Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Loftslagsskýrsla um íslenska nautgriparækt
Mynd / smh
Fréttir 26. júní 2020

Loftslagsskýrsla um íslenska nautgriparækt

Höfundur: Ritstjórn

Starfshópur um loftslagsmál í nautgriparækt hefur skilað skýrslu til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. Í skýrslunni er lögð áhersla á að þau gögn verði bætt sem liggja til grundvallar losunarbókhaldinu í nautgriparækt.

Greint er frá útgáfu skýrslunnar á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Þar kemur fram að hópurinn hafi verið skipaður fyrr á árinu í framhaldi af undirritun samkomulags um breytingar á samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar.

Hlutverk hópsins var að setja saman verk- og fjárhagsáætlun og að útfæra þau atriði sem miða að kolefnisjöfnun greinarinnar. Í skýrslunni leggur starfshópurinn megináherslu á að þeir fjármunir sem til ráðstöfunar verða fram að næstu endurskoðun búvörusamninga árið 2023 verði nýttir annars vegar til að bæta þau gögn sem liggja til grundvallar losunarbókhaldinu í nautgriparækt og hins vegar til fræðsluverkefna.  Þýðingarmikið er að bændur hafi aðgang að sem bestum gögnum um losun frá sínum búum, séu meðvitaðir um hana og þá möguleika sem þeir hafa til að draga úr henni. Fjármunir sem verða til ráðstöfunar eftir endurskoðunina 2023 verði síðan nýttir til að ýta undir beinar aðgerðir á búunum," segir á vefnum.

Skýrsla starfshóps um loftslagsmál

Skylt efni: loftslagsmál | Nautgripir

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...