Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Endurmat á losun frá ræktarlöndum
Fréttir 23. febrúar 2023

Endurmat á losun frá ræktarlöndum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Landgræðslunni hefur verið falin umsjón með endurmati á losun gróðurhúsalofttegunda frá ræktarlöndum bænda.

Tilgangurinn er að afla nýrra gagna með uppfærslu á losunarstuðlum fyrir mismunandi jarðvegsgerðir svo bæta megi losunarbókhald Íslands gagnvart alþjóðlegum skuldbindingum í loftslagsmálum.

Frá árinu 2018 hafa gögn Rannsóknastofnunar landbúnaðarins frá 1975 verið notuð til að áætla losun gróðurhúsalofttegunda í íslenskum steinefnajarðvegi, sem telst vera um 55 prósent alls ræktarlands Íslands.

Lífrænn jarðvegur á framræstu landi telst vera um 45 prósent ræktarlands. Stór hluti heildarlosunar gróðurhúsalofttegunda frá landnýtingarhluta landbúnaðarins er áætlaður frá þessum landnýtingar- flokki, en ekki er til íslenskur reiknistuðull fyrir losun frá þessu landi og því hefur verið notast við stuðla sem milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar gefur út.

Möguleikar á að telja sér bindingu til tekna

Samkvæmt skuldbindingum Íslands gagnvart Evrópusambandinu telst losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum landbúnaði vera á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Landnýtingarhluti landbúnaðarins, sem innifelur uppgjör frá ræktarlöndum og skógrækt, er það hins vegar ekki í dag. Hann fellur í flokkinn landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt (LULUCF). Þó þarf að gera grein fyrir þeirri losun í losunarbókhaldi Íslands gagnvart alþjóðlegum skuldbindingum í loftslagsmálum. Möguleikar eru á að telja bindingu koltvísýrings í þeim flokki að einhverju leyti sér til tekna í losunarbókhaldinu.

Nú liggur fyrir að Ísland þarf að gera upp skuldir sínar á þessu ári vegna skuldbindinga gagnvart seinni Kýótóbókuninni, tímabilið 2013 til 2020. Ísland losaði á tímabilinu tæpar 7,7 milljónir tonna koltvísýringsígilda (CO2- íg) umfram heimildir. Leyfilegt var að telja tæplega 4,3 milljónir tonna CO2-íg fram til frádráttar sem bindingareiningar.

Þar af leiðandi var losun Íslands á þessu tímabili um 3,4 milljónir tonna CO2-íg umfram losunarheimildir og bindingareiningar – og Ísland þarf að kaupa losunarheimildir fyrir þessu magni. Kaupverð á losunarheimildum liggur ekki fyrir en í fjárlögum 2023 er gert ráð fyrir 800 milljóna króna fjárheimildum vegna uppgjörsins.

- Sjá nánar í fréttaskýringu á blaðsíðum 20–21 í fjórða tölublaði Bændablaðsins sem kom út í dag

Skylt efni: landnýting | loftslagsmál

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...