sem rætt var um heilsu hafsins, líffræðilega fjölbreytni og loftslagmál.
Talsvert er litið til bændastéttarinnar og landbúnaðarins í nýjum tillögum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um aðgerðir í loftslagsmálum.
Loftslagsráð samþykkti nýverið álit um aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum undir yfirskriftinni Tímamót í loftslagsaðgerðum. Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, segir að það þurfi að fjárfesta í kolefnishlutlausri framtíð.
Fyrir lok aldarinnar gæti hækkun sjávarborðs náð 0,4-1,0 metra við strendur Íslands. Í sumum tilvikum gætu sameiginleg áhrif landsigs og sjávarhækkunar þýtt allt að 1,7 metra hækkun f y r i r l o k þessarar aldar við suðvesturog vesturströnd landsins til aldamóta, sé horft á efri óvissumörk og verstu sviðsmynd.
Yfirborð sjávar fer hækkandi og við blasir að Íslendingar þurfa að undirbúa sig fyrir það, m.a. í sjóvörnum og öllu skipulagi við strendur. Sjávarstaða spilar stóran þátt í hættu á ágjöf og því talið að sjávarflóð færist í aukana með tilheyrandi landbroti og tjóni.
Veita á 1.300 milljónum króna í styrki vegna orkuskipta og tækni- og nýsköpunarverkefna á sviði loftslagsmála.
Egill Einarsson efnaverkfræðingur segir að óráðlegt sé að framleiða rafeldsneyti eins og ammóníak með vindorku, til orkuskipta fyrir skipaflota og þungaflutninga, eins og áform eru um í vindorkuverkefnum sem eru nú í skipulagsferli.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur á undanförnum vikum unnið markvisst að því að snúa við stefnu Bandaríkjanna í loftslagsmálum.
Skráð losun gróðurhúsalofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO2 ígildi milli áranna 2021 og 2023. Ástæðan liggur ekki í stórtækum aðgerðum á sviði endurheimtar, heldur vegna breytinga á skráningu.
Í Bændablaðinu þ. 7. nóvember er fjallað um áform um uppbyggingu vindmyllugarðs með framleiðslu á rafeldsneyti í huga.
Viðurkennt er að koltvísýringur (CO2) getur fangað ákveðna tíðni varmaútgeislunar sem berst frá jörðinni. Þessi eiginleiki CO2 hefur verið sannreyndur með tilraunum og því ekki vísindalegur vafi um þetta atriði.
Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ekki heimilt að flytja úr landi í alþjóðlegum viðskiptum með neikvæðum áhrifum á Ísland.
Ég fletti Bændablaðinu eins og venjulega. Þar er síðustu misserin mikið skrifað um kolefnisbindingu, loftslagsvænan landbúnað, sjálfbærni, líffræðilegan fjölbreytileika, gróðurhúsalofttegundir, kolefnisfótspor landbúnaðarins, loftslagsbókhald, endurheimt vistkerfa (lesist mokað ofan í skurði) o.s.frv.
Umhverfismál og þar með loftslagsmál eru bændum hugleikin. Á Búnaðarþingi árið 2020 urðu þau tímamót að samþykkt var Umhverfisstefna landbúnaðarins 2020–2030.
Miklar áhyggjur eru af neikvæðum breytingum á hafstraumum Atlantshafsins. Kuldapollur sunnan Íslands veldur þegar kaldari sumrum og gæti átt eftir að gjörbreyta skilyrðum hér á landi í fyrirsjáanlegri framtíð.
Í uppfærðri aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum, sem kynnt var í vor og er nú í samráðsgátt stjórnvalda, eru ýmsir landbúnaðartengdir þættir.
Í sögulegu samkomulagi sem hartnær 200 þjóðir heims náðu á COP28-loftslagsráðstefnunni er fjallað um jarðefnaeldsneyti.
Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um aðgerðir sem geti stuðlað að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, bindingu kolefnis og umhverfisvænni starfsháttum í landbúnaði.
Landgræðslunni hefur verið falin umsjón með endurmati á losun gróðurhúsalofttegunda frá ræktarlöndum bænda.
Yggdrasill Carbon hefur fengið útgefnar fyrstu íslensku vottuðu kolefniseiningarnar í bið.
Ýmislegt vantar upp á til að Ísland uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til okkar vegna loftslagsmála. Þetta á sérstaklega við varðandi kröfur tengdar landnýtingarhluta Parísarsamningsins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis vegna skógræktar í landi Skálholts en Kolviður hefur sótt um framkvæmdaleyfi á 113,5 hektara svæði undir skógrækt.
Kolefnislosun í landbúnaði á Íslandi er metin út frá tveimur þáttum, annars vegar er um að ræða kolefnislosun frá framræstum jarðvegi og hins vegar er losun sem verður vegna annarra þátta innan býlanna.
Hugtakið „kolefnisbinding“ er tilkomið vegna mengunar, þ.e. andstæðan við mengun. Mengun veldur hlýnun jarðar. Afleiðingarnar eru breyttir búskaparhættir á jörðinni.
Nýjar matarvenjur og sívaxandi áhersla á breyttar framleiðsluaðferðir, m.a. í landbúnaði, hafa talsvert verið til umræðu síðustu misserin. Það er þó skoðun fjölmargra að við þurfum að breyta mataræði okkar til að bjarga jörðinni. Við sjáum t.a.m. á stundum mikla neikvæðni í garð landbúnaðar, þá sérstaklega búfjárhalds, sem beinist einna helst að kj...
Það ætti auðvitað ekki að þurfa að taka það fram að sjálfbærni ætti að vera markmið í öllum rekstri þjóðfélaga. Við höfum hins vegar verið alin upp við það um aldir að hráefni jarðar séu nær óþrjótandi auðlind og því getum við valsað um jörðina okkar í botnlausum sóðaskap eins og enginn sé morgundagurinn.
Nýjar rannsóknir, „Langtímatap kolefnis í framræstu ræktarlandi“, sem kynntar hafa verið í riti Landbúnaðarháskóla Íslands, benda til að veruleg skekkja geti verið í útreikningum á losun koltvísýrings af landnotkun á Íslandi.
Sveitarfélögin fjögur í Uppsveitum Árnessýslu, auk Flóahrepps, hafa samþykkt að setja sér sameiginlega loftslagsstefnu og hefur verið ákveðið í því sambandi að ráða verkefnisstjóra sem stýrir verkefninu.
Ein stærsta áskorun innlends landbúnaðar næstu ár er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Stundum er því stillt upp þannig að árangur í loftslagsmálum þurfi eingöngu að þýða meiri kostnað fyrir bændur. En víða er það einmitt þveröfugt, bættur árangur fer saman við lægri framleiðslukostnað vara.
Ríkisstjórnar- og ráðherraskipti boða alltaf nýtt upphaf þótt margt fari öðruvísi en ætlað er áður en varir. Ný pólitísk forysta tekur við málaflokki landbúnaðarins í öðru ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur. Lyklaskipti voru í ráðuneytinu við Skúlagötu á mánudaginn, þar sem Svandís Svavarsdóttir tók við lyklavöldum af Kristjáni Þór Júlíussyni. Hún er ...
Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja kolefnisspor innan sveitarfélagsins. Sameinað sveitarfélag, Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar, verður í forystuhlutverki í loftslagsmálum að því er fram kemur í pistli Sveins Margeirssonar, sveitarstjóra Skútustaðahrepps. Hið sameinaða sveitarfélag er það stærsta á l...
Viljayfirlýsing um verkefni sem gæti hraðað orkuskiptum á Íslandi með uppbyggingu á grænum orkugarði á Reyðarfirði var undirrituð 12. október síðastliðinn. Landsvirkjun, Copenhagen Infrastructure Partners (CIP) og sveitarfélagið Fjarðabyggð hafa unnið að því undanfarið að kanna kosti þess að þróa slíkan orkugarð og nú hafa fyrirtækin Atmonia, Sílda...
Pólitískur rétttrúnaður, uppgangur öfgaskoðanahyggja og beiting barna í hræðsluáróðri eru allt mjög vel þekkt stef í alþjóðapólitík. Undirrótin að beitingu slíkra meðala er nær undantekningarlaust peningalegir hagsmunir áhrifamikilla fjármálamanna.
Í skýrslu IPCC sem kom út í ágústbyrjun er að finna skýr skilaboð um að hraða verði aðgerðum til að draga úr loftslagsbreytingum. Í skýrslunni eru lagðar fram skýrar niðurstöður um að athafnir mannkyns eru meginorsök loftslagsbreytinga. Skýrslan styrkir enn frekar þann þekkingargrunn sem spálíkön vísindamanna byggja á.
Brennsla kola til að knýja raforkuver er gríðarleg í heiminum og virðist lítið lát vera á þrátt fyrir fallegt hjal á alþjóðaráðstefnum sem helst virðist stefnt að því að koma inn samviskubiti hjá almenningi. Stórframleiðendur raforku halda samt ótrauðir áfram að nota kol. Á síðasta ári var kolefnisútblástur vegna raforkuframleiðslu í heiminu...
Erla Jónsdóttir, rekstrarfræðingur og bóndi með meiru, býr ásamt fjölskyldu sinni á samliggjandi jörðum, Kambakoti og Hafursstöðum í Skagabyggð, en auk þess að framleiða afurðir úr folalda-, lamba- og ærkjöti eru þau skógræktarbændur, kolefnisjafna þannig alla sína framleiðslu og selja að hluta, beint undir nafninu Grilllausnir. Enn fremur rekur Er...
Vetni virðist vera orðið eins konar töfraorð í loftslagsumræðunni og baráttunni gegn losun koltvísýrings. Vetni, og þá helst það sem nefnt er „grænt vetni,“ á nú að nota til allra hluta, eins og til að knýja rafbíla, rafknúnar járnbrautalestir, skip, flugvélar og til framleiðslu á stáli. Gallinn er bara hversu endurnýjanleg orka til að framleiða ve...
Franska bændasambandið FDSEA skipulögðu mikil mótmæli á stór-Parísarsvæðinu föstudaginn 30. apríl undir kjörorðunum; „Frakkland, viltu enn hafa bændur?“
Kolefnisbinding hefur verið talsvert til umræðu á síðustu árum og verður eflaust áfram, einfaldlega vegna aðgerða víða um heim til að bregðast við loftslagsvandanum. Til þess þarf bæði að draga úr kolefnislosun sem og að auka kolefnisbindingu.
Nýlega kom út skýrsla á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands sem ber heitið Loftslag, kolefni og mold. Þar hafa starfsmenn Landbúnaðarháskóla Íslands lagst í það viðamikla verkefni að meta losun kolefnis vegna landnotkunar og hvernig sú losun tengist framleiðsluferlum í landbúnaði.
Hvernig ætlar vísindasamfélagið að nálgast umræðuna um loftslagsmál, þá sérstaklega þann hluta umræðunnar sem snýr að ákveðinni framleiðslu eða neyslu?
Það kannast líklega flestir við umræðuna um að mjólkurframleiðsla heimsins eigi sína hlutdeild í sótspori heimsbyggðarinnar þ.e. heildaráhrifum gróðurhúsalofttegunda en talið er að mjólkurframleiðsla, vinnsla og sala heimsins standi í dag undir um 4% af sótspori heimsbyggðarinnar.
Rannsókn tækniháskólans í Auckland sýna að sauðfjár- og nautgripabændur á Nýja-Sjálandi eru nú mjög nálægt því að hafa kolefnisjafnað sinn búskap.
Það er ágætt að árétta það strax í upphafi að allar aðgerðir sem draga úr áhrifum loftslagsbreytinga eru af hinu góða. Með breyttri neyslu má draga úr ýmsum óþarfa eins og matarsóun og brennslu á jarðefnaeldsneyti. Landeigendur verða einnig að huga að sinni landnotkun með það í huga að draga úr loftslagsáhrifum hennar. Þá er yfirleitt talað um skóg...
Loftslagsvænn landbúnaður er samstarfsverkefni stjórnvalda, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML), Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði og vegna landnýtingar og auka kolefnisbindingu í jarðvegi og gróðri. Í vor voru fimmtán sauðfjárbú valin til þátttöku í verkefninu ...
Í Bók sinni ,,Líf og land, Um vistfræði Íslands“ segir dr. Sturla Friðriksson 1973 (bls. 162): ,,Sauðfjárafurðir hafa löngum verið undirstaða í fæðu Íslendinga og verið orkugjafi þjóðarinnar. Til þess að maður þrífist sómasamlega, þarf hann 2500 kcal.
Á sumarleyfistímum er lítið um að vera í hinu opinbera kerfi. Allir njóta þess að ferðast innanlands eins og ráðlegging þríeykisins hljómaði í upphafi sumars. Það er ánægjulegt að sjá og finna hversu Íslendingar eru duglegir að nýta það sem landið okkar hefur upp á að bjóða.
Starfshópur um loftslagsmál í nautgriparækt hefur skilað skýrslu til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. Í skýrslunni er lögð áhersla á að þau gögn verði bætt sem liggja til grundvallar losunarbókhaldinu í nautgriparækt .
Ráðherrar fjögurra ráðuneyta í ríkisstjórn Íslands stóðu í dag fyrir kynningu á nýrri aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Þar kom fram að samkvæmt nýju stöðumati mun Ísland uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sínar og gott betur; með aðgerðum mun losun á gróðurhúsalofttegundum dragast saman um 35 prósent frá árinu 2005 til 2030, en ekki 29 prósent ein...