Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Útivist nautgripa
Mynd / Jón Eiríksson
Á faglegum nótum 3. júlí 2023

Útivist nautgripa

Höfundur: Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir nautgripa og sauðfjár hjá MAST

Með breytingareglugerð nr. 379/2022 við reglugerð um velferð nautgripa nr. 1065/2014 voru kröfur um útivist nautgripa auknar.

Skv. reglugerðinni gildir að:

Allir naut- gripir skulu komast á beit á grónu landi í átta vikur hið minnsta á tímabilinu frá 15. maí til 15. október ár hvert. Undanskildir eru kálfar fæddir á viðkomandi ári svo og graðnaut. Aðgangur að útigerði uppfyllir ekki kröfur um útivist á grónu landi.

Þetta þýðir að allar mjólkurkýr þurfa að komast á beit á grónu landi daglega í a.m.k. 8 vikur á tímabilinu frá miðjum maí fram í miðjan október. Er þessi krafa tilkomin út frá bæði velferðarsjónarmiðum til þess að þær hafi möguleika á að sinna sínu eðlilega atferli sem er að beita sér á gróið land, en einnig út frá heilsufarssjónarmiðum þar sem nautgripir, eins og menn, taka D-vítamín upp í gegnum húðina í sólskini. Þetta þýðir einnig að allar kvígur, sem ekki eru fæddar á árinu eiga að komast á beit í að lágmarki 8 vikur einnig.

Einu nautgripirnir sem eru undanskildir þessari meginreglu um 8 vikna útivist eru graðnaut og ungir kálfar sem fæddir eru á árinu.

Matvælastofnun er ætlað að hafa eftirlit með útivist nautgripa. Mun verða lögð aukin áhersla á þetta eftirlit nú í sumar. Athygli skal vakin á því að ef grunur vaknar um að krafa um lögbundna útivist nautgripa sé ekki uppfyllt er það bóndans að sanna að svo sé, t.d útivistardagbók.

Eftirlitið fer fram á tvennan hátt, þ.e. ábendingum sem berast stofnuninni verður fylgt vel eftir eins og hingað til og einnig munu eftirlitsmenn Mast vera með virkt eftirlit með ferðum um héruð landsins. Síðasta tækifærið til þess að setja gripi út og ná 8 vikna útivist eins og reglugerðin gerir ráð fyrir er 15. ágúst.

Athygli er vakin á því að ef reglugerðarákvæði um útivist er brotið hefur Mast heimild til þess að beita dagsektum til að þvinga fram úrbætur. Ef það dugar ekki til hefur stofnunin heimild til þess að leggja á stjórnvaldssekt sem getur numið umtalsverðri upphæð.

Skylt efni: Nautgripir | nautgriparækt

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...