Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hecknaut
Hecknaut
Fréttir 7. janúar 2015

Mannýgt nautgripakyn kennt við nasista

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrir nokkrum árum flutti bóndi í Devon á Bretlandseyjum inn nokkra gripi af evrópsku kúakyni sem kallast Heck. Gripirnir þykja einstaklega mannýgir og hefur bóndinn neyðst til að fækka í stofninum.

Kynið er skylt uxum sem gengu villtir í Evrópu fyrir nokkrum öldum. Nafnið Heck er dregið af nafni þýsku Heck bræðranna, dýrafræðinga, sem þróuðu kynið með kynbótum í upphafi 20 aldar. Hugmyndin mun hafa verið sú að gripirnir líktust nautgripum goð- og þjóðsagna. Sagan segir að í Þýskalandi nasismans hafi verið hugmyndir um að sleppa gripunum lausum í Evrópu og leyfa veiðar á þeim.

Gripirnir sem eru stórhyrndir fremur úfnir á að líta hafa löngum verið kenndir við nasisma vegna uppruna síns og geðslags.

Ræktum gripanna gekk vel en að sögn eiganda þeirra réðust þeir á fólk um leið og tækifæri gafst og margir áttu, að hans sögn, fótum sínum líf að launa ef þeir hættu sér út á akur þar sem gripirnir voru á beit. Starfsfólk búsins var einnig í stöðugri lífshættu þegar það var að sinna gripunum og því ekki um annað að ræða en að slátra þeim allar mannýgustu.

Til að koma sláturgripunum inn í flutningabílinn var fengin spretthraður ungur maður til að fara inn á akur þar sem gripirnir voru á beit. Þeir eltu hann síðan í geðvonsku sinni og  tók maðurinn stefnuna upp á rampi og þaðan inn í flutningabílinn með nautin á eftir sér.

Skylt efni: Nautgripir | England | búfjárkyn

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum
Fréttir 24. maí 2022

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum

Undanfarnar vikur hafa borist fregnir af því að rússneskir hermenn fari ránshend...

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót
Fréttir 24. maí 2022

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót

Skrifað hefur verið undir styrktar­samning til tveggja ára milli Skógræktarfélag...

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu
Fréttir 23. maí 2022

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu

Þegar Nissan kynnti fyrst áætlanir um frumgerð fatskjarnarafhlaða (solid-state),...

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...