Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vísindamenn að störfum.
Vísindamenn að störfum.
Mynd / Þóroddur Sveinsson
Fréttir 7. apríl 2022

Ný rannsókn á losun CO2 úr ræktarlandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Nýjar rannsóknir, „Langtímatap kolefnis í framræstu ræktarlandi“, sem kynntar hafa verið í riti Land­búnaðarháskóla Íslands, benda til að veruleg skekkja geti verið í útreikningum á losun koltví­sýrings af landnotkun á Íslandi.

Íslensk yfirvöld hafa fullyrt að samkvæmt loftslagsbókhaldi Íslands hafi heildarlosun koltvísýringsígilda (CO2) vegna framræsts lands numið frá 8,5 til 9,5 milljónum tonna á ári. Þar hefur einnig verið fullyrt að það jafngilti frá 60 til 72% af heildarlosun Íslands á CO2.

Samkvæmt rannsóknunum, sem gerðar voru á Norðurlandi á ár­unum 2020 til 2021, þá nemur kolefnis­losunin á mismunandi stöðum frá 0,26 tonnum á hektara og upp í 1,39 tonn. Umreiknað í losun koltvísýrings samkvæmt stöðlum IPCC þýðir það frá 0,95 tonnum og upp í 5,10 tonn á hektara, eða að meðaltali 3,03 tonn á hektara, en ekki 21 til 32 tonn eins og fullyrt hefur verið af opinberum aðilum. Munurinn nemur að meðaltali 23,67 tonnum á hektara, sem gerir mögu­lega skekkju upp á 88,65%.

Að mati vísindamannanna er nauðsyn­legt að halda rannsókn­unum áfram. 

– Sjá nánar á bls. 20–21 í nýju Bændablaði.

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur
Fréttir 30. janúar 2026

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur

Evrópusambandið og Indland hafa lokið tuttugu ára samningaviðræðum um víðtækan f...

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...