Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Allir nautgripir komist á beit á grónu landi í tiltekinn tíma
Mynd / smh
Fréttir 12. ágúst 2021

Allir nautgripir komist á beit á grónu landi í tiltekinn tíma

Höfundur: smh

Unnið er að breytingum á reglugerð um velferð nautgripa. Niðurstöður eru í vinnslu úr samráðsgátt vegna fyrstu breytinga sem fyrirhugað er að gera. Breytingarnar gera annars vegar ráð fyrir bættri aðstöðu fyrir nautgripi og hins vegar skýrara orðalagi ákvæða reglugerðarinnar. 

Það var Matvælastofnun sem óskaði eftir breytingunum á reglugerðinni og tillögurnar byggðar á reynslu af framkvæmd eftirlits Matvælastofnunar og bænda sem starfa á grundvelli reglugerðarinnar.

Skylt að hafa burðarstíur í lausagöngufjósum 

Með breytingunum verður felld brott sú skylda að í fjósum sem byggð eru fyrir gildistöku reglugerðarinnar árið 2014 skuli vera burðarstía. Matvælastofnun metur það sem svo að ekki sé þörf á að í slíkum fjósum sem ekki séu lausagöngufjós sé burðarstía þar sem kýrnar beri á básunum, sé þess gætt að nægilegt rými sé fyrir þær. Hins vegar leggur stofnunin til að skylt verði að hafa burðarstíur í lausagöngufjósum.

„Það er lagt til í því skyni að skýra nánar hvaða fjós eru undanskilin frá þeirri skyldu að hafa burðarstíu. Í fyrri reglugerð frá árinu 2002 var krafa um burðarstíu í lausagöngu­fjósum. Matvælastofnun mat það svo að ekki væri ásættanlegt að lausagöngufjós byggð fyrir gildistöku þeirrar reglugerðar hafi ekki burðarstíu. Því er lagt til að öll lausagöngufjós sem byggð eru fyrir gildistöku reglugerðarinnar hafi frest til ársloka 2034 til að uppfylla skilyrði um legubása. Þetta er hugsað sem aðlögunartími fyrir eldri lausagöngufjós,“ segir í greinargerð með málinu í samráðsgátt.

Allir nautgripir á beit á grónu landi

Þá er lagt til að allir nautgripir skuli komast á beit á grónu landi í átta vikur að lágmarki á tímabilinu 15. maí til 15. október ár hvert. Undanskildir eru kálfar fæddir á viðkomandi ári svo og graðnaut. Aðgangur að útigerði uppfyllir ekki kröfur um útivist á grónu landi. Í umsögnum Bændasamtaka Íslands (BÍ) og Landssambandi kúabænda (LK) um þetta atriði kemur fram að þau telja slíkt fyrirkomulag almennt jákvætt en lýsa áhyggjum af aldri kálfa þegar þeir eru settir í hagabeit þar sem fyrstu tólf mánuðir kálfanna séu þeir viðkvæmustu.

Loks er í breytingum gert ráð fyrir útiskjóli fyrir gripi sem hafi að minnsta kosti þrjá veggi og þak. Telja BÍ og LK að kröfur um slík mannvirki gætu orðið of kostnaðarsamar fyrir bændur.

Leggja BÍ til að horft verði til reglugerðar um velferð hrossa um slík atriði þar sem tekið sé tillit til þess að fullnægjandi náttúrulegt skjól geti verið til reiðu og „þar sem það er ekki fyrir hendi skuli bjóða upp á aðgang að manngerðum skjólveggjum, sem veita skjól frá veðri úr helstu áttum. Líta þarf til rannsókna þegar lágmarkskröfur eru skilgreindar í reglugerðum en horfa þarf til fóðrunar, kyns og aðstæðna frekar en tegundar skjóls eingöngu,“ segir í umsögn BÍ.

Bændasamtökin gera athugasemd við að ekki hafi verið haft samráð við samtök bænda við gerð tillagna að breytingunum sem liggja fyrir.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...