Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Loftslags- og orkusjóður ætlar að veita rúmum milljarði til verkefna sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Myndin er frá Þórudalsheiði.
Loftslags- og orkusjóður ætlar að veita rúmum milljarði til verkefna sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Myndin er frá Þórudalsheiði.
Mynd / sá
Fréttir 2. maí 2025

Rúmur milljarður í þágu loftslagsaðgerða

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Veita á 1.300 milljónum króna í styrki vegna orkuskipta og tækni- og nýsköpunarverkefna á sviði loftslagsmála.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur tilkynnt að Loftslags- og orkusjóður muni veita styrki að upphæð 1.300 milljóna króna til almennra verkefna sem eru til þess fallin að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og gera Ísland óháðara jarðefnaeldsneyti.

Eru áherslur fyrir almenna úthlutun sjóðsins árið 2025 sagðar skiptast í tvo meginflokka. Eru þar annars vegar verkefni sem skila skjótum og mælanlegum árangri í útfösun kolefnis og skiptist sá flokkur niður á innviði fyrir stærri tæki og áfyllingarstöðvar fyrir raf- og lífeldsneyti. Hins vegar eru verkefni sem varða orkuskipti og orkusparnað í margvíslegum rekstri, orkuskipti á hafi og hringrásarverkefni. Hinn flokkurinn snýr að nýrri tækni og nýsköpunarverkefnum á sviði loftslagsmála.

Verður 1.000 m.kr. veitt í verkefni sem styðja við markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og 300 m.kr. til verkefna sem fela í sér innleiðingu á nýrri tækni eða nýsköpun á sviði loftslagsmála. Umsóknarfrestur er til 1. júní 2025.

Skylt efni: loftslagsmál

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...