Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hlutverk landbúnaðarins í baráttunni gegn loftslagsvánni
Mynd / Bbl
Á faglegum nótum 20. september 2021

Hlutverk landbúnaðarins í baráttunni gegn loftslagsvánni

Höfundur: Unnsteinn Snorri Snorrason framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda - unnsteinn@bondi.is

Í skýrslu IPCC sem kom út í ágústbyrjun er að finna skýr skilaboð um að hraða verði aðgerðum til að draga úr loftslagsbreytingum. Í skýrslunni eru lagðar fram skýrar niðurstöður um að athafnir mannkyns eru meginorsök loftslagsbreytinga. Skýrslan styrkir enn frekar þann þekkingargrunn sem spálíkön vísindamanna byggja á. Nú er hægt að spá af meiri nákvæmni fyrir um áhrif loftslagsbreytinga. Þá kemur fram í skýrslunni að loftslagsbreytingar muni gera það að verkum að aftakaatburðir verða algengari og afdrifaríkari. Skilaboðin eru skýr - við getum enn haft áhrif á loftslagsbreytingar, en þurfum að ná árangri í aðgerðum strax.

Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi árið 2019 var 4.722 tonn CO2-ígilda án losunar vegna landnotkunar og skógræktar (LULUCF). Þar af var losun vegna landbúnaðar 619 tonn CO2-ígilda sem er 13% af losun Íslands árið 2019. Sé losun vegna landnotkunar og skógræktar talin með er heildarlosun Íslands 13.794 þúsund tonn CO2-ígilda. Í aðgerðaráætlun Stjórnvalda til að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda er gert ráð fyrir því að bein losun frá landbúnaði dragist saman um 5% miðað við árið 2005 og verði árið 2030 komin niður í 575.000 tonn CO2-ígilda. Þar að auki er gert ráð fyrir því að aðgerðir sem draga úr losun og auka bindingu í jarðvegi skili árið 2030 samdrætti í losun sem nemur 1.352 þúsund tonn CO2-ígilda. Það væri 515% aukning í samdrætti í losun og bindingu miðað við árið 2005.

Landbúnaðurinn gegnir mikilvægu hlutverki í aðgerðum stjórnvalda til að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Bæði hvað varðar beina losun frá landbúnaði en ekki síður þegar kemur að því að fást við losun frá landi. Á næstu árum þarf að auka enn í verkefni á þessu sviði. En á sama tíma þarf líka að styðja enn betur við grunnrannsóknir og ráðgjöf. Enn sem komið er skortir okkur íslensk viðmið fyrir losun frá landi. Það á hins vegar alls ekki að tefja okkur í aðgerðum – Verkefnin eru aðkallandi.

Hvað ætla bændur að gera?

Lykill að árangri í loftslagsmálum er markviss stefna sem byggir undir raunhæfa aðgerðaráætlun. Það er öllum ljóst að til þess að ná árangri í loftslagsmálum þarf að búa til hvata til aðgerða. Stjórnvöld geta t.d. stutt við fjárfestingar sem hvetja til innleiðingar á loftslagsvænum aðgerðum, svo dæmi sé nefnt. En árangur byggir ekki bara á aðgerðum stjórnvalda. Einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök þurfa líka að standa undir sinni ábyrgð.

Bændasamtök Íslands innleiddu stefnu í umhverfis- og loftslagsmálum árið 2020. Stefnan tekur til almennra atriða er varða landbúnað og umhverfismál. Meginþráðurinn í stefnunni eru loftslagsmál, sjálfbærni og vistheimt. Innleiðing stefnunnar er komin vel á veg. Dæmi um verkefni sem nú þegar eru komin í gang eru Loftslagsvænn landbúnaður og Kolefnisbrúin. Bæði verkefni lýsandi dæmi um að landbúnaðurinn setur loftslagsmál í forgang og hefur þegar hafið aðgerðir.

Loftslagsvænn landbúnaður er verkefni sem snýst um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í landbúnaði og auka kolefnisbindingu í jarðvegi. Verkefni er unnið í samstarfi Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Landgræðslunnar, Skógræktarinnar og stjórnvalda. Verkefnið felst í því að efla þekkingu bænda á loftslagsmálum, veita ráðgjöf varðandi aðgerðir sem gera búskapinn loftslagsvænni og stuðla að því að árangur náist í raunverulegum aðgerðum.

Kolefnisbrúin er einkahlutafélag í eigu BÍ og Landssamtaka skógareigenda. Markmiðið er að vinna með bændum/landeigendum að því að framleiða vottaðar kolefniseiningar, sem hægt er að nýta í þágu eigin rekstrar eða selja á markað. Undirbúningur er á lokastigi. Í upphafi mun Kolefnisbrúin leggja megin áherslu á skógrækt, en á síðari stigum er gert ráð fyrir að innleiða fjölbreyttari verkefni, svo sem á sviði landgræðslu og endurheimt votlendis. Kolefnisbrúin hefur það hlutverk að beina grænum fjárfestingum inn í landbúnaðinn. Erlendis er hugtakið „Carbon Farming“ notað yfir verkefni sem Kolefnisbrúin mun ná yfir. Þannig má líta á að ný búgrein sé að verða til á Íslandi – Kolefnisbúskapur. Bændasamtök Íslands sjá fyrir sér að Kolefnisbrúin muni gegna lykilhlutverki í aðgerðaráætlun stjórnvalda í tengslum við verkefni sem snúa að því að draga úr losun frá landi og auka bindingu kolefnis í jarðvegi.

Hvað þarf til að ná árangri?

Fyrr á þessu ári komu út tvær ­skýrslur um afkomu bænda. Annars vegar um stöðu sauðfjárræktar á Íslandi og hins vegar um afkomu bænda í nautakjötsframleiðslu. Meginniðurstöður sýna að afkoma bænda sem stunda þessar framleiðslugreinar er með öllu óviðunandi. Ekki er hægt að ætlast til að bændur takist á við verkefni á sviði loftslagsmála ef þeir hafa ekki fjárhagslega getu til þess. Þess vegna eru aðgerðir sem stuðla að bættri afkomu bænda grundvöllur þess að íslenskur landbúnaður geti tekist á við áskoranir á sviði loftslagsmála.

Sú ríkisstjórn sem tekur við völdum að loknum alþingiskosningum 25. september þarf að efla aðgerðir á sviði loftslagsmála til að ná markmiðum Íslands um kolefnishlutleysi árið 2040 – að losun kolefnis verði ekki umfram bindingu í jarðvegi. Til að ná þessum markmiðum þarf m.a. að tryggja íslenskum landbúnaði stöðugleika í afkomu og hvata til að takast á við ný verkefni á sviði loftslagsmála.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...