Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Vísindamenn að störfum.
Vísindamenn að störfum.
Mynd / Þóroddur Sveinsson
Fréttir 7. apríl 2022

Ný rannsókn á losun CO2 úr ræktarlandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Nýjar rannsóknir, „Langtímatap kolefnis í framræstu ræktarlandi“, sem kynntar hafa verið í riti Land­búnaðarháskóla Íslands, benda til að veruleg skekkja geti verið í útreikningum á losun koltví­sýrings af landnotkun á Íslandi.

Íslensk yfirvöld hafa fullyrt að samkvæmt loftslagsbókhaldi Íslands hafi heildarlosun koltvísýringsígilda (CO2) vegna framræsts lands numið frá 8,5 til 9,5 milljónum tonna á ári. Þar hefur einnig verið fullyrt að það jafngilti frá 60 til 72% af heildarlosun Íslands á CO2.

Samkvæmt rannsóknunum, sem gerðar voru á Norðurlandi á ár­unum 2020 til 2021, þá nemur kolefnis­losunin á mismunandi stöðum frá 0,26 tonnum á hektara og upp í 1,39 tonn. Umreiknað í losun koltvísýrings samkvæmt stöðlum IPCC þýðir það frá 0,95 tonnum og upp í 5,10 tonn á hektara, eða að meðaltali 3,03 tonn á hektara, en ekki 21 til 32 tonn eins og fullyrt hefur verið af opinberum aðilum. Munurinn nemur að meðaltali 23,67 tonnum á hektara, sem gerir mögu­lega skekkju upp á 88,65%.

Að mati vísindamannanna er nauðsyn­legt að halda rannsókn­unum áfram. 

– Sjá nánar á bls. 20–21 í nýju Bændablaði.

Kjötskortur, hvað?
Fréttir 24. mars 2023

Kjötskortur, hvað?

Sé horft til ásetningsfjölda gripa á landinu er fyrirsjáanlegt að framboð á kjöt...

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum
Fréttir 24. mars 2023

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum

Aðalfundur deildar svínabænda Bændasamtaka Íslands var haldinn í Saltvík 16. mar...

Um 5% fækkun sauðfjár
Fréttir 24. mars 2023

Um 5% fækkun sauðfjár

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr matvælaráðuneytinu hefur orðið um fimm prósen...

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa
Fréttir 24. mars 2023

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa

Tvö eggjabú munu hætta framleiðslu í júní nk. Formaður deildar eggjabænda segir ...

Áburðarframleiðsla á döfinni
Fréttir 23. mars 2023

Áburðarframleiðsla á döfinni

Á Búnaðarþingi mun Þorvaldur Arnarsson, verkefnastjóri hjá Landeldi hf., kynna v...

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra
Fréttir 23. mars 2023

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra

Matvælaráðherra fundaði með eyfirskum bændum síðastliðið sunnudagskvöld í mötune...

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin
Fréttir 23. mars 2023

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin

Á mánudaginn var hið íslenska Næra fiskinasl frá Responsible Foods útnefnt besta...

Ekki féhirðir annarra
Fréttir 23. mars 2023

Ekki féhirðir annarra

Þórarinn Skúlason og Guðfinna Guðnadóttir, bændur á Steindórsstöðum, eru á meðal...