Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Hecknaut
Hecknaut
Fréttir 7. janúar 2015

Mannýgt nautgripakyn kennt við nasista

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrir nokkrum árum flutti bóndi í Devon á Bretlandseyjum inn nokkra gripi af evrópsku kúakyni sem kallast Heck. Gripirnir þykja einstaklega mannýgir og hefur bóndinn neyðst til að fækka í stofninum.

Kynið er skylt uxum sem gengu villtir í Evrópu fyrir nokkrum öldum. Nafnið Heck er dregið af nafni þýsku Heck bræðranna, dýrafræðinga, sem þróuðu kynið með kynbótum í upphafi 20 aldar. Hugmyndin mun hafa verið sú að gripirnir líktust nautgripum goð- og þjóðsagna. Sagan segir að í Þýskalandi nasismans hafi verið hugmyndir um að sleppa gripunum lausum í Evrópu og leyfa veiðar á þeim.

Gripirnir sem eru stórhyrndir fremur úfnir á að líta hafa löngum verið kenndir við nasisma vegna uppruna síns og geðslags.

Ræktum gripanna gekk vel en að sögn eiganda þeirra réðust þeir á fólk um leið og tækifæri gafst og margir áttu, að hans sögn, fótum sínum líf að launa ef þeir hættu sér út á akur þar sem gripirnir voru á beit. Starfsfólk búsins var einnig í stöðugri lífshættu þegar það var að sinna gripunum og því ekki um annað að ræða en að slátra þeim allar mannýgustu.

Til að koma sláturgripunum inn í flutningabílinn var fengin spretthraður ungur maður til að fara inn á akur þar sem gripirnir voru á beit. Þeir eltu hann síðan í geðvonsku sinni og  tók maðurinn stefnuna upp á rampi og þaðan inn í flutningabílinn með nautin á eftir sér.

Skylt efni: Nautgripir | England | búfjárkyn

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...