Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Eru áhrif koltvísýrings á loftslagið ofmetin?
Mynd / Matthias Heyde
Lesendarýni 2. janúar 2025

Eru áhrif koltvísýrings á loftslagið ofmetin?

Höfundur: Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur

Viðurkennt er að koltvísýringur (CO2) getur fangað ákveðna tíðni varmaútgeislunar sem berst frá jörðinni. Þessi eiginleiki CO2 hefur verið sannreyndur með tilraunum og því ekki vísindalegur vafi um þetta atriði.

Frosti Sigurjónsson

Það er hins vegar töluverð óvissa um afleiðingar sívaxandi magns CO2. Til að spá um áhrifin hafa verið þróuð flókin líkön sem eiga að horfa til fjölmargra þátta. Líkönin virðast samt nær öll hafa ofspáð um hlýnun. Kannski vegna þess að líkönin byggja beinlínis á þeirri forsendu að aukið CO2 valdi aukinni hlýnun. Loftslagið er gríðarlega flókið og óreiðukennt kerfi með marga áhrifaþætti svo sem skýjafar, hafstrauma, eldgos, sólvirkni svo fátt sé nefnt. Það verður því að fara varlega í að byggja stórar ákvarðanir á niðurstöðum loftslagslíkana.

Nýlega hafa birst vísindagreinar þar sem reynt er að svara spurningunni hvort áhrif CO2 í lofthjúpnum séu mettuð. Með mettun er hér átt við að hlutfall CO2 í andrúmslofti verði svo hátt að ekkert af hitaútgeislun jarðar, sem CO2 getur á annað borð fangað, komist út í geim.

Árið 2020 birtu Wijngaarden og Happer niðurstöður sínar á stærðfræðilegri nálgun á eiginleikum CO2 til að finna þetta hlutfall. (Dependence of Earth’s Thermal Radiation on Five Most Abundant Greenhouse Gases). Niðurstaðan bendir til þess að hlutfall koltvísýrings í lofthjúpnum sé nú þegar margfalt hærra en þarf til að grípa alla útgeislun á því tíðnisviði sem um ræðir. Höfundarnir telja jafnframt að þessar niðurstöður séu í samræmi við mælingar gervitungla á varmaútgeislun jarðar.

Árið 2024 birtu Kubicki, Kopczyński og Młyńczak niðurstöður tilraunar til að mæla hve hátt hlutfall CO2 þarf í andrúmslofti til að stöðva varmageislun á því tíðnirófi sem CO2 getur fangað. (Climatic consequences of the process of saturation of radiation absorption in gases). Þeir notuðu varmageislagjafa og pípu með andrúmslofti og breyttu magni CO2 í pípunni meðan þeir mældu hve mikið af varmageislun komst í gegn. Niðurstöður þeirra gefa einnig til kynna að núverandi hlutfall CO2 í lofthjúpnum sé verulega hærra en þarf til mettunar.

Sé það tilfellið að mettun CO2 hafi löngu verið náð, er ljóst að frekari aukning á þessari lofttegund getur ekki leitt til meiri hlýnunar á loftslagi. Þá þarf að endurskoða þá kostnaðarsömu stefnu sem íslensk stjórnvöld hafa tekið upp í loftslagsmálum. Nóg er af öðrum krefjandi viðfangsefnum þar sem ekki ríkir vafi um ávinning. Þar nægir að nefna eflingu innviða, draga úr raunverulegri mengun og efla viðnámsþrótt samfélagsins gegn hvers kyns áföllum, jarðhræringum, plágum og illviðrum.

Engin þjóð er komin lengra en Ísland í orkuskiptum. Á meðan aðrar þjóðir nálgast okkar árangur í því efni ættu stjórnvöld fremur að hlúa að því sem eykur hagsæld, frelsi og öryggi fólksins í landinu. Að lokum má nefna að þótt Ísland næði öllum loftslagsmarkmiðum stjórnvalda á morgun myndu áhrifin á loftslagið vera ómælanlega lítil, alveg óháð því hvort áhrif CO2 eru mettuð eða ekki.

Framtíð ungs fólks í dreifbýli
Lesendarýni 12. nóvember 2025

Framtíð ungs fólks í dreifbýli

Nýheimar þekkingarsetur hélt málþing undir yfirskriftinni Hvað ef ég vil vera hé...

Að fara í stríð við sjálfan sig
Lesendarýni 3. nóvember 2025

Að fara í stríð við sjálfan sig

„Hvern dag sem þú lifir, hefur þú áhrif á veröldina. Þú hefur val um það, hver þ...

Ísland fulltengt
Lesendarýni 31. október 2025

Ísland fulltengt

Síðsumars ferðaðist ég um landið og var með opna íbúafundi í öllum landshlutum, ...

Mislitt fé í hávegum haft
Lesendarýni 30. október 2025

Mislitt fé í hávegum haft

Sú var tíð að víðast hvar var heldur amast við mislitu fé, það helst ekki sett á...

Af vettvangi Landbúnaðarháskóla Íslands
Lesendarýni 17. október 2025

Af vettvangi Landbúnaðarháskóla Íslands

Undanfarin misseri hefur Landbúnaðarháskóli Íslands lagt áherslu á að efla bæði ...

Norðurslóðir skipta máli fyrir fæðuöryggi
Lesendarýni 16. október 2025

Norðurslóðir skipta máli fyrir fæðuöryggi

Matvælaframleiðsla á norðurslóðum, uppbygging virðiskeðja fyrir matvæli og seigl...

Skógarferð um Fljótshlíðina
Lesendarýni 15. október 2025

Skógarferð um Fljótshlíðina

Á degi íslenskrar náttúru þann 16. september síðastliðinn tók starfsmaður Skóg-B...

Stærri og öflugri sveitarfélög
Lesendarýni 14. október 2025

Stærri og öflugri sveitarfélög

Við viljum öll búa í samfélagi þar sem grunnstoðirnar eru sterkar, þar sem börni...