Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hecknaut
Hecknaut
Fréttir 7. janúar 2015

Mannýgt nautgripakyn kennt við nasista

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrir nokkrum árum flutti bóndi í Devon á Bretlandseyjum inn nokkra gripi af evrópsku kúakyni sem kallast Heck. Gripirnir þykja einstaklega mannýgir og hefur bóndinn neyðst til að fækka í stofninum.

Kynið er skylt uxum sem gengu villtir í Evrópu fyrir nokkrum öldum. Nafnið Heck er dregið af nafni þýsku Heck bræðranna, dýrafræðinga, sem þróuðu kynið með kynbótum í upphafi 20 aldar. Hugmyndin mun hafa verið sú að gripirnir líktust nautgripum goð- og þjóðsagna. Sagan segir að í Þýskalandi nasismans hafi verið hugmyndir um að sleppa gripunum lausum í Evrópu og leyfa veiðar á þeim.

Gripirnir sem eru stórhyrndir fremur úfnir á að líta hafa löngum verið kenndir við nasisma vegna uppruna síns og geðslags.

Ræktum gripanna gekk vel en að sögn eiganda þeirra réðust þeir á fólk um leið og tækifæri gafst og margir áttu, að hans sögn, fótum sínum líf að launa ef þeir hættu sér út á akur þar sem gripirnir voru á beit. Starfsfólk búsins var einnig í stöðugri lífshættu þegar það var að sinna gripunum og því ekki um annað að ræða en að slátra þeim allar mannýgustu.

Til að koma sláturgripunum inn í flutningabílinn var fengin spretthraður ungur maður til að fara inn á akur þar sem gripirnir voru á beit. Þeir eltu hann síðan í geðvonsku sinni og  tók maðurinn stefnuna upp á rampi og þaðan inn í flutningabílinn með nautin á eftir sér.

Skylt efni: Nautgripir | England | búfjárkyn

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...