Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Loftslagsskýrsla um íslenska nautgriparækt
Mynd / smh
Fréttir 26. júní 2020

Loftslagsskýrsla um íslenska nautgriparækt

Höfundur: Ritstjórn

Starfshópur um loftslagsmál í nautgriparækt hefur skilað skýrslu til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. Í skýrslunni er lögð áhersla á að þau gögn verði bætt sem liggja til grundvallar losunarbókhaldinu í nautgriparækt.

Greint er frá útgáfu skýrslunnar á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Þar kemur fram að hópurinn hafi verið skipaður fyrr á árinu í framhaldi af undirritun samkomulags um breytingar á samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar.

Hlutverk hópsins var að setja saman verk- og fjárhagsáætlun og að útfæra þau atriði sem miða að kolefnisjöfnun greinarinnar. Í skýrslunni leggur starfshópurinn megináherslu á að þeir fjármunir sem til ráðstöfunar verða fram að næstu endurskoðun búvörusamninga árið 2023 verði nýttir annars vegar til að bæta þau gögn sem liggja til grundvallar losunarbókhaldinu í nautgriparækt og hins vegar til fræðsluverkefna.  Þýðingarmikið er að bændur hafi aðgang að sem bestum gögnum um losun frá sínum búum, séu meðvitaðir um hana og þá möguleika sem þeir hafa til að draga úr henni. Fjármunir sem verða til ráðstöfunar eftir endurskoðunina 2023 verði síðan nýttir til að ýta undir beinar aðgerðir á búunum," segir á vefnum.

Skýrsla starfshóps um loftslagsmál

Skylt efni: loftslagsmál | Nautgripir

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...