Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Töluverð framleiðsluaukning í alifugla- og nautgripakjöti
Mynd / smh
Fréttir 25. október 2017

Töluverð framleiðsluaukning í alifugla- og nautgripakjöti

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Þótt vertíðin standi nú sem hæst í sauðfjárslátrun í kjölfar smölunar er ekki eins árstíðabundin slátrun annarra búfjártegunda.  
 
Framleiðsla og sala á alifuglakjöti heldur áfram að aukast. Þannig voru framleidd rúmlega 9.575 tonn af alifuglakjöti á síðustu 12 mánuðum sem er 9,3% aukning milli ára. 
 
Veruleg aukning er á framleiðslu kjúklinga í 1. flokk, eða sem nemur 13,4%. Nam 12 mánaða framleiðslan tæplega 8.943 tonnum framleiðslan á síðasta ársfjórðungi var tæplega 2.352 tonn. Aftur á móti var 40,2% samdráttur í framleiðslu á annars flokks kjúklingakjöti sem var reyndar ekki nema 3,2% af heildinni, eða tæp 310 tonn. 
 
Á síðustu 12 mánuðum voru framleidd nærri 71,5 tonn af holdahænum sem er 14,7% samdráttur milli ára. 
 
Kalkúnaframleiðslan nam rúmlega 251 tonni sem er 6,8% samdráttur milli ára. 
 
Aukin sala alifuglakjöti
 
Sala á innlendu alifuglakjöti jókst á síðustu 12 mánuðum um 5% frá fyrra ári. Er öll aukningin og ríflega það vegna sölu á 1. flokks kjúklingakjöti því samdráttur varð í sölu annarra flokka alifuglakjöts.   
 
Birgðir alifuglakjöts í lok september námu tæpum 670 tonnum og var þar eingöngu um birgðir af kjúklingakjöti að ræða. Var birgðastaðan 51,5% meiri en í sama mánuði í fyrra.
 
Framleiðsluaukning á nautakjöti
 
Í framleiðslu á nautgripakjöti, sem eru ungneyti, kýr, ungkýr, naut, ungkálfar og alikálfar, hafa verið framleidd rúmlega 4.593 tonn á 12 mánaða tímabili og hefur verið 5,2% aukning á milli ára. Á síðasta ársfjórðungi nam aukningin 0,9 % en samdráttur varð í september upp á 5,1% miðað við sama tíma í fyrra. Nú voru framleidd rúmlega 372 tonn af nautgripakjöti í september. 
 
Um 4,5% aukning hefur verið á sölu afurðastöðva á nautgripakjöti á 12 mánaða tímabili miðað við árið á undan. Nam salan tæplega 4.574 tonnum og voru birgðir í byrjun september óverulegar eða tæplega 18 tonn og voru þær nærri 25% minni en á sama tíma á síðasta ári. Miðað við síðustu 12 mánuði voru birgðirnar 3% minni en 12 mánuði þar á undan. Birgðastaðan í lok september var aftur á móti um 28 tonn. 
 
Samdráttur í svínakjötsframleiðslu 
 
Framleiðsla á svínakjöti hefur dregist saman um 2% á tólf mánaða tímabili og sala frá afurðastöðvum um 3%. 
 
Svínakjötsframleiðslan síðustu 12 mánuði var rúmlega 6.147 tonn sem er eins og fyrr sagði 2% minni framleiðsla en 12 mánuði þar á undan. Salan var aðeins meiri á þessum 12 mánuðum eða tæplega 6.152 tonn sem er samt 3% minni sala en árið á undan. 
 
Svínabændur í erfiðri samkeppnisstöðu 
 
Svínabændur hafa kvartað undan stöðugt auknum innflutningi á svínakjöti á undanförnum árum sem íslensku svínabúin eiga erfitt með að keppa við. Erlendis sé verið að framleiða kjötið með aðferðum sem ekki þykja boðlegar á Íslandi. Viðvörunarorð lækna á Landspítalanum sem vara við þeirri ógn sem fólki stafar af mikilli sýklalyfjanotkun í landbúnaði víða um heim virðast þar litlu skipta. Einnig þótt staðfest sé að lyfjanotkun íslensku svínabúanna sé ekki nema brot af því sem þekkist í þeim löndum sem verið er að flytja kjöt til Íslands. 
 
Framleidd voru 499,2 tonn af svínakjöti í september, en 96% af því var grísakjöt. Salan í september var nánast sú sama, eða einungis 20 kg minni. 
 
Samkvæmt tölum Búnaðarstofu hefur verið verulega mikið minna slátrað af göltum á undanförnu ári en árið á undan. Er samdrátturinn 64,8%. Í síðasta mánuði var engum gelti slátrað en galtakjötsframleiðslan á síðasta ársfjórðungi nam einungis 193 kílóum og samdráttur frá sama tímabili í fyrra var 91,9%. 
 
Á síðasta ársfjórðungi voru framleidd tæplega 57 tonn af gyltukjöti, en 12 mánaða slátrunin á gyltum gaf rúmlega 206 tonn sem er 2,1% aukning milli ára.
 
Engar birgðir voru til af íslensku svínakjöti hjá sláturleyfishöfum í lok september, en þær voru 40 tonn í upphafi mánaðarins. 
 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...