Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Tekjur í sauðfjár- og kúabúskap dragast saman
Fréttir 19. desember 2018

Tekjur í sauðfjár- og kúabúskap dragast saman

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hagstofa Íslands hefur gefið út rekstrar- og efnahagsyfirlit landbúnaðarins fyrir sauðfjárbú, kúabú og önnur nautgripabú eftir aðalstarfssemi. Yfirlitin eru byggð á rekstrarframtölum en sett fram á formi hefðbundinna rekstrar- og efnahagsreikninga.

Rekstraraðilum í landbúnaði er skipt eftir aðalstarfsemi samkvæmt atvinnugreinaflokkum og skiptingu tekna úr landbúnaði samkvæmt framtölum (e. main economic activity). Aðalstarfsemi er þannig sú búgrein sem skilar hæstu hlutfalli tekna hvers bús. Upplýsingarnar eru settar fram eftir landsvæði og stærðarskiptingu búa.

Sauðfjárbú
Árið 2017 höfðu 1.441 aðilar sauðfjárbúskap að aðalstarfsemi og hafði þeim fækkað um 36 frá árinu áður. Tekjur sauðfjárbúa námu 11,8 ma.kr. króna árið 2017 og lækkuðu því um 10,0% miðað við árið 2016. Afkoma sauðfjárbúa fyrir skatta (EBIT) dróst af þeim sökum saman um 56% milli áranna 2016 og 2017.

Aðilar með sauðfjárbúskap sem aðalbúgrein 2016 2017 % Breyting
Fjöldi 1.477 1.441 -2,4%
Rekstrartekjur samtals, m.kr. 13.064 11.761 -10,0%
Rekstrargjöld samtals, m.kr. -11.366 -11.016 -3,1%
Hagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT), m.kr. 1.698 744 -56,2%

Af þeim 1.441 aðilum sem höfðu sauðfjárbúskap að aðalstarfsemi árið 2017 voru 520 sem höfðu færri en 100 fjár (36% af heildinni). Aðilar með færri en 100 fjár höfðu 1,2 ma.kr. í tekjur (11% af heildinni) en rekstrarafkoma þeirra fyrir fjármagnsliði reyndist neikvæð um 96 milljónir króna (en nettó afkoma allra búa 744 milljónir).

Fjöldi sauðfjár Fjöldi sauðfjárbúa Tekjur, m.kr. Gjöld, m.kr. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT), m.kr.
1-100 520 1.239 1.336 -96
101-200 255 1.394 1.451 -57
201-300 222 2.055 1.969 86
301-400 195 2.366 2.211 155
401-500 116 1.834 1.627 207
501-600 66 1.272 1.065 207
601-700 37 785 657 128
>700 30 816 701 115
Samtals 1.441 11.761 11.016 744

Kúabú
614 aðilar höfðu ræktun mjólkurkúa að aðalstarfsemi árið 2017. Tekjur þeirra voru 21,9 milljarðar króna það ár, samanborið við 23,9 milljarða króna árið áður og höfðu tekjur þar með lækkað um 8,5% milli ára. Rekstrarafkoma kúabúa fyrir skatta (EBIT) nam 3,4 ma.kr. árið 2017.

Aðilar með ræktun mjólkurkúa sem aðalbúgrein 2016 2017 % Breyting
Fjöldi 631 614 -2,7%
Rekstrartekjur samtals, m.kr. 23.940 21.897 -8,5%
Rekstrargjöld samtals, m.kr. 18.889 18.470 -2,2%
Hagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT), m.kr. 5.051 3.427 -32,2%

Eignir jukust um 5,5% frá fyrra ári og skuldir um 2,2%. Þar með batnaði eiginfjárstaða kúabúa í heild fimmta árið í röð og var eiginfjárhlutfall í lok árs um 0%.

Talnae

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...