Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sauðfjárbúskapur er mjög öflugur á Nýja-Sjálandi. Árið 2014 var talið að rúmlega 6 kindur væru á hvern íbúa í landinu, eða um 29 milljónir fjár. Í júní 2019 voru 26,7 milljónir fjár á Nýja-Sjálandi. Samsvarandi tala fyrir Ísland í dag þýddi að hér væru um 2,2 milljónir fjár, en ekki rétt rúmlega 400 þúsund eins og nú er.
Sauðfjárbúskapur er mjög öflugur á Nýja-Sjálandi. Árið 2014 var talið að rúmlega 6 kindur væru á hvern íbúa í landinu, eða um 29 milljónir fjár. Í júní 2019 voru 26,7 milljónir fjár á Nýja-Sjálandi. Samsvarandi tala fyrir Ísland í dag þýddi að hér væru um 2,2 milljónir fjár, en ekki rétt rúmlega 400 þúsund eins og nú er.
Fréttir 3. nóvember 2020

Sauðfjár- og nautgriparækt á Nýja-Sjálandi nánast kolefnishlutlaus

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Rannsókn tækniháskólans í Auckland sýna að sauðfjár- og nautgripabændur á Nýja-Sjálandi eru nú mjög nálægt því að hafa kolefnisjafnað sinn búskap. 

Rannsóknin var leidd af Bradley Case, sem er reyndur fyrirlesari við vistfræðistofnun háskólans. Þar er áætlað að trjágróður á beitarlandi bænda sauðfjár- og nautgripabænda bindi á milli 63–118% af því kolefni sem losnar við þessa landbúnaðarframleiðslu. Að meðaltali er kolefnisbindingin talin nema um 90% af losun þessara landbúnaðargreina. 

Rannsóknin var fjármögnuð af „Beef and lamb New Zealand“ og rýnd af Fionu Carswell og Adam Forbes, æðsta vísindamanni í landnýtingarrannsóknum við háskólann í Canterbury. Segir Bradley Case að niðurstaða rannsóknarinnar sýni að full ástæða sé til að viðurkenna þá kolefnisbindingu sem fram fer á jörðum bænda. 

Íslendingar með hlutfallslega fátt fé miðað við Nýsjálendinga

Sauðfjárbúskapur er mjög öflugur á Nýja-Sjálandi. Árið 2014 var talið að rúmlega 6 kindur væru á hvern íbúa í landinu, eða um 29 milljónir fjár. Í júní 2019 voru 26,7 milljónir fjár á Nýja-Sjálandi. Samsvarandi tala fyrir Ísland í dag þýddi að hér væru um 2,2 milljónir fjár, en ekki rétt rúmlega 400 þúsund eins og nú er. 

22 kindur á íbúa þegar mest var

Mestur var sauðfjárfjöldinn á Nýja-Sjálandi 1982, um 70 milljónir, eða rúmlega 22 kindur á íbúa miðað við íbúafjölda á þeim tíma (3.156.000). Sauðfjárrækt hefur dregist mikið saman frá 1982 samfara aukinni nautgriparækt og mjólkurframleiðslu. 

Þess má geta að Nýja-Sjáland er rúmlega tvöfalt stærra en Ísland, eða um 268 þúsund ferkílómetrar og íbúar í dag eru rúmlega 4,8 milljónir. Fjárfjöldi í dag samsvarar því tæplega 6 kindum á íbúa. 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...