Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vísindamenn að störfum.
Vísindamenn að störfum.
Mynd / Þóroddur Sveinsson
Fréttir 7. apríl 2022

Ný rannsókn á losun CO2 úr ræktarlandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Nýjar rannsóknir, „Langtímatap kolefnis í framræstu ræktarlandi“, sem kynntar hafa verið í riti Land­búnaðarháskóla Íslands, benda til að veruleg skekkja geti verið í útreikningum á losun koltví­sýrings af landnotkun á Íslandi.

Íslensk yfirvöld hafa fullyrt að samkvæmt loftslagsbókhaldi Íslands hafi heildarlosun koltvísýringsígilda (CO2) vegna framræsts lands numið frá 8,5 til 9,5 milljónum tonna á ári. Þar hefur einnig verið fullyrt að það jafngilti frá 60 til 72% af heildarlosun Íslands á CO2.

Samkvæmt rannsóknunum, sem gerðar voru á Norðurlandi á ár­unum 2020 til 2021, þá nemur kolefnis­losunin á mismunandi stöðum frá 0,26 tonnum á hektara og upp í 1,39 tonn. Umreiknað í losun koltvísýrings samkvæmt stöðlum IPCC þýðir það frá 0,95 tonnum og upp í 5,10 tonn á hektara, eða að meðaltali 3,03 tonn á hektara, en ekki 21 til 32 tonn eins og fullyrt hefur verið af opinberum aðilum. Munurinn nemur að meðaltali 23,67 tonnum á hektara, sem gerir mögu­lega skekkju upp á 88,65%.

Að mati vísindamannanna er nauðsyn­legt að halda rannsókn­unum áfram. 

– Sjá nánar á bls. 20–21 í nýju Bændablaði.

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...