Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Rangfærslur um kolefnislosun
Lesendarýni 8. júní 2022

Rangfærslur um kolefnislosun

Kolefnislosun í landbúnaði á Íslandi er metin út frá tveimur þáttum, annars vegar er um að ræða kolefnislosun frá framræstum jarðvegi og hins vegar er losun sem verður vegna annarra þátta innan býlanna.

Kolefnislosun frá framræstum jarðvegi hefur verið metin 100% hærri en aðrir þættir innan býlanna og vegur því þungt, svo þungt að margir halda því fram að kolefnisspor íslensks lambakjöts sé meira heldur en innflutts lambakjöts frá Ástralíu, sem er auðvitað fráleitt, enda þarf ekki nema að hugsa það til enda til að sjá að það stenst enga skoðun.

Minni losun en haldið hefur verið fram

Nýlega sendi Landbúnaðar­há­skól­inn á Hvanneyri frá sér skýrslu sem byggir meðal annars á rannsóknum sem gerðar voru á Norðurlandi á kolefnislosun frá framræstu landi. Niðurstöður þeirra rann­sókna sýna að fullyrðingar, sem haldið hefur verið á lofti á Íslandi árum saman um losun koltvísýrings og annarra meintra gróðurhúsalofttegunda úr framræstu landi, eru langt frá því að geta staðist.
Í skýrslunni segir að los­unin sem hér mælist verði að teljast lítil miðað við eldri mælingar sem gerðar hafa verið í framræstum, óræktuðum lífrænum mýrum. Það er full ástæða til að leggja í frekari rannsóknir á þessum málum hér á landi, því það hafa flogið nokkuð háværar fullyrðingar um langtímalosun koltvísýrings úr framræstu landi og mikilvægi þess að endurheimta þau votlendi sem framræst hafa verið á undanförnum áratugum.

Betri kortlagning

Í skýrslunni segir að til að kort­leggja sem næst raunverulega langtíma kolefnislosun í fram­ræstu ræktarlandi á Íslandi þurfi að gera átak í að mæla hana skipulega sem víðast. Væntanlega þarf samkvæmt þessi að mæla út frá mismunandi jarðvegi og á mismunandi landsvæðum. Það er mjög mikilvægt að frekari og stöðug vöktun fari fram á þeim þætti um allt land, það er mikilvægt ekki síst til þegar horft er til markmiða stjórnvalda í loftlagsmálum.

Halla Signý Kristjánsdóttir
Þingmaður Framsóknar

Velferð hrossa - seinni grein
Lesendarýni 28. mars 2023

Velferð hrossa - seinni grein

Í þessari grein verða tvö atriði skoðuð nánar sem tæpt var á í grein í þarsíðast...

Þess vegna eigum við að standa vörð um íslenska sauðfjárrækt
Lesendarýni 28. mars 2023

Þess vegna eigum við að standa vörð um íslenska sauðfjárrækt

Heimsfaraldur kórónuveiru og innrás Rússa í Úkraínu hefur kallað á endurskoðun á...

Raunveruleg staða nautgriparæktar
Lesendarýni 27. mars 2023

Raunveruleg staða nautgriparæktar

Staða nautakjötsframleiðslunnar á Íslandi er grafalvarleg svo ekki meira sé sagt...

Nýtt upphaf – matvælaframleiðsla á breiðari grunni
Lesendarýni 27. mars 2023

Nýtt upphaf – matvælaframleiðsla á breiðari grunni

Nýverið var kynnt skýrsla um eflingu kornræktar sem ber heitið „Bleikir akrar: a...

Skráning, ræktun, fræðsla, þjálfun og keppni
Lesendarýni 21. mars 2023

Skráning, ræktun, fræðsla, þjálfun og keppni

Smalahundafélag Íslands (SFÍ) er félag áhugamanna um ræktun, þjálfun og notkun B...

Litaerfðir hjá sauðfé
Lesendarýni 20. mars 2023

Litaerfðir hjá sauðfé

Hér höldum við áfram flakki okkar um yfirlitsgreinina Genetics of the phenotypic...

Áhættumat erfðablöndunar útskýrt
Lesendarýni 17. mars 2023

Áhættumat erfðablöndunar útskýrt

Valdimar Ingi Gunnarsson fer mikinn í Bændablaðinu þann 17. febrúar 2023 í gagnr...

Er sannleikurinn sagna bestur?
Lesendarýni 16. mars 2023

Er sannleikurinn sagna bestur?

Í grein sem Tryggvi Felixson ritaði í Bændablaðið 23. febrúar sl. undir fyrirsög...