Nýtt á lista reyndra nauta
Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum hefur verið settur í hóp reyndra nauta í dreifingu af fagráði í nautgriparækt.
Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum hefur verið settur í hóp reyndra nauta í dreifingu af fagráði í nautgriparækt.
Unnið er að breytingum á reglugerð um velferð nautgripa. Niðurstöður eru í vinnslu úr samráðsgátt vegna fyrstu breytinga sem fyrirhugað er að gera. Breytingarnar gera annars vegar ráð fyrir bættri aðstöðu fyrir nautgripi og hins vegar skýrara orðalagi ákvæða reglugerðarinnar.
Starfshópur um loftslagsmál í nautgriparækt hefur skilað skýrslu til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. Í skýrslunni er lögð áhersla á að þau gögn verði bætt sem liggja til grundvallar losunarbókhaldinu í nautgriparækt .
Hagstofa Íslands hefur gefið út rekstrar- og efnahagsyfirlit landbúnaðarins fyrir sauðfjárbú, kúabú og önnur nautgripabú eftir aðalstarfssemi. Yfirlitin eru byggð á rekstrarframtölum en sett fram á formi hefðbundinna rekstrar- og efnahagsreikninga.
Niðurstöður skimunar benda til þess að afbrigði af STEC sem getur valdið sýkingum sé hluti af náttúrlegri örveruflóru íslenskra nautgripa og sauðfjár og svo hefur líklega verið um langt skeið.
Þótt vertíðin standi nú sem hæst í sauðfjárslátrun í kjölfar smölunar er ekki eins árstíðabundin slátrun annarra búfjártegunda.
Afurðir nautgripa, kjöt og mjólk, eru meginstoðir matvælaframleiðslu í heiminum. Nautgripir njóta helgi samkvæmt trú hindúa. Í fimm löndum heims eru fleiri nautgripir en fólk.
Fyrir nokkrum árum flutti bóndi í Devon á Bretlandseyjum inn nokkra gripi af evrópsku kúakyni sem kallast Heck. Gripirnir þykja einstaklega mannýgir og hefur bóndinn neyðst til að fækka í stofninum.