Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Loftslags- og orkusjóður ætlar að veita rúmum milljarði til verkefna sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Myndin er frá Þórudalsheiði.
Loftslags- og orkusjóður ætlar að veita rúmum milljarði til verkefna sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Myndin er frá Þórudalsheiði.
Mynd / sá
Fréttir 2. maí 2025

Rúmur milljarður í þágu loftslagsaðgerða

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Veita á 1.300 milljónum króna í styrki vegna orkuskipta og tækni- og nýsköpunarverkefna á sviði loftslagsmála.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur tilkynnt að Loftslags- og orkusjóður muni veita styrki að upphæð 1.300 milljóna króna til almennra verkefna sem eru til þess fallin að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og gera Ísland óháðara jarðefnaeldsneyti.

Eru áherslur fyrir almenna úthlutun sjóðsins árið 2025 sagðar skiptast í tvo meginflokka. Eru þar annars vegar verkefni sem skila skjótum og mælanlegum árangri í útfösun kolefnis og skiptist sá flokkur niður á innviði fyrir stærri tæki og áfyllingarstöðvar fyrir raf- og lífeldsneyti. Hins vegar eru verkefni sem varða orkuskipti og orkusparnað í margvíslegum rekstri, orkuskipti á hafi og hringrásarverkefni. Hinn flokkurinn snýr að nýrri tækni og nýsköpunarverkefnum á sviði loftslagsmála.

Verður 1.000 m.kr. veitt í verkefni sem styðja við markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og 300 m.kr. til verkefna sem fela í sér innleiðingu á nýrri tækni eða nýsköpun á sviði loftslagsmála. Umsóknarfrestur er til 1. júní 2025.

Skylt efni: loftslagsmál

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...