Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sauðfjárbúskapur er mjög öflugur á Nýja-Sjálandi. Árið 2014 var talið að rúmlega 6 kindur væru á hvern íbúa í landinu, eða um 29 milljónir fjár. Í júní 2019 voru 26,7 milljónir fjár á Nýja-Sjálandi. Samsvarandi tala fyrir Ísland í dag þýddi að hér væru um 2,2 milljónir fjár, en ekki rétt rúmlega 400 þúsund eins og nú er.
Sauðfjárbúskapur er mjög öflugur á Nýja-Sjálandi. Árið 2014 var talið að rúmlega 6 kindur væru á hvern íbúa í landinu, eða um 29 milljónir fjár. Í júní 2019 voru 26,7 milljónir fjár á Nýja-Sjálandi. Samsvarandi tala fyrir Ísland í dag þýddi að hér væru um 2,2 milljónir fjár, en ekki rétt rúmlega 400 þúsund eins og nú er.
Fréttir 3. nóvember 2020

Sauðfjár- og nautgriparækt á Nýja-Sjálandi nánast kolefnishlutlaus

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Rannsókn tækniháskólans í Auckland sýna að sauðfjár- og nautgripabændur á Nýja-Sjálandi eru nú mjög nálægt því að hafa kolefnisjafnað sinn búskap. 

Rannsóknin var leidd af Bradley Case, sem er reyndur fyrirlesari við vistfræðistofnun háskólans. Þar er áætlað að trjágróður á beitarlandi bænda sauðfjár- og nautgripabænda bindi á milli 63–118% af því kolefni sem losnar við þessa landbúnaðarframleiðslu. Að meðaltali er kolefnisbindingin talin nema um 90% af losun þessara landbúnaðargreina. 

Rannsóknin var fjármögnuð af „Beef and lamb New Zealand“ og rýnd af Fionu Carswell og Adam Forbes, æðsta vísindamanni í landnýtingarrannsóknum við háskólann í Canterbury. Segir Bradley Case að niðurstaða rannsóknarinnar sýni að full ástæða sé til að viðurkenna þá kolefnisbindingu sem fram fer á jörðum bænda. 

Íslendingar með hlutfallslega fátt fé miðað við Nýsjálendinga

Sauðfjárbúskapur er mjög öflugur á Nýja-Sjálandi. Árið 2014 var talið að rúmlega 6 kindur væru á hvern íbúa í landinu, eða um 29 milljónir fjár. Í júní 2019 voru 26,7 milljónir fjár á Nýja-Sjálandi. Samsvarandi tala fyrir Ísland í dag þýddi að hér væru um 2,2 milljónir fjár, en ekki rétt rúmlega 400 þúsund eins og nú er. 

22 kindur á íbúa þegar mest var

Mestur var sauðfjárfjöldinn á Nýja-Sjálandi 1982, um 70 milljónir, eða rúmlega 22 kindur á íbúa miðað við íbúafjölda á þeim tíma (3.156.000). Sauðfjárrækt hefur dregist mikið saman frá 1982 samfara aukinni nautgriparækt og mjólkurframleiðslu. 

Þess má geta að Nýja-Sjáland er rúmlega tvöfalt stærra en Ísland, eða um 268 þúsund ferkílómetrar og íbúar í dag eru rúmlega 4,8 milljónir. Fjárfjöldi í dag samsvarar því tæplega 6 kindum á íbúa. 

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum
Fréttir 5. mars 2024

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum

Enn er opið fyrir umsóknir um framlög vegna vatnsveitna á lögbýlum sbr. regluger...

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...