Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Endurmat á losun frá ræktarlöndum
Fréttir 23. febrúar 2023

Endurmat á losun frá ræktarlöndum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Landgræðslunni hefur verið falin umsjón með endurmati á losun gróðurhúsalofttegunda frá ræktarlöndum bænda.

Tilgangurinn er að afla nýrra gagna með uppfærslu á losunarstuðlum fyrir mismunandi jarðvegsgerðir svo bæta megi losunarbókhald Íslands gagnvart alþjóðlegum skuldbindingum í loftslagsmálum.

Frá árinu 2018 hafa gögn Rannsóknastofnunar landbúnaðarins frá 1975 verið notuð til að áætla losun gróðurhúsalofttegunda í íslenskum steinefnajarðvegi, sem telst vera um 55 prósent alls ræktarlands Íslands.

Lífrænn jarðvegur á framræstu landi telst vera um 45 prósent ræktarlands. Stór hluti heildarlosunar gróðurhúsalofttegunda frá landnýtingarhluta landbúnaðarins er áætlaður frá þessum landnýtingar- flokki, en ekki er til íslenskur reiknistuðull fyrir losun frá þessu landi og því hefur verið notast við stuðla sem milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar gefur út.

Möguleikar á að telja sér bindingu til tekna

Samkvæmt skuldbindingum Íslands gagnvart Evrópusambandinu telst losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum landbúnaði vera á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Landnýtingarhluti landbúnaðarins, sem innifelur uppgjör frá ræktarlöndum og skógrækt, er það hins vegar ekki í dag. Hann fellur í flokkinn landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt (LULUCF). Þó þarf að gera grein fyrir þeirri losun í losunarbókhaldi Íslands gagnvart alþjóðlegum skuldbindingum í loftslagsmálum. Möguleikar eru á að telja bindingu koltvísýrings í þeim flokki að einhverju leyti sér til tekna í losunarbókhaldinu.

Nú liggur fyrir að Ísland þarf að gera upp skuldir sínar á þessu ári vegna skuldbindinga gagnvart seinni Kýótóbókuninni, tímabilið 2013 til 2020. Ísland losaði á tímabilinu tæpar 7,7 milljónir tonna koltvísýringsígilda (CO2- íg) umfram heimildir. Leyfilegt var að telja tæplega 4,3 milljónir tonna CO2-íg fram til frádráttar sem bindingareiningar.

Þar af leiðandi var losun Íslands á þessu tímabili um 3,4 milljónir tonna CO2-íg umfram losunarheimildir og bindingareiningar – og Ísland þarf að kaupa losunarheimildir fyrir þessu magni. Kaupverð á losunarheimildum liggur ekki fyrir en í fjárlögum 2023 er gert ráð fyrir 800 milljóna króna fjárheimildum vegna uppgjörsins.

- Sjá nánar í fréttaskýringu á blaðsíðum 20–21 í fjórða tölublaði Bændablaðsins sem kom út í dag

Skylt efni: landnýting | loftslagsmál

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...